2.1.2007 | 16:15
Umræða um að banna flugelda
Flugeldar er besta skemmtun, en nú virðist víða komin upp umræða hvort ekki eigi að banna þá. Menn skemmta sér mis vel, þannig hafa bændur kvarta yfir því að húsdýr hafi hræðst. Einnig mátti heyra sögur af því að gamalmenni hafi lokað sig inn á salerni til þess að loka úti hávaða og mengnun. Í gær heyrði ég svo í konu í Árbænum sem kvartaði sáran undan hávaðanum.
Auðvitað má ekki gleyma slysunum, en tilkynnt hafði verið um 5 slys fyrir áramót. Reyndar fóru þau sjálf vel fram og fá slys voru tilkynnt.
Ég velti fyrir mér hvort það sé einhver veruleg breyting í gangi, það hefur verið vöxtur á innflutningi ár frá ári, en aldrei verulegur breyting. Það er merkilegt að aukningin var bara 20% en samt hefur skapast töluverð umræða um bæði hávaðann sem myndast af þessu, umhverfisáhrifin jafnvel hvort þetta sé okkur holt vegna málma sem í þessu eru og svo að sjálfsögðu svifrykið.
Væntanlega mun þessi umræða aukast á næstu árum, ég get þó ekki séð það sé stutt í að menn vogi sér í fullri alvöru að ræða um að banna þetta. Hafi rjúpnaveiðibannið verið umdeilt hjá umhverfisráðherra, má ímynda sér þá umræðu sem færi af stað ef það ætti að banna flugelda.
Vilja banna flugeldasölu til almennings í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það eru nú ekki svo mörg ár síðan að útigangshross fældust einmitt við þetta flugelda fár og lentu í sjálfheldu lengst uppi fjalli og muni ég rétt þá þurfti björgunarsveit til að lóðsa þeim og ná niður. Hver veit t.d. nema að ástæðan fyrir dauðaslysinu á menningarnótt Reykvíkinga hafi verið sú að hrossið sem æddi upp á þjóðveg og í veg fyrir bíl, hafi einmitt tryllst vegna flugeldasýningarinnar sem þá var... Persónulega er ég ekki neitt flugeldafrík og er innst inni hálf hrædd við þetta bombu og blysa dót..
Agný, 2.1.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.