16.1.2007 | 11:18
Nýr tekjustofn?
Spurning hvort þetta sé nýr tekjustofn fyrir ríkið.
Skattskylt kókaín
Annað árið í röð hefur Tennessee fylki í Bandaríkjunum grætt meira en eina og hálfa milljón dollara, eða um 106 milljónir íslenskra króna, á eiturlyfjaskatti. Eiturlyfjasalar þurfa að greiða skatt af öllum ólöglegum eiturlyfjum sem þeir eiga en upplýsingar sem verða til þegar þeir borga skattinn er ekki hægt að nota fyrir dómstólum.
Þegar þeir borga skattinn fá þeir vottorð hjá yfirvöldum sem þeir þurfa að sýna á ef lögregla tekur þá fyrir eiturlyfjasölu. Ef þeir geta ekki sýnt fram á að hafa borgað skattinn verða þeir ekki aðeins lögsóttir fyrir að selja ólögleg eiturlyf heldur einnig fyrir að svíkja undan skatti. Dómari í Tennessee hefur sagt að þessi skattur stangist á við stjórnarskrá en yfirvöld í fylkinu segja að skatturinn hjálpi þeim að berjast gegn glæpum og auka tekjur ríkisins.
Sem stendur er gjaldið fyrir gramm af kókaíni 50 dollarar, eða um 3.500 krónur, og fyrir grammið af marijúana er það 3,50 dollarar, eða um 250 krónur. Bandaríska útvarpsstöðin NPR skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 00:48
Torrent besti vinur Ómars
Ég las á blogginu að mytorrent sé besti vinur Ómars. Sjálfsagt er Ómar mest að sækja heima gerðar bíómyndir og efni í löglegri dreifingu en það er samt flott hjá Ómari að tala um þessi mál og viðurkenna þetta í leiðinni.
Staðreyndin er sú að menn vilja ekki viðurkennas svona hluti á netinu af ótta við að lenda í lögfræðihótunum og óttektum. Hver nennir því eftr að hafa rætt um þessa hluti ógætilega á blogginu.
Svo ekki sé talað um úttekt á heimilinu af svartklæddum mönnum.
Þetta er því yfirleitt feimnismál. Það sést t.d. best á torrent.is.
Það er nokkuð merkileg staðreynd að af þeim 9.299 sem eru inn á torrent.is virðist ég ekki þekkja neinn. Amk. hef ég ekki rekist á neinn sem á boðslykil á lausu. Menn eru nefnilega ekki opnari en svo með þessa hluti að samfélagið er lokað og bundið við boð um að fá að taka þátt.
Ég veit reyndar ekki hversu lokað svona samfélag upp á tæplega 10 þúsund manns er. Hversu erfitt ætli það sé að verða sér út um boðslykil? Það hefur amk. enginn boðist til að bjóða mér inn í þetta samfélag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 16:54
Bloggið er snilld
Ég hef auðvitað eignast bæði góða bloggvini, sem og óvildarmenn.
Ég hef sett fram skoðanir mínar, ýmsar skynsamar og aðrar minna skynsamar og rætt um það við þá sem hafa kært sig um að kommenta í athugasemda kerfið hjá mér.
Suma daga hef ég mikið að segja og blogga oft.Aðra daga hef ég ekkert að segja og blogga lítið. Allt eftir því í hvernig skapi ég er í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.1.2007 | 12:03
Fjáraustur rétt fyrir kosningar
Svo rétt fyrir kosningar mun Sturla gefa eftir, Kjartan verður hylltur sem bjargvættur Suðurlands.
Fyrir þá sem hafa áhuga á þessum málum bendi ég á grein Samúels T. Péturssonar á Deiglunni. Þar bendir Samúel á kosti 2 + 1 á Suðurlandsvegi í staðinn fyrir 2 + 2. Þess má að lokum geta að Samúel veit hvað hann syngur þegar kemur að vegamálum.
2 + 1 selur auðvitað ekki þegar þú ert að fara í kosningar.
![]() |
Þingmaður krefst tvöföldunar Suðurlandsvegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2007 | 10:32
Úthvíldir
Við skulum vona að "strákarnir okkar" séu úthvíldir.
Spurning um að búa til svona "Í blíðu og stríðu" stuðningsfélag fyrir þá.
Væntanlega hafa allir fengið heimsókn frá sínum þingmanni, ekki satt?
![]() |
Þingmenn koma úr jólafríi í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 22:54
Greitt of mikið
Hvað voru þeir að hugsa?
Ég held að þeir hafi greitt alltof mikið fyrir Beckham, áhuginn að komast til Hollywood er þvílíkur að það liggur við að Beckham hefði verið tilbúinn að borga með sér, bara svo að Viktoría hefði getað spókað sig.
Það er fyndið að þau vilji ekki segja hvar í LA þau ætli að búa, það liggur alveg fyrir hvað þau ætla sér. Vinur þeirra Tom hefur sagt þeim það.
Hvað ætli sé langt þangað til þau byrji að mæta á fundi hjá Vísindakirkjunni?
![]() |
Viktoría Beckham komin til Los Angeles |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2007 | 19:19
Afhverju Python?
Mér þætti fróðlegt að vita afhverju CCP ákvað að nota Python, í staðin fyrir hefbundið fortinurmál eins og C++.
Ég hef svo sem ekki fylgst með þróun python, en ég las einhvern tíman að þetta væri óþróað forritunarmál en væri í fullri þróun.
Er það út af þessari netkeyrslu? Hefði ekki perl gert sama gagn?
14.1.2007 | 17:49
Drakk sig í hel með vatnsdrykkju
Rakst á þetta á vísi.is, þetta sýnir betur en allt annað að hvað sem er getur verið óholt, sé það tekið í of miklu magni.
Vísir, 14. jan. 2007 16:17Drakk sig í hel af vatni
Vatn er hollt og mikið vatn er mjög hollt. Of mikið vatn getur hinsvegar verið lífshættulegt. Tuttugu og átta ára gömul bandarísk kona drakk sig í hel af vatni, til þess að vinna Nintendu leikjatölvu.
Jennifer Stange, sem var þriggja barna móðir, tók þátt í keppni hjá útvarpsstöð í Kaliforníu, um hver gæti drukkið mest af vatni án þess að þurfa að fara á klósettið. Verðlaunin voru Nintendo leikatölva. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið Jennifer drakk af vatni.
Það er þó vitað að hún svolgraði í sig hverja vatnsflöskuna af annarri, þartil henni fór að líða illa og hún fékk höfuðverk. Þá fór hún heim, þar sem hún fannst látin síðar um daginn. Krufning leiddi í ljós að dánarorsökin var of mikið vatn á of skömmum tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 16:51
Skuggaleg frétt
Ha!!!
Ég veit ekki hvað skal segja, að það að taka Herbalife séu líkur á að maður sé að taka inn eitur.
Það hljóta að koma einn meiri upplýsingar um þetta.
Það er líka skrýtið að það hafi ekki komið eitthvað meira um þetta áður, ef það er búið að leggja 6 inn á spítala.
![]() |
Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 11:50
Ekki ódýr dallur
Það er spurning hvenær íslensku auðjöfrarnir fara að fá sér svona snekkjur. Þær láta sér kannski nægja einn þyrlupall og sleppa dvergkafbáttinum.
Viking skútann hjá Baugi er bara smádallur miðað við þetta.
![]() |
Abramóvítsj lætur smíða stærstu snekkju heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)