5.6.2007 | 12:27
Eiður í auglýsingu fyrir landsleikinn
Nokkuð merkilegt að Sýni skuli nota Eið Smára í auglýsingu fyrir Landsleik Íslands og Svíþjóðar. Þetta er sérstaklega merkilegt, þegar meira að segja jafn litlir áhugamenn um íþróttir og ég vita að hann verður ekki með.
Það er greinilegt að Svíar hafa lesið bloggið mitt í gær, en í fréttum á Bylgjunni kom fram að Svíar hafa miklar áhyggjur af því að einhver muni hlaupa inn á völlinn. Það kemur í ljós að það þarf ekki einu sinni að vera Svíi, þeir bera einfaldlega ábyrgð á þessu þannig að ef einhver hverrar þjóðar sem hann er hleypur inn á Völlinn og neglir dómarann er það á ábyrgð Svía.
En von :)
Annars kom líka fram að Daninn á von á sekt upp að 200 milljónum. Ég reyndar efast um að bjórþamabarinn eigi svo mikið sem 2 milljónir til.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.