Óeðlilegt að kynferði ráði hlutunum

Samfylkingin er með þetta í sínum reglum, og því bundin af þessu. Hins vegar er ljóst að þau geta verið að líta fram hjá mjög hæfum karlmönnum.

Sjálfum finnst mér mjög óeðlilegt að vera með svona reglur, sérstaklega á þessu stigi málsins. Af hverju voru þau ekki með þetta bara strax í uppstillingu, eitthvað til að hvetja konur til að taka þátt. Konur komu almennt frekar illa út úr prófkjörum hjá þeim, en núna allt í einu er jafnréttinu hampað. Hefðu þau ekki átt að hafa kerfið þannig að hæfar konur sæktust strax eftir því að komast að fyrst þau ætla að gera þetta á slíkum jafnréttissjónarmiðum?

Fyrir utan það á hæfni mann einfallega að ráð ferð en ekki kynferði. Maður myndi ætla að konum ætti fá í hlut svipuðum fjöldar ráðherrastólum og þær eru í þingflokkunum.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta gerir ekkert nema veikja stjórnina og enn einu sinni skipta atkvæðin bak við hvern þingmann engu máli.

Grímur Kjartansson, 22.5.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Steindór Grétar Jónsson

Og þú getur ekki ímyndað þér að það séu nógu margar konur í Samfylkingunni sem eru nógu hæfar til að fylla þrjá ráðherrastóla?

Steindór Grétar Jónsson, 22.5.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég vil ekki vera með neitt skítkast út í einstaka þingkonur en það er staðreynd að mun fleiri gáfu karlmönnunum ATKVÆÐI sitt. sjá t.d. http://grimurk.blog.is/blog/grimurk/entry/215979/

Grímur Kjartansson, 22.5.2007 kl. 13:22

4 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Það má færa mörg haldgóð rök, sem allir geta fallizt á, fyrir því að óeðlilegt sé að setja reglur um jafnmargar konur og karla við stólaúthlutanir í ríkisstjórn eða annarsstaðar. Því miður er jafnréttið bara ekki komið lengra í raun og með einhverjum hætti þarf að vekja konur í landinu til umhugsunar um að þeirra sé þörf þegar kemur að landsstjórninni. Framagirni er það sem kemur flestum körlum áfram í pólitík. Framagirni er karllæg. Með því að sjá til þess með reglum að ímyndin sem dætur okkar alast upp við sé sú að það sé eðlilegt og sjálfsagt að konur sitji jafnt körlum í t.d. ríkisstjórn Íslands þá er til einhvers barizt. Á því altari finnst mér fórnin ekki svo mikil ef aðeins hæfari karl víkur fyrir hæfri konu -þegar til lengri tíma er litið.
Áfram stelpur, við þurfum á fleirum ykkar að halda!!

Þorsteinn Egilson, 22.5.2007 kl. 13:24

5 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Má ekki líka færa rök fyrir því að xS ætti að hafa fleiri konur en karla í ríkisstjórn þar sem meirihluti þeirra sem kjósa flokkinn eru konur, miðað við skoðanakannanir!!

Þorsteinn Egilson, 22.5.2007 kl. 13:29

6 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Helga Vala: Það er líka mjög óeðlilegt að konur séu settar í ráðherrastóla "bara vegna kyns síns" á sama hátt og karlarnir.

Það á alltaf að velja hæfasta fólkið til stjórnunar. Ekki á að velja eftir kynferði. Ef allir kvenkyns þingmenn SF eru hæfari en karlarnir, þá eiga þær að hafa forgang í ráðuneytin. Sama á að gilda um karlana.

Það sem er að þessu þjóðfélagi mun aldrei læknast fyrr en þeir hæfustu verða ráðnir án tillits til ytri einkenna.

Hallgrímur Egilsson, 22.5.2007 kl. 13:34

7 identicon

"Nákvæmlega - og þess vegna á þetta að vera jafnt. Konur eru helmingur mannkynsins og þess vegna er óeðlilegt að karlar séu settir í ráðherrastólana bara vegna kyns síns."

En er þá ekki eðlilegt að konur verði helmingur allra þeirra sem taka beinan þátt í pólitík áður en þær verða helmingur í efstu sætunum? Ef ég man rétt þá var rannsakað þetta fyrir 1-2 árum síðan og þá kom í ljós að konur eru tæplega 1/3 alls framboðs í pólitík. Hef ekki heimildir en ég man að þeir fjölluðu um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2. Miða við slík hlutföll eru konur bara með frekar sanngjörn hlutföll t.d. á Alþingi. Þá er ég ekki heldur að segja að það eigi að stöðvast þar, en við eigum hinsvegar að taka á þessu í réttum enda í stað þess að hafa helmings-reglu á toppnum. Með svona reglum er verið að gera lítið úr framboði kvenna, eins og þær eigi ekki möguleika í karlmenn ef þær keppast um stöður sem einstaklingar.

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 13:35

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sammála, konur gefa sig ekki hlutfallslega jafn mikið að stjórnmálum og geta því ekki krafist misréttis sér til handa í þessum efnum. Ef svo væri þá myndum við hætta að kyngreina í öðrum þáttum mannlífisins og þá verður t.d. 100m hlaup í frjálsum háð með þeim hætti að konur og karlar keppa samtímis, konurnar byrja bara 10 metrum framar! - Get real!

Haukur Nikulásson, 22.5.2007 kl. 13:39

9 Smámynd: Egill Óskarsson

Mér finnst þeir sem tala hérna um hlutföll vera fullkomlega úti á þekju og þá alveg jafnt þeir sem styðja 50/50 skiptingu og hinir. Það að halda því fram að það sé ósanngjarnt að konur skipi helming ráðherraliðs annars eða beggja flokka af því að þær séu ekki helmingur af þingflokkunum felur í sér að hæfni sé ekki það sem skipti máli heldur einmitt kyn. Sem er nákvæmlega það sem að allavega sumir sem standa í þessu málflutningi hafa gagnrýnt Samfó fyrir eða hvað?

Ég skil Tómas þannig að hann sé að gagnrýna það að svona hlutfallaskilyrði séu yfirhöfuð til staðar(væntanlega af því að þau byggjast ekki á því að þeir hæfustu séu skipaðir) og svo líka hvernig þetta er framkvæmt hjá Samfó. Og ég er bara alveg sammála honum þar. 

Egill Óskarsson, 22.5.2007 kl. 14:21

10 Smámynd: TómasHa

Steindór: Hvað með karlana. Finnst þér þeir vera vonlausir? Hvað er óeðlilegt við að gefa mönnum jöfn tækifæri? Samfylking valdi þannig á listana sína að 1/3 eru konur og 2/3 karlar í þingflokknum. Þessi 1/3 fær nú helming ráðherrastóla og 2/3 helming. Hvert er réttlætið í því?

Helga: Átti leikurinn ekki þá bara að vera jafn frá upphafi? Hefði flokkurinn ekki átt að vera með fléttulista (án þess að ég sé sérstakur talsmaður þeirra)? Nú allt í einu skiptir jafnréttið öllu máli.

Elísabet: Ég er ekki að tala fyrir að vera með kvennmannslausa ríkisstjórn.

TómasHa, 22.5.2007 kl. 15:42

11 identicon

Hvernig viljið þið svo meta hæfnina til að vera góður þingmaður/kona ???

Bobba (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 15:43

12 Smámynd: TómasHa

Kjartan, á að refsa þeim karlþingmönnum Samfylkingarinnar fyrir það?

TómasHa, 22.5.2007 kl. 16:45

13 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Má ég spyrja hæstvirtan síðuhaldara hvaða kríteríur eru eðlilegar og hverjar eru óeðlilegar við val á ráðherrum? Er eðlilegra að kjördæmi og kjördæmasæti skipti meira máli en kynferði og af hverju?

Ingi Björn Sigurðsson, 22.5.2007 kl. 18:44

14 Smámynd: TómasHa

Ingi: Á ekki bara hæfni að ráða ferð.  Taktu eftir því að ég er ekki að mæla gegn því að helmingur séu konur, ég er bara að benda á að miðað við þessar reglur hefðu þeir átt að tryggja jafnréttið fyrr.

Kjartan: Hvaða flugi Kjartan minn.  Lestu bara færsluna aftur, vonandi nærðu því sem ég var að segja.  Ég er að benda á aðferðina en ekki niðurstöðuna.

TómasHa, 22.5.2007 kl. 19:18

15 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

ok.. gott á vel ég kom með mitt sjónarhorn á síðunni minni..

Ingi Björn Sigurðsson, 22.5.2007 kl. 20:16

16 identicon

"Ég næ þér ekki alveg á fluginu. Hverjum er refsað ef jafnmargir karlar verða ráðherrar og konur?"

Það eru færri konur í pólitík heldur en karlmenn. Eru undir 1/3 þegar kemur framboði almennt í pólitík. Því er ekki hægt að hafa konur sem helming alþingismanna eða helming ráðherra án þess að það bitni á karlmönnum.

Það er verið að reyna að leysa vandamál með ósanngjarni leið og í vitlausum enda. Við eigum frekar að hvetja fleiri konur til þess að taka þátt í pólitík, þetta mun jafnast út með eðlilegum hætti þegar konur verða orðnar helmingur framboðs.

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband