20.12.2006 | 23:15
ASÍ komið í Bónus
Hvenær byrjaði Bónus að hleypa ASÍ mönnum aftur inn? Ætli ASÍ hafi orðið að uppfylla einhver skilyrði eins og einhverjir bloggarar voru að leggja til.
Líklega kemur tvennt mest á óvart, annars vegar er það hversu hærri Krónan er heldur en Bónus (að meðal tali 10,3%) og Bónus er ekki verst þegar (miðað við þessa könnun) þegar kemur að því að vörurnar eru ekki til. Sú sem er verst er 10/11, svo koma Kaskó og Samkaup strax.
Eins og vanalega þegar þessar kannanir koma fram þá er ekki fjallað um aðra þætti sem geta skipt máli, eins og hvort í boði sé kjötborð, hversu margar vörur eru í boði og svo framvegis. Fólk sem verslar í Bónus þarf t.d. undantekningalaust að fara í aðra búð ef það eru ákveðnar vörur sem verið er að leita að.
Bónus oftast með lægsta verð en 11-11 það hæsta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.