Kæran komin fram

Þá er kæran komin fram, á hendur Guðmundi Jónssyni en ég horfði á myndbandið með stúlkunni sem lagði fram kæruna.

Um þetta viðtal segir lögmaður Guðmundar í Fréttablaðinu i dag:

Það er svolítið einkennilegt að hægt sé að fara upp á fréttastofu Stöðvar 2 og ausa úr skálum reiði sinnar yfir nafngreinda menn án þess að það sé stutt með haldbærum sönnunum sem mark er á takandi.

Stúlkan sem jós ekki úr skálum reiði sinnar í þessu viðtali, heldur sagði á pollrólegan hátt frá því hvað á daga hennar hafi drifið.  Ég get ekki séð að hún hafi þurft að koma með sérstakar sannanir í viðtalið, en geri ráð fyrir því að blaðamennirnir hafi skoðað það sem hún sá.  Það verður að teljast mjög ólíklegt að einhver einstaklingur fari að koma fram undir nafni og með þær ásakanir sem hún kom með og þær viðurkenningar án þess að það væri fótur fyrir því.  Þessi stúlka gerði í framhaldinu það eina rétta og kom þessum hlutum til réttra aðila og nú fær málið vonandi eðlilega meðferð.

Mér finnst þessi stúlka vera hetja að þora að koma fram undir nafni og segja sögu sína fyrir framan alþjóð. Þetta viðtal hefur tekið meira á en orð fá lýst og engin leggur nafn sitt undir í slíku nema að mikið liggi við. Ásakanir um sárindi út af sambandsslitum eru ótrúverðugar, enda verður þá líka að hafa verið samband fyrir hendi.  

Eins og fram kom á þessu bloggi fékk ég undarleg skilaboð í símann minn í fyrra dag eftir að hafa fjallað um þessi mál á bloggi mínu og svo virðist sem þetta blog mitt hafi vakið upp aðra húmorista, því annað SMS kom í gær, nú án hótunnar.   Hins vegar var á ferðinni brandari sem verður ekki hafður eftir á þessu bloggi.
mbl.is Kæra á hendur forstöðumanni Byrgisins lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fékk líka  sendan "Byrgisbrandara" í sms í gær -  sem gekk eins og eldur í sinu um bæinn"  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.12.2006 kl. 11:17

2 Smámynd: TómasHa

Já, líkleg einhverjum fundist rétt að deila honum með mér.

TómasHa, 23.12.2006 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband