Bloggarar í vefstjórastöður

Það er gaman að sjá hversu margir bloggarar eru orðnir vefstjórar á hinum ýmsu stöðum. 

Ég hlýt og bíða eftir því haft verið samband við mig og mér boðnir gull og grænir skógar fyrir það að taka að mér vefstjórn einhvers góðs vefs, ég fæ að sjálfsögðu forstjóralaun fyrir.

Annars held ég að þetta starf sé viðameira en að setja inn eina og eina frétt, væntanlega er verið að hugsa um markaðsstjórn á netinu.  Eitt af því er væntanlega að byggja upp markaðssetningu á netinu. 

Framsókn hefur örugglega nokkuð góða forystu í þessu, búnir að prufa vefritin í öllum mögulegum formun og að nýta sér bloggmenninguna.  

Væntanlega fjölgar Samfylkingarbloggurum í kjölfarið, hvað dettur mönnum meira í hug til þess að kynna flokkinn í netheimum.


mbl.is Guðmundur Steingrímsson ráðinn vefstjóri Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband