Afhverju ætti Alcan að gefa upp kostnaðinn?

Það er furðuleg krafa á hendur Alcan að þeir gefi upp hvað þeir kostuðu til þessa verkefnis. Þetta er einkafyrirtæki og skilar sínum sköttum. Hvort þeir ákveði að bæta sína ímynd fyrir einhverjar milljónir (sem má augljóslega deila um hvort hafi virkað) er algjörlega þeirra einkamál.

Það er augljóst að hérna var mikið hagsmunamál á ferðinni, kostnaðurinn við þessar kynningar hefur væntanlega verið dropi í hafið miðað við þann kostnað sem verksmiðjan hefur nú þegar lagt í við undirbúning verksmiðjunnar sem aldrei rís.
mbl.is Kostnaður Sólar í Straumi um 3,5 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er nú einmitt það, held að einginn spegúleri neitt í þeim lið, það er að segja hve muklu fyrirtækið er búið að kosta til við undirbúning stækkunar, Hafnafjarðarbær jú "lofaði" að þeir fengju stækkun með því að selja þeim lóðina undir stækkun, eða þannig vill ég orða það.

Sigfús Sigurþórsson., 3.4.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hafnfirðingar munu fá lokareikninginn.

Í aðdraganda þessara kosninga þá var því margoft lýst yfir að það væri bara lygi í Rannveigu Rist að það væri nauðsynlegt fyrir álverið að stækka.
Ég hef fulla trú á því að álverið muni hverfa úr Straumsvík en ákvörðun um það verður ekki kynnt fyrr en búið er að grafa rafmagnsstrenginn í jörð (150 M- reikningur til Hf.) .


Alcan hlýtur að gera ráð fyrir því að ofsóknir á hendur fyrirtækinu muni bara aukast því einsog VG segja þá er þetta bara byrjunin og er þá ekki betra að hypja sig þangað þar sem hægt er að horfa fram á veginn í stað þess að þurfa stöðugt vera losa rýtinga úr bakinu.

Grímur Kjartansson, 3.4.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: TómasHa

Hvaða hag hefur Alcan af því að láta grafa streng í jörðu og fara svo? 

TómasHa, 3.4.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband