5.2.2007 | 15:20
Ekki þetta væl
Teitur Einarsson á ágætisgrein á Deiglunni, þar segir hann í upphafi:
Fyrirsögnin á leiðara nýjast heftis vikublaðsins The Economist gæti allt eins verið beint til Íslendinga. Titilinn er You´ve never had it so good og fjallar greinin um hvernig það megi vera þrátt að fyrir alla velgegni Breta á nær öllum sviðum samfélagsins þá eru þeir samt sem áður óánægðir og fúlir. Bretar eru leiðir á pólitíkinni í landinu. Þeir eru óánægðir með hækkandi vexti og gjöld, áhyggjufullir yfir minnkandi samkennd meðal þjóðarinnar og óttaslegnir vegna mögulegrar hættu á hryðjuverkum. Þess fyrir utan eru þeir pirraðir vegna Íraksstríðsins og þola ekki George Bush. Til að toppa lélega stemmningu þá vinnur krikketliðið þeirra aldrei neitt. Í stað krikkets mætti setja handbolta og í stað hryðjuverka mætti fjalla um útlendinga og þá væri hér á ferð ágætlega hraðsoðinn lýsing á íslensku þjóðarsálinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2007 | 15:02
Einelti í beinni
Þetta eru nú ansi merkilegir þættir, ég hélt að ég myndi nú ekki nenna að horfa á einhverjar persónur í húsi en var fljótur að sogast yfir þessu.
Fyrsta hugsun var hvernig er hægt að hafa eitthvað að gera í einhverja mánuði í húsi og vita ekkert... Það var nú líklega eitt af því skemmtilegra á endandum, hvað liðinu datt í hug að gera.
Sjónvarpsfyrirtækið seldi allskonar lausnir í kringum þetta, meðal annars var hægt að hringja í 99 krónur / mín síma. Þar gastu valið hljóðnema hvers keppanda fyrir sig, og hlustað hvaða keppanda sem er í "real time", einnig voru þeir með sérstaka sjónvarpsstöð sem bauð upp á klippt efni.
Ég lét mér nægja að horfa á þetta þegar þetta birtist á skjánum.
Það kemur hins vegar ekkert á óvart að það hafi orðið einhver rasismi, og miðað við hvað liðið er farið að gera þegar það eru margar vikur liðnar inn í keppnina. Til þess að skapa eitthvað fútt er auðvitað sent töluvert af áfengi inn í húsið, og liðið fer að gera alls konar hluti.
Ég veit ekki með þessar kenndir og bílslys, ég hefði haldið að þetta væri bara forvitni og þetta væru sömu kendir og að lesa Séð og heyrt.
![]() |
Stóri bróðir sagður höfða til sömu hvata og bílslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 12:25
Hugmyndir um norður veg
Það er eitt sem vakti athygli mína, en það er að ólíkt Hvalfjarðargöngum, þá ætla þeir ekki að skila þessu til ríkisins eftir að búið er að greiða niður kostnaðinn við bygginguna.
Það er auðvitað ekkert óðelilegt við það að menn smíði sér einkaveg, og rukki fyrir notkun hans, en það eru væntanlega einhverjar kvaðir á slíku. Reikna þeir félagar með því að kaupa eða greiða afnot af landinu sem vegurinn stendur á? Ef þetta á að vera einhver gróðasjoppa, hlýtur ríkið sem væntanlega er eigandi landsins upp á Kili með að fá eitthvað greitt fyrir það.
Ætli það breyti þessum áætlunum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 10:28
Ótrúlegt
Nú bregður svo við að Reynir fer á sitt gamla blað og tekur upp störf eins og hann hafi yfirgefið stólinn í gær.
Er ekki málið að steypa þessum blöðum saman aftur? Er eitthvað vit í því að vera með tvö svona lík blöð á markaðnum?
![]() |
Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 08:54
Alfreð að hætta
Ég get ekki séð betur en að Alfreð eigi mikið í þessu.
Ég skrifaði um mótið á Deiglun.
![]() |
Hættir Alfreð strax með landsliðið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 08:48
Leit ekki vel út
Ég keyrði fram hjá þessu í gær, þetta fór svo sannarlega betur en á horfðist.
Það sem var mesta vesenið á þessum stað voru bílar, sem voru að fylgjast með. Ég reyndi að hleypa inn einum bíl, en bílstjórinn var svo mikið að glápa að hann fór ekki inn í röðina. Svo allt í einu áttaði hann sig löngu síðar og ætlaði þá að keyra, en þá var ég nú bara lagður af stað og hann hefði keyrt inn í miðja bílinn.
Það var greinilega mikið um að vera í gær, því ég var varla kominn niður í bæ þegar 2 sjúkrabílar tóku fram úr mér.
![]() |
Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Miklubraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 08:45
Málefnamenn á launum hjá Baugi?
Jónína Ben kemur inn með krafti í bloggheima, það var svo sem ekki von á öðru. Samsæriskenningarnar fljúga á alla kanta. Nýjasta kenningin er nokkuð skemmtileg:
Af hverju? Jú af þeirri einföldu ástæðu að þrátt fyrir að þessir menn sem vinna fyrir Baug í "sérverkefnum" skrifi undir nöfnum eins og Moran, rymryts, Assmoedus og Satan og svo nokkrir aðrir minnispámenn þá finnst mér merkilegt að lesa þessa nýju Íslandssögu sem þessir menn skrifa í nafnleynd fyrir auðmenn þjóðarinnar.
Þar höfum við það, mönnum er sem sagt greitt fyrir að skrifa á málefni.com.
Ég skil ekki afhverju, en enginn hefur boðist til að skrifa fyrir eitt né neitt.
p.s. Í athugasemdakerfinu birtist áhugaverð komment:
Feu er fínn kall og hefur ekkert unnið sér til sakar annað en vera skemmtilegur þverhaus. Moran er bara gaur sem hefur gaman af að tjá sig. Rymrits líka. Satan er noboddý.
Jónína svarar:
Það sem þú skrifar hér á bloggið mitt eru ósannindi og eiga ekki heima hér. Vinsamlegast haltu þér á malefnum.com þar sem aulahátturinn ræður ríkjum og menn þora ekki að standa undir sjálfum sér og áliti sínu á fólki. Gaman fyrir Moran og Rymrits að vera kallaðir bara gaurar! Held að þeir álíti sig merkilegri en það. Í fjölmiðlum í það minnsta.
Já spennan magnast.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2007 | 15:24
Ertu að reyna að hætta að reykja?
Exploding Lighter Terrifying Aversion Therapy for anyone trying to give up smoking.
Plastic lighter and eight caps. Adult Joke Item. Colours vary. Not a toy. Caution: Do not fire within 36cms of the head or near eyes or ears.
Veit ekki hvernig á að fá fólk til að reyna ekki græjuna nokkurstaðar í grend við andlitið á sér. Fólk kveikir nú á kveikjaranum oftast nokkuð nálægt andlitinu á sér.
Þá mynd ég nú frekar hætta að reykja hérBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 17:49
Óspennandi manneskja
Það er ótrúlegt þegar fólk er bara frægt fyrir að vera frægt og frægðarsólin vex og vex.
Það virðist vera eitthavð ráð hjá þessu liði að reyna að sýna á sér "einkapartana", hvað er annað hægt að álíta þegar hún sést upp í bíl í stuttu pilsi..
Svo má ekki gleyma úttektunum sem voru gerðar í kjölfarið. Fjölmargar vaxsnyrtikonur sem gátu vitnað um að þetta hefði allt verið rétt gert.
Allt svona frekar óspennandi að mínu mati.
![]() |
Paris Hilton best í rúminu segir gamall rekkjunautur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2007 | 17:38
15 en ekki 20 munar öllu
Snilldar athugasemd hjá talsmanninum, sem kannast ekki við að þeir hafi verið 20 heldur að þeir hafi verið 15.
Þetta er auðvitað mun minna hneyksli þegar lækarnir voru BARA 15.
![]() |
Hjúkrunarkona segir 20 lækna geta verið föður barns síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)