Magnús nauðugur á listanum

Orðrómur mannlífs segir frá því hvernig Magnús Þór Hafsteinsson hafi sent tilkynningu til aðstandenda Framtíðarlansins sem segi meðal annars:

"Ég mótmæli harðlega svona nauðgunarvinnubrögðum og krefst þess að nafn mitt verði TAFARLAUST fjarlægt af þessum lista. Þetta er fyrir neðan allar hellur"

Það er því greinilega ekki staðið nægjanlega vel að því að staðfesta hvort menn séu sjálfir að bæta sér á listann eða einhverir aðrir. Þetta eru auðvitað léleg vinnubrögð, og menn þar á bæ hljóta að breyta vinnubrögðunum, meðal annars með því að fara fram á að viðkomandi staðfesti í tölvupósti að þetta sé raunverulegur vilji viðkomandi.

Fært í stílinn

Ég benti í gær á Gáttina, því miður skolaðist eitthvað til með aðstandendur en ég fullyrti að Gulli væri aðtstandandi að þessu. Þetta var ritað samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hafði. Gulli bendir á að hann sé ekki aðstandani heldur hafi hann komið að hugmyndavinnu og prófunum.

Hvað um það, þá þykir mér þetta góð nýjung og hver sem er eigandi hennar fagna ég því að þetta sé nú komið til sögunnar, ég verð að viðurkenna að ég saknaði mikið nagportal, en ég veit ekki um neitt annað sambærilegt tól. Nú getur maður aftur séð hver hefur uppfært bloggið sitt, en þarf ekki að smella sér inn á bloggið í von og óvon.

Mæli aftur með:
http://blogg.gattin.net.

Skrifað undir með fyrirvara

Framtíðarlandið stendur nú fyrir undirskriftarsöfnun um sáttmálan sem þau gerðu. Nú hef ég ekki haft tíma til að lesa sáttmálan, en velti fyrir mér hvort menn geti skrifað undir með fyrirvara, líkt og algengt er.

Meiri peningar í þetta eða hitt

Það er alltaf jafn gaman að hlusta á Þorgrím Þráinsson. Það virðist vera að alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, þá eru það sömu rök. Af því peningum er eytt hingað og þangað í vitleysu á að eyða meira í hans málaflokk. Það vantar ekki að tölurnar liggja fyrir, svona mikið er eytt í vegamál og annað í utanríkismál.

Ég segi ekki að málefnin sem hann er að berjast fyrir séu óþörf, en samkvæmt hans málflutning á að setja vegamál á hold á meðan allt verður komið í lag í þeim málaflokki sem hann hefur áhuga á.

Reykjavík eða Reykjavíkurborg

Í ljósi umræðu um Þjóð í kringum breytingar á stjórnarskrá má velta því fyrir sér hvort Reykjavík, getu átt og rekið framhaldsskóla?

Hitt er annað mál að mér lýst ákaflega vel á að borgin taki að sér að reka framhaldsskóla í borginni og í kjölfarið á því tekið að sér rekstur fleiri framhaldsskóla. Ég er nokkuð viss um að borgin færi vel með þennan rekstur líkt og þegar hún tók að sér rekstur grunnskóla í borginni.
mbl.is Tillaga um að Reykjavík taki við rekstri eins framhaldsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ultra Laptop

Frétt á PC World um Ultra Laptop.

Svaklega væri ég til í að eigna þessa tölvu. Hingað til hefur mér fundist Dell tölvurnar vera flottastar í þessum litlu ferðatölvum, en það er alveg ljóst að þessi græja er mun flottari.

Nú er bara að fara í bókhaldið og telja aurana. Ég er ekki viss um að fjárveiting fáist fyrir þessu á næstunni.

Rík kona

Mikið svakalega hlýtur hún að vera orðin efnuð fyrst hún treystir sér til að hafna tilboði upp á tæpar 300 milljónir, bara vegna þess að hún er þreytt á að vera %u201Estelpan úr Harry Potter%u201C.

Við á Íslandi þekkjum nú vel þessa tölu en það er nokkuð ljóst að menn með slíka upphæð i vasanum geta vel hætt með glans.

Ég er nú ekkert viss um að hún nái að losa sig við þennan stimpil þrátt fyrir að neit að leika þetta hlutverk. Hún verður alltaf, "stelpan úr Harry Potter", hvort sem henni líkar betur eða verr.
mbl.is Vill ekki leika Hermione lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afríkubréfin komin í póstinn

betlibréfFyrir mörgum árum síðan fékk maður reglulega póst frá Afríkubúunum sem síðar færðust yfir í email. Nú virðast emailin hætt að virka, því nú eru þeir aftur farnir að senda bréf. Meðfylgjandi er mynd af bréfi sem ég var að fá sent.

Auðvitað þarf að vara við þessu eins og tölvupóstinum, þetta er ekki síður skaðlegt.

Vonandi vita menn orðið af þessu nægjanlega vel til að falla ekki í þessa gildru.

Spaugstofan fyndin

Aldrei þessu vant var Spaugstofan mjög fyndin þessa helgi, það var fyndið hvernig þeir tóku á klámumræðunni.

Í þessu samhengi er rétt að benda á flugufót Deiglunnar: Klámið skilgreint.

Gott mál

Þetta er bara gott mál, fáninn má vera sýnilegri en hann er í dag. Við erum með alltof mikla fána hræðslu, eins og umræðan sem verður í hvert skipti sem sjávarútvegssýningi er, hvort þeir megi hafa íslenska fánan í íslensku Sjávarútvegssýningunni.

Auðvitað má fara milliveg miðað við þetta hjá kananum sem treður þessu á allt.
mbl.is Íslenski fáninn í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband