Margrét selective í bloglestri

Gaman að sjá hvað Margrét er selective í blogglestri sínum, hún virðist bara lesa bloggara sem sem skrifa vel um hana.

Reyndar hafa menn sagt að ég sé í þeim hópi, enda hef ég ekki talað illa um Margréti. Þvert á móti hef ég verið að lýsa lævísri áætlun Margrétar í átt að auknum völdum.

Mér finnst varaformaðurinn og formaðurinn oft vera að spila klúðurslega úr þessum málum og bíta á agnið oft hjá henni, þegar hún leggur þetta út.

Ég held mið við þá líkingu að hún sé að spila skák, hún er búin að leggja fyrir sig nokkra leiki í einu.

Menn verða hins vegar að átta sig á þessu og að þetta er ekki litla sæta Margrét sem var að aðstoða pabba sinn á sínum tíma, og var bara eftir á skrifstofunni. Þetta er hörkur stjórnmálamaður, með metnað og tilbúinn að ná því fram sama hvað það kostar flokkinn.

Ómar Ragnarsson í formanninn

Ég heyrði þá kenningu í dag að Ómar Ragnarsson, fréttamaður og andstæðingur virkjana, væri að íhuga framboð til formensku í Frjálslyndaflokknum.

Steingrímur Sævar bendir á að í fréttum stöðvar 2 í gær að Ómar ætli að bíða átekta þangað til eftir þíng Frjálslyndra með að ákveða framboðsmál sín á öðrum vígstöðum. Margrét ákvað að bjóða sig ekki fram til formennsku og spurning hvort það sé hluti af áætlunum um óvissu framboð Ómars.

Það er ljóst að Ómar á marga stuðningsmenn og hann myndi geta gert verulega hluti gegn Guðjónir Arnari, margir myndu sjá sameiningartákn í Ómari sem gæti sameinað báða armana. Auk þess er víst að Ómar næði að sópa til sín fylgi.

Við fáum að sjá þetta allt um helgina.

Ég hef hins vegar ekki séð umhverfisstefnu flokksins, eða að hún sé sérstaklega umhverfisvæn. Ég man ekki til þess að þeir hafi verið sérstakir baráttumenn, nema hugsanlega þeir sem eru í borgarstjórn.

Þetta verður skemmtileg helgi fyrir áhugamenn um pólitík og það eru enn nokkrir dagar í helgina og ýmislegt getur gerst.
mbl.is Gefur kost á sér til embættis ritara Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðsöngurinn á fastforward

Einhverjir hafa verið að pirra sig á þjóðsönginum og því hversu hratt hann var spilaður.

Í fyrstu fór þetta nokkuð í taugarnar á mér en svo fannst mér þetta bara fínt, það skildi þó ekki vera að það væri hægt að bjarga þessum söng okkar sem allir sofna yfir og setja smá baráttu anda í þetta.

Skítt með það hvor strákarnir hafi þurft að hafa aðeins fyrir þessur, þeim gekk ágætlega að syngja með og það heyrðist meira að segja aðeins í þeim.

Skemmtileg samlíking

Guðmundur Steingrímsson velti fyrir sér hvort samfylkingin muni blómstar eins og Íslendingar gegn Frakklandi.

Ég ákvað að gera athugsemdi við þetta hjá Guðmundi:

 

Tja. Ég veit ekki hvort einhver les þetta hérna á skjálfyllu 15 eða eitthvað. Elton John og félagar eitthvað að keyra sig niður eftir málþófið.

Ég var bara nefnilega að velta fyrir mér hvort þú værir nokkuð að lýsa vitlausum leik?  Hefði heldi að það væri Framsókn - Frakkland sem hér væri verið að lýsa.  Þeir eru svo duglegar að rýfa sig af stað svona rétt í kjörklefanum. 

TómasHa, 24.1.2007 kl. 00:48

Guðmundur svarar að bragði:

Ég er ekki viss um að framsókn geti unnið Frakka, Tómas. Ekki að þessu sinni. Kannski Ástrali.  

Guðmundur Steingrímsson, 24.1.2007 kl. 01:05

Ég er ekki frá því að ég sé sammála Guðmundi um þennan kafla, það er hins vegar spurning hvort Samfylkingin eigi eftir að ná sér á flug. Líklega þarf að skipta um "Kerlinguna í brúnni" og nokkra aðra til þess að svo verði.


Velskrifandi bloggvinur

Í hóp bloggvina var að bætast Davíð Gunnarsson, en Davíð þekki ég vel úr Háskólanum. Mæli með að fólk líti reglulega til Davíðs.  Bloggið hans er: http://davidg.blog.is/blog/davidg/

Utangarðsmenn í framboði

Þegar ég les þetta sé ég bara utangarðsmenn og enga sem eru formlega í forsvari fyrir fyrir samtök þessa fólks. Ég sé ekki að þetta framboð verði hvorki fugl né fiskur.

Ég vonast þó til að núrverandi stjórnarflokkar ákveði að leiðrétta kjör þessa hóps.
mbl.is Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Það kemur ekki á óvart að Margrét ætli ekki í formanninn, allt hluti af taflinu hennar og pabba hennar. Þau vita að Guðjón Arnar er sterkari en Margrét og hún hefði aldrei getað unnið hann. Miklu skynsamlegra að bakka bara og fá smá meira samúðaratkvæði. Miklu betar að segja að þetta hafi verið enn ein tilraunin til sátta.
mbl.is Margrét Sverrisdóttir býður sig ekki fram til formanns Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn á byggðavandanum?

Aðalbrandarinn sem gengur á milli manna er að þetta leysi byggðavandann, hægt væri að flytja heilu byggðalögin á Stór-Reykjavíkursvæðið.   Þetta er meira að segja og skammt frá flugvellinum og því eðal fyrir reynt fiskvinnslufólk að vestan.

Ég hef bent þeim sem hafa sagt mér þetta að þetta séu nú ekki nýjar hugmyndir, ætluðu ekki Danir að flytja okkur til Jótlands?


mbl.is Vel útbúinn draugabær til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Autorenowal

Maðu hefði haldið að félag eins og google gerði allt til að verja eignina sína. Það hlýtur einhver að hafa lent í skammakróknum eftir þetta. Amk. er hérna ekki þýsk nákvæmni á ferð. Greinilegt að þeir hafa hvortki stillt á autorenewal né keypt upp nokkur ár, eins og víða er hægt erlendis. 

 

Google.is mun renna út 22. maí næstkomandi, við bíðum spennt hvort fyrirtækið mun muna að greiða.  Isnic sendir út greiðsluseðla mánuðum á undan, það hefur komið fyrir hjá besta fólki að vera búið að gleyma seðlinum þegar kemur að gjalddaga.


mbl.is Google biður þýska netnotendur afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg umræða um Frjálslynda

Ég veit ekki hvort maður eigi að kalla þá Frjálslynda jafnaðarmenn, eins og tillaga sem er nú komin upp um að kalla flokkinn.  Frjálslyndi Þjóðernisflokkurinn er líka laust, miðað við stenfuna sem flokkurinn er að fara í væri það nafn meira réttnefni.

Annars er mjög furðulegt að heyra í félögum fagna því að Valdimar hafi gengið í flokkinn. Skyldi bloggvinkona mín hún Sigurlín, líka halda skýrslu um hversu duglegur Valdimarverður að mæta á þingið fram á vor? Það alla vegna makalaust að á sama tíma og Gunnar er fordæmdur er Valdmar tekinn opnum örmum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband