Dýraklám

Nú hljóta femmurnar að segja eitthvað :)

Vísir, 26. mar. 2007 09:32

Reyna að koma pandabirni til með myndbandi

Starfsmenn dýragarðs í Tælandi gerðu í dag tilraun með að sýna karlkyns pandabirni myndband af öðrum pandabjörnum að maka sig til þess að hvetja hann til að reyna að fjölga sér. Karlpandan, Chuang Chuang hefur þótt heldur latur við að reyna að makast við kvenkyns vinkonu sína Lin Hui. Yfirmaður dýragarðsins segir þess aðferð reynda til að koma Chuang til.

Hann hafi verið klaufalegur og latur við að nálgast kvendýrið en nú er vonast til þess að hann reyni að herma eftir myndbandinu. Chuang og Lin eru einu pandabirnirnir í dýragarðinum í Tælandi. Um 1600 pandabirnir lifa villtir í Kína og auk þeirra um 140 í dýragörðum heimsins. Það sem helst hefur valdið fækkun í stofninum er hversu latir þeir eru til mökunar auk þess sem náttúruleg heimkynni þeirra fara minnkandi vegna landbúnaðar í Kína. Í sínu náttúrulega umhverfi eiga kvendýr einn unga á um þriggja ára fresti að meðaltali.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband