Að missa kúlið

Íslandshreyfingin virðist alveg vera að missa kúlið, amk. koma frekar skrýtin skilaboð frá þeim um þessar mundir. Margrét Sverrissdóttir ræðs mjög harkalega að spyrlum í fjölmiðlum, sem er annars mjög merkileg ákvörðun 10 daga fyrir kosnignar og ekki beint til þess fallið að skapa velvild hjá þessum hóp.

Þetta vekur auðvitað mikla athygli og spurningar um þessa þáttastjórnendur, hvaða fólk er þetta sem á að hafa haft þennan bakgrunn? Hafi einhver tekið þátt í háskólapólitík á sínum yngri árum á að dæma viðkomandi úr leik það sem eftir er?

Hvaða fólk er þetta? Er þetta Sigmundur Ernir eða Egill Helgason? Margrét gerir enga tilraun til þess að upplýsa hvaða fólk þetta er, þessu er bara skotið yfir alla þessa fjölmiðlamenn. Það væri líka gaman að vita hvort einhver af þessum spyrlum hafi nokkurn tíman verið formaður SUS. Ég man amk. ekki efir viðkomandi.

Það er merkilegt að þegar Margrét er googluð, þá kemur þessi síða. Þetta er síða á vegum Margrétar og velmerkt Frjálslyndaflokknum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband