9.2.2008 | 00:20
Gönguferð, þýska sendiráðið og brjálað veður
Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur, ég fór í morgun og hitti JCI félaga frá Frankfurt, til stóð að sýna þeim miðbæinn. Ferðin byrjaði ágætlega en í leiðindar veðri fórum við í Hallgrímskirkju, það lá leiðin í JCI heimilið að Hellusundi. Þar ræddum við ýmislegt, meðal annars að bandarískum JCI félaga hefði verið neitað inngöngu í bandaríska sendiráðið. Það stóð ekki á þeim og þeir skelltu sér yfir götuna og inn í sendiráðið og kröfðust kaffiveitinga. Það var auðsótt mál, ég átti því fund með þýska sendiherranum. Það var ótrúlega skemmtilegur fundur.
Seinipartinn var svo ferðinni heitið í Bláalónið. Eftir að hafa ráðfært okkur við vegagerðina var lagt í ferðina. Veðrið var alveg brjálað, sem í sjálfu sér var bara ævintýri fyrir þjóðverjana. Mér leist á köflum ekkert á að ferðina heima. Þegar við svo keyrðum heim var veðrið alveg vitlaust, rúta hafði nýlega fokið út af.
Þegar við komum heim var svo haldið á Fjörukránna. Virkilega skemmtilegur staður og gaman að fara með erlenda gesti. Það komu bæði söngvarar og sögumenn, til að skemmta gestunum. Frábærlega skemmtilegt og gestir okkur vour virkilega ánægðir með þetta.
8.2.2008 | 09:03
Brandaratilboð Stöðvar 2
Nú auglýsir stöð 2 30% afslátt af fyrsta mánuðnum sé keypt heilt ár. Sé þessum 30% deilt á 12 mánuð sést að þetta er í 2,5% afsláttur á mánuði!
Í mínum kokkabókum heitir það ekkert sérstakt tilboð og eiginlega bara algjör brandari þegar menn eru að festa sig í viðskiptum í heilt ár.
6.2.2008 | 17:10
Skrýtin svör
Annars eru svona mál, eitthvað sem á ekkert erindi í fjölmiðla. Það er rætt við einhverja óánægða starsmenn eins og gengur og gerist og því alveg óljóst hvort það sé nokkuð að marka þessa frétt.
5.2.2008 | 12:41
Ekkert grín að vera ræningi
Það er auðvitað ekkert grín að vera ræningi, ráðast inn í banka og ræna og rupla.
Yfirleitt reyna menn að dulbúast fyrst en greinilega hafa þessir ræningjar ætlað að vera frumlegir og dulbúast eftir á.
Þetta kemur í ljós þegar þessi frétt var skoðuð, en í kjölfar ránsins ákváðu þeir félagar að skella sér á snyrtistofu og fá sér brúnkukrem.
Því miður fyrir þá dugði það ekki og voru þeir handteknir um leið og þeir komu út af snyrstistofunni.
Það jákvæða fyrir þá var að þetta var ókeypis, því peningarnir sem þeir greiddu fyrir þetta voru gerðir upptækir enda hluti af ránsfengnum.
5.2.2008 | 09:26
Obama með vindinn í bakið
Núna keppist hver stjarna á fætur annari að lýsa yfir stuðning við Obama, Jack Nicualson, Greatful dead (eftir lifandi félagar) og svo framvegis. Það er auðvitað spurning hvað slíkar yfirlýsingar hafa mikil áhrif, þegar frambjóðendurnir keppast við að skreyta sig frægu fólki.
Í kvöld verður mjög spennandi kvöld í kosningunum, línur ættu verulega að skýrast. Maður á þá sjálfsagt eftir að vera límdur yfir skjáinn.
Mér finnst þetta framtak mjög gott hjá SUS. Kannski að maður skelli sér og fylgist með þessu með þeim.
5.2.2008 | 00:31
Skemmtilegt lokakvöld
Eitt af því skemmtilegasta við að kenna á ræðunámskeiðum er lokakvöldið, þá er virkilegt uppskerukvöld fyrir okkur leiðbeinendur. Í kvöld var einmitt lokakvöld á ræðunámskeið JCI Esju, 12 útskriftir og frábær árangur þeirra sem tóku þátt. Ég var virkilega stoltur þegar ég horfði tók þátt í að útskrifa mína nemendur og sjá hversu miklum framförum þau höfðu tekið.
Það besta var hversu margir hafa áhuga á að halda áfram að þjálfa sig og taka þátt í starfi JCI. Sjö einstaklingar ákvaðu í kvöld að ganga til liðs við félagið og taka þátt í því fjölbreytta starfi sem þar er í boði og hafa val um amk. 26 námskeið sem boðið verður upp á í ár á vegum JCI Esju.
4.2.2008 | 11:16
Pólverjar löghlýðnasta fólk á Ísland
Það er líka gott mál að koma með síðu eins og anti-rasisti, umræðan hefur verið meiri í kringum þær rasistasíður sem hafa skotið upp kollinum hér á landi.
4.2.2008 | 10:27
Fjörug vika með þýskum gestum
Það er alveg ljóst að það verður nóg um að vera hjá manni í þessari viku.
Í dag ætlar JCI Esja að útskrifa á annan tug nemenda í ræðumennsku. Sjálfur hef ég verið að þjálfa á þessu námskeiði og það verður fróðlegt að sjá hvaða árangur nemendur hafa náð meðan þeir hafa starfað með liðstjórum. En starfið með liðstjórunum er oft mjög persónulegt og menn ná verulegum árangri í ræðumennsku með þessari þjálfun.
Á morgun er svo félagsfundur JCI Reykjavík, þar sem ég ætla að vera með kynningu á nýju veftóli sem JCI er að bjóða upp á til að bæta samstarf innan JCI.
Á fimmtudaginn mæta svo þýskir JCI vinir okkar að mæta til okkar, þá hefst skemmtileg helgi sem mun svo enda á laugardaginn / (sunnudagsmorgun) þegar við tökum þá fyrst í ferð um Suðurlandið og endum með þá í þorrablóti JCI Esju.
Mjög margt skemmtilegt framundan.
Frekar um þetta á Esjublogginu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 10:05
Desperate aftur á skjáinn
Nú eru víst komið skrið á viðræður handritshöfunda í Hollywood. Það er því líkur að innan skamms eigi þættir eins og Desperate houswifes eftir að fara aftur í framleiðslu en þessir þættir hafa verið í stoppi vegna deilunnar.
Á meðan hefur svo sem verið hægt að glápa á hina ýmsu þætti sem maður hefur ekki kíkt á áður og jafnvel taka heila seríur eins og Lost sem ég hef aldrei horft á áður (og var ekki beint að detta inn í).
Íslensku sjónvarpsstöðvarnar ættu að nota þetta tækifæri og minnka þann mun sem frá því þættir eru sýndir í Bandaríkjunum og þangað til þeir eru sýndir hér heima.
4.2.2008 | 09:50
Deiglan.com 10 ára
Hið frábæra vefrit Deiglan.com er orðið 10 ára. Vefritið er þar með elstu vefritunum landsins og hefur lifað af fjöldan af pólitískum vefritum, sem hafa komið og farið án þess að mikið sitji eftir.
Þegar deiglan ákvað fyrir nokkrum árum að birta 2 pistla á dag, voru ýmsir sem brostu og sögðu það ómöglegt verk. Það hefur að mestu gengið eftir, þótt einstaka pistlahöfundar hafi ekki staðið sig og ekki skilað.
Þeir breytingar sem urðu í fyrra urðu til mikilla bóta, þá var flokkum breytt og leiðara bætt við. Þetta hefur gefið góða raun finnst mér.
Deiglan er klárlega í rúntinum hjá mér á hverjum degi.