23.12.2006 | 19:02
Ekki ég
Það var ekki ég sem kveikti í Rimaskóla, ég hef engin vitni og eina sem ég get sagt er að ég var einn heima að skúra. Húsið brennur nú og allt tiltækt slökkvilið á staðnum.
Ég var reyndar að hugsa um að ráðast í bloggfréttamennsku skella mér út með myndavélina og lýsa þessu beint. Ég endaði hins vegar á að gera ekki neitt og treysti slökkviliðinu og hefbundnu starfandi fjölmiðla til að sjá um þetta.
Þegar ég horfi út um gluggan sýnist mér strákarnir vera búni að ná tökum á þessu, reykurinn farinn að minnka og slökkviliðsmennirnir hættir að sprauta.
Eldur í íþróttahúsi Rimaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða leti er þetta, þú hefðir átt að hlaupa út með skúringafötuna og aðstoða slökkviliðið en var það ekki í góðri bók sem hænan sagði ekki ég og hundurinn sagði ekki ég
Óttarr Makuch, 23.12.2006 kl. 22:59
Jú Jú, letin að drepa mann.
TómasHa, 23.12.2006 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.