Með eða á móti?

Þegar maður les þetta sýnist manni ekki bara að John Cleese hafi ekkert á móti Íslandi heldur sé hann beinlínis hlyntur landinu. Það er furðulegt að setja upp fréttina svona, how do you like Iceland virðist vera farin að breytast og farin að verða: "Have you any thing against Iceland".

Annars var Cleese mjög hressandi í auglýsingum með Barkley kort fyrir nokkrum árum, þannig að maður er spentur að vita hvernig þessar auglýsingar eiga eftir að koma út.  

Allstaðar sem hefur verið rætt um þess auglýsingar hafa verið í umfjöllun, hefur verið tekið fram hversu ódýr Cleese var.  Ætli þetta hafi bara verið nokkrir þúsundkallar? 

Það hefði annars verið gaman að sjá hvaða hugmyndir þetta voru sem Cleese hafði og Þorsteinn Guðmundsson ákvað að væru ekki nógu fyndnar fyrir Ísland.

 


mbl.is John Cleese hefur ekkert á móti Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Sérstaklega skemmtilegt eru menn að reyna sannfæra sjálfan sig um að hann hafi verið ódýr...?  Eða var hann í raun ódýr...?  Svo er spurningin hvað er ódýrt...?

En hvað Þrostein snertir, var hann ekki einn af höfundum skaupsins núna?  Allavega var hann að leika í því.  Ég hef ekki hitt einn einasta mann eða konu sem hafa hælt þessu skaupi, allir tala um að hafa ALDREI séð verra skaup..... svo það er spurning hvort við hefðum ekki getað séð bara KB banka auglýsingarnar í staðinn og þá hugsanlega með athugasemdunum hans John "íslandsvinur" Cleese.



 

Óttarr Makuch, 1.1.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband