7.2.2007 | 09:53
Torrent.is tapar
Það er reyndar nokkuð merkilegt að þeir setji allt þetta á netið, en þeir virðast hafa keypt vél á árinu og væntanlega er þetta eitthvað sem endist.
Annað sem er merkilegt hjá Torrent er vöxturinn, þetta er í raun löngu hætt að vera lokað samfélag þegar það er farið að fjölga um tæplega 2000 manns á mánuði. Það er spurning hvort meðmælakerfið þeirra er að virka.
Það er nokkuð merkilegt að af þeim 11.000 sem eru í kerfinu hjá þeim eru bara um 30 tilbúnir að greiða styrki til samfélagsins. Spurning hvort menn óttist að vera að "viðurkenna" niðurhald með nafni og kt. með því að styrkja þá?
Svo er greinilega dramatík í gangi, eins og sjá má þegar stjórnandann PompaDour sem var rekinn fyrir hlutfallssvindls, hvernig sem það virkar. Býst við að PompaDour sé nokkuð heppinn með nafnleyndina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 17:10
Ekki verslað í Krónunni
Um daginn sendi ég póst á Krónuna og benti þeim á þá staðreynd að það eru til neinar handkörfur í búðinn þeirra upp á Bíldshöfða.
Af svaraleysinu að dæma dreg ég þá ályktun að þeir vilji ekki fá mig í viðskipti, nema
- Þegar ég er að versla það lítið og ég get haldið á því
- Þegar ég versla svo mikið að ástæða er til þess komin að sækja stóru tólin
Því miður fyrir þá versla ég oftast þarna á milli, þar sem ég rek ekki stórt heimili. Á meðan ætla ég eins og nokkrir aðrir í mínum sporum að beina verslun okkar annað.
Ég tek það fram að þetta eru ekki mótmæli, ég nenni bara ekki að þvælast um með köru með 2 eplum, gúrku og 1 mjólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 15:51
Brúðarmeyjar til leigu
Vísir, 06. feb. 2007 15:00Brúðarmeyjar til leigu
Kínversk stúlka hefur stofnað fyrirtæki sem séhæfir sig í leigu á brúðarmeyjum. Xu Lisha er nemandi í Tækniskólanum í Tianjin. Í auglýsingu á internetinu leitar hún að grönnum háskólanemum, glæsilegum í útliti, sem hafi hæfileika til að bregðast fljótt og vel við atvikum í brúðkaupum.
Xu sagði Daily News að henni fyndist nemendur hafa almennt góða mannasiði og þeir hefðu auk þess þörf fyrir aukapening.
Í þrígang hefur Xu ráðið sjálfa sig sem brúðarmey. Hún segist hafa fengið hugmyndina eftir að átta sig á eftirspurninni.
Xu segir stöðu brúðarmeyja eiga fullan rétt á sér á leigumarkaði. "Rétt eins og staða veislustjóra, ljósmyndara og förðunarfræðings."
Frumkvöðullin ungi sagði að lokum: "Það verður í tísku hjá brúðhjónum framtíðarinnar að leigja fagfólk í stöðu brúðarmeyja."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 15:43
Nammi gefið í kassavís
Ef að er ekki gott að vera háskólanemi í dag, amk. í VRII. Ég veit ekki hvort þetta hafi boðist nemendum annara bygginga.
Ef það er nokkurtíman hægt að tala að kaupa sé kaupa sér atkvæði fyrir alvöru, hlýtur það að vera þegar maður er kominn með 3 kassa að af aero bubbles.
Reyndar fylgdi það sögunni að einn af þeim sem voru komnir með 3 kassi hafi látið hafa það eftir sér að atkvæði hans fengist ekki keypt, hann hefði hvort sem er fengið leið á þessu nammi eftir 3 pokann. Hann ætti nú 2,7 kassa eftir og vissi ekkert hvað hann ætti að gera við þetta.
6.2.2007 | 14:35
Ný íþrótt?
Þegar ég sé þessa mynd af Önju velti ég því fyrir mér hvort hérna sé á ferðinni ný íþrótt??
Ég sá Happyfeet um daginn og þar gerðu mörgæsirnar einmitt svona.
![]() |
Anja Pärson varði heimsmeistaratitilinn í risasvigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 14:24
Spjaldhryggsjafnarar
Ekki veit ég fyrir mitt litla líf, hvað þetta ágæta félag gerir.
Ætli plankastrekkjarar séu notaðir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 13:39
Útgáfurnar
Þar sem ég er nú byrjaður að fjalla um kosningarnar í stúdentaráð ákvað ég að skoða útgefið efni og lesa aðeins meira um þetta. Í ljós kemur að miðað við heimasíðu Röskvu, hefur ekkert verið útgefið síðan í janúar 2006 en hins vegar hefur blöðum Vöku skilmerkilega verið komið á vefinn. H-listinn hefur sett á vefinn sitt eina blað.
Nú er þannig statt með marga háskólanema að þeir eru ekki staddir á háskólasvæðinu, og myndu sjálfsagt vilja lesa þessi blöð.
Hitt má Röskva eiga að ég fékk sent Röskvublaðið fyrir löngu síðan, svo ég verði ekki ásakaður um að vera með óréttláta umræðu í þeirra garð. Það blað var ágætis blað, ekki síst myndin á bakinu.
Ekki það heldur að ég eigi von á því að margir lesendur síðunnar viti ekki þegar hvað þeir ætla að kjósa séu þeir á annað borð í Háskóla Íslands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 12:30
Flott hjá Vöku
- Þetta sé Röskvu að þakka
- Þau hafi ekki vitað af þessu
Það sem kemur á óvart er sá skítur sem er að koma núna frá Röskvu á lokametrunum, þeirra maður hefur fengið að njóta sín í stúdentaráði til jafns við Formann Stúdentaráðs. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi framkvæmdastjóri stúdentaráðs fengið jafn mikinn tíma í fjölmiðlum og það hefur varla verið nema í góðu samstarfi.
Svo byrjar strax í upphafi kosningabaráttunnar ótrúlegt skítkast, eins og draga fram varamann í nefnd og reyna að klína á hann rasisma, og skíta út formann ráðsins vegna boðunar á fundi. Framkvæmdastjórinn var við hlið hans allan tímann og vissi vel hvað var um að vera en virðist ekkert hafa gert.
Manni finnst leiðinlegt hvað þetta er að fara í mikið skítkast miðað við það sem virðist hafa verið ágætist samstarf.
![]() |
Formaður SHÍ segir yfirlýsingu stjórnar komi á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.2.2007 | 09:36
Ofþjálfun?
Svo var þetta ekki einu sinni ástarsamband, heldur bara umhyggja fyrir starsfélaganum.
Ætli þau hafi ekki farið í eina of marga hópeflisæfingu?
Það er auðvitað ekki hægt að skrifa um þetta án þess að nefna myndina. Hún lítur út eins og hún hafi verið pikkuð upp af götunni.
![]() |
Átök um ástir geimfara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 08:49
Góð fyrir D sorgleg fyrir S
Það kemur ekkert á óvart að Frjálslyndir skuli falla svona niður, það kom meira á óvart að það skuli ekki hafa gerst fyrr miðað við átökin undanfarna mánuði.
Samfylkingin hlýtur að vera með krísufundi um allt land hvernig hægt sé að breyta þessari stöðu. Það er auðvitað spurning hvað þeir treysta formanninum mikið lengur, en þetta virðist hafa verið stöðugt minnkandi fylgi síðan hún tók við.
Vintris Grænir hljóta að vera vera í skýjunum með sitt fylgi.
Ríkisstjórnarflokkarnir, hljóta að vera ánægðir með sinn hlut, bæði Sjálfstæðismenn og Framsókn. Framsóknarmenn telja væntanlega að þeir eiga meira inni og Sjálfstæðismenn hafa oft fengið minni kosningu en kannanir gefa til kynna.
Þetta er auðvitað könnun og það er langt til kosninga, ýmislegt getur breyst meðal eiga eftir að koma í ljós 1-3 ný framboð sem hafa verið boðuð. Það getur breytt stöðunni og svo eiga flokkarnir eftir að skerpa línurnar fyrir kosningar.
![]() |
Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)