Ingvi Hrafn með nýja Sjónvarpsstöð

Ingvi Hrafn og sonur ætla að fara af stað með nýja sjónvarpsstöð sem á að útvarpa á netinu og í gegnum Breiðband símans. Það verður sjálfsagt merkilegt að fylgjast með því hvernig það mun þróast hjá honum. Ekki spái ég honum þó ríkidæmi með þessu nýja verkefni.

Þeir feðgar kalla þetta Ísland Nýjasta Nýtt, sem er svona svipað lélegt nafn og NFS, eða jafnvel verra. Sú skammstöfun hljómaði amk.betur en ÍNN.

Þó svo að ég sé ekki að spá þessari stöð ríkidæmi með þessu verkefni, getur vel verið að það gangi. Með hjálp tækninnar er nú hægt að fara af stað með svona verkefni án mikil tilkostnaðar, svo lengi sem Ingi Hrafn getur þrumað með sitt Hrafnaþing og fengið aðila sem eru tilbúnir.

Nýjasta dæmið er auðvitað Stjáni Rokk eða hvað hann heitir. Hann er einmitt komin með sína eigin sjónvarpsstöð sem sýnir einu sinni í viku. Einfald, maður og myndavél.

Hins vegar sýndi það sig á NFS í sumar að auglýsendur voru ekki tilbúnir að auglýsa á stöðinni. Væntanlega hefur áhorfið einfaldlega ekki verið nægjanlega mikið, það er fátt sem bendir til þess að stöð í þessari dreifingarleið muni fá betri dreifingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband