Góð skemmtun

Undanfarið hefur verið mikið rætt um þá tónlistarmenn sem hafa veirð fluttir inn í svona partý, ég held að það hafi verið eðlileg hógværð að fá "bara" Olsen bræður. Miðað við Duran standardinn eru þeir félagar léttmeti.

Auk þess hefur verið sagt að það hafi verið gríðarlega skemmtilegt með þá félaga og að þeir hafi spilað fleiri lög vegna stemningarinnar.

Það hefði örugglega verið nokkuð skemmtilegt að vera þarna.
mbl.is Olsen-bræður og ICY í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins ný rss síða

Gulli hefur búið til nýja rss yfirlitsíðu. Nú geta aðdáendur Nagportal.net.

Kíkið á http://blogg.gattin.net

Loksins sammála Jónínu

Það halut að koma að því, en loksins er ég sammála Jónínu.

Ég veit ekki hvort málið eru þessar breytingar, en það er óhætt að segja að þjónustan hefur færst til verri vegar á vellinu, þegar kemur að innritun. Raðirnar eru orðnar fáránlega langar, það virðist vera að þeir hafi ákveðið að fækka borðunum og á sama tíma stytta opnunartímann. Þetta er alveg út í hött.

Hvað á að gera?

Þeir hefðu nú mátt alveg lýsa betur hvernig á að gera þetta svona þjónustuvænt? Ég átta mig ekki á hvernig þessar breytingar bæti þjónustuna við viðskiptavinina.
mbl.is Glitnir kynnir breytt útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Það er auðvitað út í hött að íslensku rúturnar séu einfaldlega ekki búnar salerni eins og rútur allstaðar annarstaðar í heiminum. Við erum með rútur á þjóðveginum sem eru frá miðri seinustu öld, án allra þæginda.

Hvað átti drengurinn að gera annað?
mbl.is Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaup - Thing

Fannst fyndið að það hafi þurft að verja nafnið Kaupþing, á aðalfundi félagsins. Það er nokkuð gaman að auglýsingar félagsins sjálfs virðast hafa komið af stað umræðum um það hvort nafnið væri gott eða ekki.

Það kemur auðvitað ekki á óvart að stjórnarfomanninum finnist þetta vera gott nafn.

En var Key - bee bank ekki betra nafn á alþjóðvettvangi?

Skattaumræða á föstudegi

Var að lesa Skattaumræðu Árna á föstudegi. Árni tekur nokkuð þétt á umræðu um Skatta og þróun þeirra, hvernig margir vinstrimenn hafa viljað mistúlka hlutina sér í hag.

Britney sendi mér póst

Mikið var ég glaður þegar Britney Spears sendi mér póst, ég hlaut að vera sérstakur fyrst hún tók sér frí úr meðferðinni og ástinni til að senda mér póst.

Gleðin tók þó skjótan endi þegar ég opnaði póstinn og þar var Britney að hvetja mig til að kaupa mér viagra, ekki bara það heldur á ódýrustu verðum sem voru í boði á netinu.

Hvað var Britney eiginlega að pæla?

Klámlektor hættur í Háskólanum

Mannlíf tekur nokkuð stórt upp í sig þegar sagt er á blogginu þeirra að: Klámlektor hættur í Háskólanum.

Eins og ég saðgi áðan held ég að ég myndi ekki vilja vera tekin í þá meðferð sem Guðbjörg fékk. Umræðan um starfsheiður hennar var á þann hátt að hún hefði einfaldlega átt erfitt uppdráttar.

Ýmsir fræðimenn eru að blogga, þetta segir fólki að það verður að fara varlega hvað það er að skrifa á þennan máta. Sama gildir um aðra sem ætla að blogga um eigið starf.

Blogg og vinnan

Stebbi Fr bendir á að Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir hefur hætt að blogga. Eftir þá umræðu sem hefur verið undanfarið skal engan undra.

Guðbjörg lenti einmitt í hinu hefðbundna vandamáli bloggar: Fólk les blogg.

Ég skrifaði um þetta fyrir 2 árum á Deiglunni, ekkert hefur breyst í þessum efnum þá. Menn verða að gæta sig á því hvað þeir skrifa á blogginu, þótt þetta sé hrár vettvangur, er fólk samt að skrifa í eigin nafni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband