Ómar á kaf í pólitík

Hálfguðinn Ómar var ekki lengi að komast að því hvernig það væri að vera í pólitík. Hann hefur getað sagt það sem honum hefur dottið í hug án þess að vera gagnrýndur, nú þegar hann ætlar sér að fara í pólitík er.

Nú þegar hafa ýmsir gagnrýnt Ómar, þar á meðal skrifar Kolbrún Halldórsdóttir eftirfarandi:

Fortíðarlandið

Það var sannarlega sérkennilegt að sjá kyndilbera umhverfismála og náttúruverndar tala í Kastljósinu í kvöld um mikilvægi þess að auka umferð bíla í miðborg Reykjavíkur. Bílar í báðar áttir, á báðar hendur, akandi án markmiðs, hring eftir hring, blásandi og spúandi. Meiri útblástur, meira svifryk, meiri hljóðmengun. Og minna pláss fyrir gangandi vegfarendur. Tökum af gangstéttunum og breikkum götuna. Endurvekjum rúntinn, sagði kyndilberinn. Fortíðarlandið endurvakið. Og borgarstjórinn léttur á brún, dreyminn, rifjaði upp 1962, 1963, þegar hann naut rúntsins. Endurvekjum rúntinn. Endurvekjum 1962. Endurvekjum fortíðarlandið. “Ágætt að hafa fastan punkt í miðborginni,” sagði borgarstjórinn. Rúntinn, fortíðina......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband