28.12.2006 | 16:49
Davíð finnur fylkingar
Davíð segir að sinn þingflokkur, þingflokkur sjálfstæðismanna, hafi á hinn bóginn verið nánast algjörlega samstæður. Það voru engar fylkingar að takast á, eins og hafði gjarnan verið í Sjálfstæðisflokknum, segir hann og bætir því við að fljótt hafi tekist að ná flokknum saman, eftir formannsslaginn árið 1991. Það heyrðist aldrei talað um fylkingar meðan ég var þarna, það er aðeins farið að bera á því núna en ég vona að það verði nú ekki lengi.
Þegar Davíð er spurður hvort eitthvað sé til í því, að tvær fylkingar séu nú að takast á innan Sjálfstæðisflokksins svarar hann: Ég heyrði að ungur maður sem ætlar að verða framkvæmdastjóri flokksins, sagði að sitt fyrsta verk yrði að sameina flokkinn fyrir kosningar. Ég veit ekkert um hvað þessi ágæti maður er að tala.
Davíð Oddsson: Óskynsamlegt að auka þróunaraðstoð Íslendinga of hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.