Færsluflokkur: Lífstíll

Georg Helgi Seljan Jóhannsson....

Ljósvakalæðan segir frá ati sem Logi Bergmann gerði við Helga Seljan.

Logi fór nefnilega austur í dag að stjórna árshátíð starfsmanna Fjarðaáls, og fannst tilvalin hugmynd að fá alla til að senda týnda syninum, Helga Seljan, örlitla kveðju, en hann hefði sem kunnugt er snúist gegn álverum og sæti nú að sumbli, með Jónsa í Sigurrós og Andra Snæ, á Kaffibarnum.


Netgreinar

Nú er kominn einhver efnisflokkur neðst á mogganum (mbl.is) sem heitir netgreinar, í fyrstu hélt ég að þetta væru bara aðsendar greinar og myndu birtast í þar til gerðu umhverfi innan mbl.is. Þegar ég prufaði að smella, þá birtust mér blogg.

Ekki minkaði hrifningin við þetta, þegar vinir mínir á blog.is myndu ekki bara taka eftir mér einhvern dag og setja mig á lista hinna viljugu og útvöldu, heldur væru þeir farnir að handvelja áhugaverðar færslur og birta þarna niðri. Hið besta mál og hvatning fyrir mig og fleiri virka bloggara til að skrifa inn langar og vandaðar færslur.

Nú er ég búinn að lesa þetta í nokkra daga, og tek eftir því að alltaf eru þetta fyrstu og einu færslurnar sem hafa birst hjá viðkomandi. Þetta virðist því ekki vera eins og ég hélt, einhverskonar handval, heldur heldur eru aðsendu greinarnar sem fá ekki birtingu í blaðinu skellt þarna, að því er virðist.

Það er spurning hvort þetta sé eitthvað trikk að fjölga notendum á blog.is?

Munu öll börn í Hafnarfirði deyja?

Undanfarið hefur Sól úr straumi dreift myndbandi bæði í gegnum netið, sem og með auglýsingum í sjónvarpi. Þar hefur CO2 losun álversins verið lýst sem eitri sem muni drepa börnin í Hafnarfirði, við sjáum hvernig börnin kafna í reyk og hósta.

Staðreyndin er að allt í kringum okkur er CO2, í andrúmsloftinu eru eitthvað í kringum 0,03% og við öndum frá okkur um 4,5% CO2 (ef ég mann rétt úr menntaskóla). Hvert og eitt okkar skaffar um 1 kg af CO2 til andrúmsloftsins á sólarhring. Allt í kringum okkur eru CO2 gjafar, án þess að það sé að hafa sérstaklega slæm áhrif á okkur eða börnin okkar. Að sjálfsögðu er þetta í úrblæstri bíla, rotnun og svo framvegis. Þegar við öndum, þegar við brennum kerti, í hveravatni og eldgos svo einhver vel þekkt dæmi séu nefnd.

Það efast enginn um að þessar tölur eru réttar með útblásturinn álversins í samanburði við bílaflotann. Það er hins vegar framsetningin sem eru verulega gagnrýniverð. Losun þessa CO2, hefur ekki meiri áhrif á börn Hafnarfjarðar frekar en losun á sama magni á Húsvík. Skildi Sól í Straumi hafa heyrt um hugtakið "Global Warming"? Það hentar þeim því miður ekki að segja frá hinum raunverulegu áhrifum CO2, það væri ekki eins dramatískt fyrir húsmæður í Hafnarfirði.

Áhugaverðir bloggarar

Heiðdal tók sig til og taldi færslurnar hjá honum. Suma daga hefur maður meira að segja en aðra. Dagurinn í gær var í meira lagi, en þannig er þetta nú. Eins og Björn bendir á eru þetta oft stuttar og hnitmiðaðar færslur, ég skrifa ekki þannig að ég sé að velta stílnum fyrir mér. Bara skrifa þetta niður og hérna stendur það.

Björn bendir líka á fullt af nýjum bloggurum, ég hef fæsta séð áður en það er hægt að þakka Birni fyrir þetta. Margir mjög áhugaverðir bloggarar og jafnvel mjög persónulegir.

Það er alltaf mjög gaman af persónulegum bloggurum, en á sama tíma finnst mér ótrúlegt þegar fólk opnar sig á þennan hátt án þess að vita nokkuð hver les eða hvar þetta dúkkar uppi.

Maður veit svo sem ekki heldur hvað er satt og hvað er logið.

Dýraklám

Nú hljóta femmurnar að segja eitthvað :)

Vísir, 26. mar. 2007 09:32

Reyna að koma pandabirni til með myndbandi

Starfsmenn dýragarðs í Tælandi gerðu í dag tilraun með að sýna karlkyns pandabirni myndband af öðrum pandabjörnum að maka sig til þess að hvetja hann til að reyna að fjölga sér. Karlpandan, Chuang Chuang hefur þótt heldur latur við að reyna að makast við kvenkyns vinkonu sína Lin Hui. Yfirmaður dýragarðsins segir þess aðferð reynda til að koma Chuang til.

Hann hafi verið klaufalegur og latur við að nálgast kvendýrið en nú er vonast til þess að hann reyni að herma eftir myndbandinu. Chuang og Lin eru einu pandabirnirnir í dýragarðinum í Tælandi. Um 1600 pandabirnir lifa villtir í Kína og auk þeirra um 140 í dýragörðum heimsins. Það sem helst hefur valdið fækkun í stofninum er hversu latir þeir eru til mökunar auk þess sem náttúruleg heimkynni þeirra fara minnkandi vegna landbúnaðar í Kína. Í sínu náttúrulega umhverfi eiga kvendýr einn unga á um þriggja ára fresti að meðaltali.

 


Eru vítamínin að drepa þig?

Áhugaverð grein um áhrif vítamína, hvort þau séu jákvæð, neikvæð eða hafi engin áhrif. http://www.news.com.au/dailytelegraph/story/0,22049,21302215-5006007,00.html

JCI Blogg

Ég var að taka eftir því að JCI Reykjavík er að blogga.  Skemmtileg nýjum þá þeim. Bloggið þeirra er:

 http://jcireykjavik.blog.is/blog/jcireykjavik/


Góð grein hjá Hannesi

Ég hef ekki alltaf verið sammála Hannesi, en greinin sem birtist í mogganum í morgun var virkilega góð.


Þar voru nokkrir mjög góðir punktar:

  • Stefán Ólafsson notaði ranga aðferð til að reikna ginistuðulinn, skýrsla evrópusambandsins sýnir að tekjudreifing er ekki eins og Stefán segir.
  • Aðstæður 20% fáttækasta hópsins hefur batnað meira en meðaltal OECD
  • Fólk við lágtekjumörg er næst fæst á Íslandi, á eftir Svíþjóð
  • Raunverulegur fjármagstekjuskattur er 26,2%, þegar búið er að greiða tekjuskatta af fyrirtækjum og fjármagnstekjuskatt.
  • Fólk með lágar tekjur t.d. 100 þúsund, greiða hærra hlutfall tekna í skatt en á Íslandi.

 

Að lokum bendir Hannes á hvernig íslenska ríkið hefur aukið tekjur sínar af fjármagnstekjuskatti, úr 2 milljörðum í 18 milljarða.  Peningar sem hafa verið notaðir til að greiða niður skuldir og læka skatt (nú seinast vsk á matvælum).  Verði þessir skattar hækkaði er augljóst að fyrirtæki muni hætta að gera upp á Íslandi og færa penigna sína eitthvað annað.  Nær væri að lækka skattinn enn frekar til að laða að okkur erlend fyrirtæki.

Það er ótrúlegt hvernig vinstrimenn hafa undanfarið reynt að mála skrattann á veginn þegar staðreyndin er að við höfum það bara nokkuð gott hérna heima.


Ljótasta jólaskreytingin 2006

Ljotasta jólaseríanÍslendingar hafa tekið jólaseríum ástfóstri og eru örugglega heimstmeistarar í fjölda jólasería. Íslendingum dugar bara ekkert lítið. Á sama tíma eru jólaseríumeistarar sem eru að misskilja hlutverk sitt, fara út og dreifa ljósum Þá er komið að keppninni, það er:

Ljótasta jólaskreytingin 2006

Að sjálfsögðu er heitið nafnleysi, enda er oft verið að koma upp um nágranna.

Safnað verður tilnefningum þangað til 30. desember og svo verður ljótasta jólaskreytingin útefnd á gamlársdag.

Sendið tilnefningar á tomasha - hja - gmail.com. Sendið bara myndir af íslenskum húsum, nefnið hverfi og götu.

----



Vísaðu á keppnina:

Kóperaðu textann hérna fyrir neðan og vistaðu á blogginu þínu, með því að nota "HTML ham":
<a href="http://tomasha.blog.is/blog/tomasha/entry/94228"><img src="http://www.hi.is/~tomash/jolaskreyting.gif" border=0></a>

Yoko og Óli

Þegar ég las þessa frétt rifjaðist það upp fyrir mér að Óli frændi var bílstjóri Yoko þegar hún kom hingað í sumar.

Ég hef hitt Óla nokkrum sinnum eftir þetta var og hefur mér sýnst hann alveg óskemmdur.
mbl.is Segir Ono hafa beðið sig að gera ýmislegt ósiðlegt og ólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband