19.1.2007 | 10:23
Myndavéla spegill
Stefán Karlsson tekur mynd af Stefáni Karlssyni. Hvað finnst ykkur um jakkann hans ? MYND/Stefán Karlsson |
Vísir, 19. jan. 2007 10:02
Spegill spegill herm þú mér
Hönnuður í New York hefur hannað spegil með innrauðri tækni sem sendir videomyndir til farsíma og/eða tvölva hvar sem er í heiminum. Konur (og eftir atvikum karlmenn) geta þannig farið í verslunarferðir með vinkonum sínum, þótt önnur þeirra sé í Lundúnum en hin heima á Íslandi.
Lundúnakonan getur þá mátað föt og sent lifandi myndir af sér til vinkonunnar, sem sendir SMS skilaboð um hvernig henni líst á gallann. Einnig er hægt að nota snertifleti á skjánum til þess að velja skó eða aukahluti við fötin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 10:15
Seinheppninn talsmaður
Að vera talsmaður með nægjanlegt traust til að vera sendur í sjónvarpsþátt og segja þetta um eiginmanninn.
Sumir brandarar eru bara svo fyndnir í hausnum á manni, en virka ekki jafn vel þegar þeir koma út úr manni.
Sumir talsmenn eiga bara að vera á flokksskrifstofunum.
![]() |
Brandari sem klikkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 10:13
Höllu í embætti KSÍ
Það virðist komin ákveðin bylgja í samfélaginu að styðja Höllu, ansi margir eru tilbúnir að hrista upp í þessum samtökum (KSÍ) og fá ný sjónarmið inn. Það þýðir þó ekki að hún muni ná árangri.
Nú þegar hafa félög lýst yfir stuðningi við frambjóðendur, baktjaldamakk hefur farið fram og loforð hafa verið gefin.
Þeir sem eru með fulltrúa í þessu vali eru væntanlega ekki æstir í þessa uppstokkun sem Halla er að bjóða fram, það eru einfaldlega ekki þeira hagsmunir að hræra upp í kerfinu (þó menn vilji ákveðnar breytingar). Það eru þeira hagsmunir að hafa kerfið eins og það er, og að með stuðningi við ákveðinn frambjóðenda munu þeir tryggja félagi sínu aðgengi að fjármunum og góðu veðri hjá KSÍ.
Þetta mun hins vegar ekkert hafa með það að gera að Halla er kona, femínisti eða í VG. Ég vona að sú umræða eigi ekki eftir að koma upp í kjölfar kjörsins. Það eru bara ekki þau sjónarmið sem ráða þessu.
Ég styð Höllu, ekki að mitt atkvæði ráði neinu. Óháð kynferði og bakgrunni, held ég að Halla myndi hrista skemmtilega upp í þessu. Það veitir sjálfsagt ekki af því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2007 | 00:14
Fyndnar auglýsingar
Finnst fólki John Cleese fyndinn þegar hann lætur starfsmann Kaupþings hoppa í gegnum þakið?
Mér fannst hin auglýsingin sem ég hef séð miklu fyndnari.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.1.2007 | 23:21
Klámið vinsælt
Ég held að í dag sé þetta ekki relevant þótt þetta hafi hugsanlega skipt máli árið 1980.
Það er gaman frá því að segja að pabbi Sveppa vann einmitt á einu videoleigunni sem var með betaspólur mjög lengi. Þetta var samt örugglega stærsta videóleiga landsins á þessum tíma miðað við þær holur sem höfðu verið þá. Þar var smá horn sem bauð upp á beta, svona rétt áður en þær hurfu. Ef ég man rétt var hægt að leigja beta videotæki.
Þetta var á þeim tíma að videótæki voru ekki almenn eign og mjög algengt var að leigja videótæki með spólunni.
Aftur að kláminu, þá sést það best í dag og gær, þar sem BDSM videó af þjóðþekktum einstaklingi fer um eins og eldur í sinu. Klámiðnaðurinn hefur örugglega ekki gefið eftir frá þessum tíma. Netið er bara svo sterkur miðill í dag og ráðandi.
![]() |
Mun klámið ráða úrslitum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 23:14
Breytingar á blog.is
Það er greinilega verið breyta blog.is, og töluverðar breytingar komnar inn á útliti. Ég veit ekki hvort það sé nokkur virknibreytingar.
Það sem kemur einna helst á óvart er að það virðast ekki vera neinar tilkynningar frá mbl, hvað þeir eru að breyta. Hvaða áhrif mun t.d. stjörnugjöfin hafa. Spuringi er hvort að menn verði flokkaðir t.d. í fréttaumfjöllunum hvort þeir séu eðalbloggarar (með háa einkunnagjöf) eða ekki. Í dag birtast þeir efst sem skrifuðu um málefni seinast, það gæti veirð að hugmyndin sé að þeir birtist efst sem eru með bestu einkuninnna og þar með (vonandi) líklegastir til að skrifa eitthvað af viti um málið.
Þetta kemur nú væntanlega allt í ljós.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2007 | 23:07
Flott verðlaun
Ég var kannski síður hrifinn af icelandair vefnum, það getur verið að hann hafi batnað en enn vantar helling.
Það var svo baggalútur sem sigraði í flokk afþreygingarvefja, þar sem deiglan hafði verið tilnefnd. Aftur er það vefur sem er mjög flottur vefur og kemur lítið í óvart að þeir skuli hafa sigrað.
![]() |
Vefur Icelandair talinn sá besti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 15:22
BDSM myndband Guðmundar á torrent.is
Í dag kom svo myndbandið þangað inn, en hefur nú verið fjarlægt.
Að lokum komst ég að því að títtnefndur torrent.is er með uppsettan torrent til að dreifa því (hér.
Ég var búinn að sækjast eftir því að fá aðgengi þangað inn og skoða þessi heimatilbúnu myndbönd. Í ljós kom að enginn vildi gefa sig fram sem notandi. Mér þótti það ótrúlegt að engin lesandi síðunnar væri tilbúinn að senda mér póst og viðurkenna þáttöku sína. Grunaði mig helst að ég væri ekki torrent efni eða efni torrent væri ekki fyrir mig.
Ég veit ekki hvort núna sér skýringin komin. En ef þetta er sú tegudn heimatilbúinna mynda sem eru þarna inni er alveg ljóst að ég er ekki efni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 11:28
Femínista í Formann KSÍ
Nú veit ég ekki hvað vakir fyrir Höllu, en geri ráð fyrir að hún sé að gera þetta frekar í léttum tón. Það á samt eftir að koma betur fram væntanlega.
Ég hef einmitt verið að velta fyrir mér afhverju enginn femínisti byði sig fram til formennsku í KSÍ. Eftir alla umræðu um launakjör knattspyrnumannanna, virtist enginn tilbúinn að nýta þetta tækifæri til þess að halda þessari umræðu gagnandi.
Ég hefði haldið að talningameistarinn Sóley, hefði skellt sér í málið. Nú hefur Halla vonandi tekið þetta að sér, mjög þörf og góð umræða.
Halla Gunnarsdóttir býður sig fram til formanns KSÍ
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Frá þessu var greint á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðborg Reykjavíkur í morgun.
Halla starfar nú sem þingfréttaritari Morgunblaðsins en sá til skamms tíma um þáttinn Þetta fólk á NFS. Halla, sem er 26 ára, er sú þriðja sem gefur kost á sér í embættið en áður hafa Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS , lýst yfir framboði eftir að Eggert Magnússon tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér aftur. Kosið verður í embætti á ársþingi KSÍ í febrúar.
![]() |
Halla gefur kost á sér í formannskjöri KSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.1.2007 | 00:40
Lægð suður af landinu
Þó svo ég sé einn af mörgum sem hef áhuga á að vita hvort bílinn minn verði á kafi á morgun, nær áhugi minn á ekki mikið lengra en það. Ég sá svo ekki heldur að það væri mikið að sjá fyrir utan það.
Einar má eiga það að með þessum skemmtilegu bloggum hefur hann vakið áhuga mans á ýmsum hlutum varðandi veðrið.
Það skildi þó ekki vera að það endaði með því að maður myndi vita hvaða áhrif það hefur á mann að það sé lægð suður af landinu? Ég veit að ég er ekki sá eini af þeim af fólki í yngri kanntinum sem veitti ekkert af því að fá "Weater for dummies" ef hún er þá til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)