Alltaf allt öðrum að kenna hjá Framsókn

Í vor var það DV sem drap Framsóknarflokkinn, en í dag er það Egill Helgason sem má bera þann kaleik. Eins og hjá DV hefur hann nú ítrekað haldið fram þessari tuggu.

Það sjá það allir hverskonar ástand er innan framsóknarflokksins þessa dagana, þeim væri nær að taka á sínum eigin málum heldur en að kasta ábyrgðina á aðra aðila.

Ótrúlega margar kenningar hafa verið í gangi ein þeirra að Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson hafi lesið yfir bréfið góða og hafi jafnvel staðið að því.

Það sem eftir situr eru nokkuð loðin svör Binga um framtíðina, hann lokar ekki á neitt og því búast margir við að þetta sé bara biðleikur hans. Hann komi svo sprækur inn í pólitíkina aftur eftir nokkur ár, þegar allir hafa gleymt fatakaupamálinu, með afsögn þar sem hann tók stóð sína pligt og sýndi ábyrgð með því að segja af sér. Margar þessara kenninga enda á að Bingi gangi í Samfylkinguna, sem er í sjálfu sér ekkert ólíklegt en þar á bæ hafa menn keppst við að verja hann.


mbl.is Átök framsóknarmanna í Reykjavík hafa jaðrað við mannvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Denny Crane

Gríðarlega myndarleg stjórnmálaskýring. Það er augljóst að þú ert með allar samlokurnar með í lautarferðinni :)

Ekki vissi ég að Framsókn væri að deyja? Reyndar hef ég heyrt að sjaldan hadi verið betri andi nú eftir að Bingi skildi við frú Valhöll. Ég held einmitt að menn séu að axla ábyrgð einmitt í Framsókn. Það mætti gerast víðar. Er þetta kannski aðferð sem þú kennir á ræðunámskeiðum að segja eitthvað nógu oft þá er það satt :)

Þú kastar fatakaupamálinu fram í texta eins og það sé eitthvað sem er óeðlilegt. Þar veistu betur og sýnir raunverulegan tilgang þinn í bloggheimum. Að tala gagn betri vitund og lýðskruma. Rétt er að minnast þess að blóðbróðir þinn með bláa blóðið, Siggi Kári Kristjánsson var TEKINN hjá Audda Blöndal fyrir kosningar þegar hann hélt að hann væri að dressa sig upp frítt :)

Þvílíkur málflutningur hjá þér og þínu fólki, smáborgaralegt !

Denny Crane, 25.1.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: TómasHa

Er þetta þá allt saman DV og Agli Helga að kenna?  Eru það lýsingar á því hvað það er fínt að vera í framsókn að Bingi hröklast frá eftir að hafa verið sakaður um það af eigin félögum að standa í hnífakasti?   Er þetta andi sem er eftirsóknarverður?

Ég hefði trúað þér fyrir 2 vikum síðan, en núna.  Ertu ekki að grínast?

Hvenær hefur það viðgengist að flokkspeningar hafa verið nýttir til fatakaupa?  Hérna er það þú sem ert í lautarferð. 

TómasHa, 25.1.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: TómasHa

Í framhaldi af þessau, var ég að sjá pistil frá Agli, kannski að þú kíkir á hann.  Hann virðist vera í sömu lautarferð og meira að segja að éta samlokurnarn mínar.

http://eyjan.is/silfuregils/2008/01/25/framsokn-endanlega-a%c3%b0-%c3%beurrkast-ut-i-reykjavik/ 

TómasHa, 25.1.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband