26.1.2008 | 17:07
Mistök að hafa HR í vatnsmýrinni
Ég heyrði ekki betur en að Kjartani Magnússyni fyndust það hafa verið mistök að HR væri komið fyrir í Vatnsmýrinni. Ég hef lengi bent á að það átti að byggja HR upp í Keldnaholti, í grennd við Impru, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins. Þarna er nóg pláss og hægt að byggja upp mjög gott rannsóknarmiðstöð og þekkingarþorp.
Það sem mestu máli skiptir er að fólkið er hérna! Í Grafarholti, árbæ, Grafarvogi og Breiðholti búa í kringum 60 þúsund einstaklingar.
Hvað vit er í að senda alla vestur í bæ, þegar það er hægt að dreifa álaginu og hafa þessa stóru vinnusstaði (HÍ og HR), ekki nánast á sama blettinum.
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála ykkur. Fyrir utan það þá er HÍ í Vatnsmýrinni þannig að það mætti þá bara sameina þessa skóla. Þeir kenna hvort sem er það sama.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 17:55
Algerlega sammála því að HR á ekki vel heima í Nauthólsvíkinni. Þar hefði ég viljað sá útivistarsvæði og HR hefði verið ágætlega staðsettur þar sem þú leggur til.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 26.1.2008 kl. 18:33
Nákvæmlega það sem ég hef einnig haldið fram.
Þetta er bölvað rugl að safna allri háskólamenntun í Reykjavík út á nesið.
Vignir Bjarnason, 26.1.2008 kl. 18:46
Mikið er ég sammála. Það er alveg ótrúleg skammsýni og asnaskapur og byggja þarna upp Háskóla. Frekar vil ég sjá flugskýli rísa í Vatnsmýrinni þar sem skortur á þeim er gjörsamlega að lama mikið af starfsemi þar.
Ingvar (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:00
Það eru bara tvær leiðir til að leysa umferðarvandann, það er að byggja væntanlega skóla, sjúkrahús og samgöngumiðstöð austar í borginni eða byggja risa umferðarmannvirki neðanjarðar.
Sturla Snorrason, 26.1.2008 kl. 20:57
Já dreifa álaginu og þá minnkar e,t,v, þörfin fyrir mislæg gatnamót við Kringlumýri og Miklubraut. Í radíus frá þessum gatnamótum er lang fjölmennasta skólasvæði Reykjavíkurborgar, allt frá leikskólum upp að háskóla.
Og hvaða vit er að troða HR næstum ofaní hálsmál aðal keppinautarins?
Jóhanna Garðarsdóttir, 26.1.2008 kl. 21:37
Eg er sammála þér völlurinn á að vera þar sem hann er. Hef verið að ferðast á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar í 15 ár vegna atvinnu minnar. Veðrið er risjótt, oft er seinkunn á flugi eða aflýst vegna veðurs, eða þá að þær þurfa að snúa við vegna breyttra veðurfarslegra aðstæðna, sem betur fer er Þyngeyrarflugvöllur komin aftur í gagnið sem varavöllur,en oft er ófært á báða staði. Þeir sem vilja flugvöllin burt. Reynið að íhuga það hvað þetta er langt ferli, að fara til Keflavíkur á bíl eða með rútu, innrita sig inn tímanlega. þetta er frá því að maður leggur af stað heiman frá sér þar til að maður er komin á áfangastað 3-5 tímar. það eru mjög oft tafir á flugi. Ef að völlurinn færi til Keflavíkur, þá yrði í mörgum tilfellum fljótlegra að keyra til Isafjarðar, ég tala af reynslu, þetta er ekki eins og að hoppa upp í strætó, innanlandsflugið. Flugið til Akureyrar myndi leggjast af. menn færu frekar Keyrandi Norður. kv sölvi
solvi (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 01:23
Eg er sammála þér völlurinn á að vera þar sem hann er. Hef verið að ferðast á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar í 15 ár vegna atvinnu minnar. Veðrið er risjótt, oft er seinkunn á flugi eða aflýst vegna veðurs, eða þá að þær þurfa að snúa við vegna breyttra veðurfarslegra aðstæðna, sem betur fer er Þyngeyrarflugvöllur komin aftur í gagnið sem varavöllur,en oft er ófært á báða staði. Þeir sem vilja flugvöllin burt. Reynið að íhuga það hvað þetta er langt ferli, að fara til Keflavíkur á bíl eða með rútu, innrita sig inn tímanlega. þetta er frá því að maður leggur af stað heiman frá sér þar til að maður er komin á áfangastað 3-5 tímar. það eru mjög oft tafir á flugi. Ef að völlurinn færi til Keflavíkur, þá yrði í mörgum tilfellum fljótlegra að keyra til Isafjarðar, ég tala af reynslu, þetta er ekki eins og að hoppa upp í strætó, innanlandsflugið. Flugið til Akureyrar myndi leggjast af. menn færu frekar Keyrandi Norður.
solvi (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 01:26
Það eru margar hliðar á flugvallar málinu. Mér finnst skynsamlegast að hafa völlinn á svipuðum stað,en það mætti færa hann meira út í sjóinn þannig að Vatsmýrin nýtist betur. Það eiga auðvitað að vera strangar reglur um notkun þessa vallar. Að nota skuli hljóðlátar vélar og svo fr. (Fokker er ekki eilífðar tól) Bætt vegakerfi gerir bílinn betri valkost fyrir sífelt fleiri. Það er vissulega kostur að vera á eigin bíl á áfangastað. Á leiðini á milli Akureyrar og Reykjavíkur er bæði auðvelt og ódýrt að stytta leiðina um 14 km. Vegna mótmæla Blönduósbúa er það ekki gert. Flest allir aka leiðina fram og til baka. Það gera 28 km. óþarfa akstur. Tugþúsundir ökumanna aka 28 km óþarfa leið eingöngu til þess að þrjár sjoppur haldi viðskiptum sínum.
Snorri Hansson, 27.1.2008 kl. 11:35
Sölvi og Snorri: Seinasta sem þessi umræða snerist um var flugvöllurinn og veru hans. Hins vegar er ég að benda á hvaða óskynsemi þetta er með tilliti til umferðar. Þetta eru grííðarlega stórir vinnustaðir en mjög mikið af fólki og stúdentagörðfum fyrir HR eru í austurborginni.
TómasHa, 27.1.2008 kl. 12:39
Af hverju ekki hafa HR úti á miðnesheiði (gamla NATO svæðinu) nægar byggingar fyrir hendi. Fengi nýtt nafn, Háskólinn í Reykjanesbæ! Narna færu fullt af störfum "út á land"
Elías Theódórsson, 27.1.2008 kl. 13:10
Ég er þér alveg samála Tómas. Þetta voru mikil mistök. Ég er hissa á stjórnendum HR að hafa þegið þessa lóð, því þar ætti að vera skynsamt fólk innandyra.
Ágúst H Bjarnason, 27.1.2008 kl. 15:39
Þetta svæði sem greinarhöfundur er að fjalla um er besti staðurinn í reykjavík fyrir nýtt háskólasjúkrahús. Og einmitt vegna þeirra röksemda sem greinarhöfundur hefur fyrir því að flytja HI og HR þangað uppeftir.. flugvöllun burt, það er ekki spurningum hvort heldur hvenær.
Óskar Þorkelsson, 27.1.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.