Hvað ætlar framsókn að gera?

Ég var að lesa grein eftir bloggvinkonu mína, Salvöru.  Hún er að benda á strákaplottin innan framsóknar. Ég er sammála Salvöru, ég hef ekki heyrt neitt hvernig flokkurinn ætlar að byggja sig upp og ná aftur vopnum. Eina sem ég hef heyrt er sú öfluga stjórnarandstaða sem flokkurinn ætlar að veita.   Það eitt og sér dugar auðvitað engan veginn, flokkurinn þarf að breyta ímynd sinni.

Það er nokkuð merkilegt að í helgablaði DV er nú opnu viðtal við Guðna Ágústsson.  Hvernig má það vera að fyrsta prímadonnuviðtal við nýjan formann Framsóknar sé í þessu blaði.  Er þetta ekki blaðið sem felldi Framsókn?  Hefur eitthvað breyst á þessum fáu dögum sem eru liðnir frá kosningum, eða var allt þetta tal tilliástæða?

Viðtalið sem slíkt er mjög áhugavert, þar segir Guðni meðal annars að Halldór hafi ekki treyst sér sem arftaka, Halldór hafi verið sterkur og virtur stjórnmálamaður lengst af sínum ferli og að Ingibjörg hafi valið besta kostinn með því að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Guðni fer heldur ekki mjög fögrum orðum um VG, sem er nú eins og þeir í stjórnarandstöðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir örfáu leiðinda þingmenn sem enn sitja á alþingi fyrir Framsóknarflokkinn munu gera öllum öðrum þingmönnum, Ríkisstjórn og landsmönnum öllum lífið verulega leitt næstu árin. Þar mun Hafta-Guðni væntanlega fara fremstur í flokki, enda sýnist mér hann vera með öllu orðinn vinalaus maður og vonandi mun það opna augu afdalafylgis flokksins á því hversu mikil tímaskekkja þessi smáflokkur er í raun, mótaður af Jónasi frá Hriflu, sem yfirlæknirinn á Kleppi mat geðveikan. 

Stefán 

Stefán (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband