Aumingja konan

Það er varla hægt að vorkenna henni. Hún hafi orðið að gera þetta, þetta hafi verið eina leiðin til að framfleyta sér. Hún talar eins og hún hafi verið á kassa í Bónus, og tekjurnar hafi verið 1-2 hundraðþúsund kallar.

Hvernig ætli henni hafi gengið að framfleyta sér eftir að þættirnir hættu?


mbl.is Gillian Anderson segist hafa neyðst til að leika í X-Files
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði nú samt verið betra fyrir ferilinn hennar að vera ekki svona lengi í þessu. Hún hefur fengið fá hlutverk eftir að hún hætti, kannski vegna þess að fólk á erfitt með að sjá hana sem eitthvað annað en Dana Scully. Vona að hún hafi sett peninga á sparibók.

Annars særir þetta mann smá. Ég hef alltaf verið mikill X-files aðdáandi og því leiðinlegt að heyra að ein af aðalpersónunum hafi verið þarna gegn vilja sínum. 

Geiri (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 08:05

2 identicon

Já þetta hljóta að hafa verið þrælabúðir og bara nokkrar millur á mánuði og að þurfa að vinna 9 mánuði ársins. Aumingja Scully.

Fannar (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 08:12

3 Smámynd: TómasHa

Ég trúi þessu bara ekki.  Ég held að hún hafi verið þarna fullkomlega með vilja sínum, en svo urðu berin súr eftir að þessu lauk.  Þar með er eins og þú segir erfitt að fá ný hlutverk.   

TómasHa, 17.4.2007 kl. 08:51

4 identicon

eg er hjartanlega sammala ter Geiri. A sjalf þættina á DVD og hef alltaf verið stór aðdáandi. Annars verð ég að segja að þetta er í svakalegri þversögn við það sem maður hefur lesið í gegnum tíðina með hana og í hennar viðtölum í blöðum og sjónvarpi.

iris (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband