Konurnar og Ingibjörg

Árni Helgason skrifar í gær um það sem Ingibjörg Sólrún sagði í Kastljósinu:
Það rennur upp fyrir mér núna með konurnar sérstaklega, af því að við konur erum alveg sérfræðingar í sektarkennd og samviskubiti, að það er talsvert mikið af konum sem upplifir sektarkennd og samviskubit yfir því að hafa ekki látið þessi má til sín taka þegar þær áttu að gera það og gátu gert það og eru að bregðast við því núna. En konur hafa ekki bara sektarkennd og samviskubit heldur eru þær líka mjög skynsamar og vita að í kosningunum kjósum við framtíðina, ekki fortíðina.
Þá höfum við það, það er sektarkennd og samviskubit sem gerir það að verkum að konur eru nú á flótta frá Samfylkingunni.

Í athugasemdum hjá Árna kemur nokkuð merkileg staðreynd fram af Önnu Benkovic Mikaelsdóttir:
Er með ESB en vil sjá fleirri konur á þingi og ekki er Samfylkingin að fatta það! Ingibjörg skunsar inn með karlaher á bak við sig árið 2007! Hún ætti að vita betur.
Það er nefnilega málið, það hefur verið svo mikið rætt um jafnrétti í Samfylkinginni en efndirnar eru nú ekki meiri en raun ber vitni. Svo kenna menn þar á bænum sektarkennd og samviskubiti um. Fyndið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ábyggilega vandlifað fyrir ISG þessa dagana.  Ef hún segir þá er það ómögulegt og ef hún þegir þá er það líka ómögulegt.  Óeðlilegar kröfur á konuna. ISG er flottur stjórnmálamaður og hefur engum dottið í hug að það geti verið aðrir þættir sem eru að virka gegn Samfylkingu í skoðanakönnunum.  Eitthvað annað en að Ingibjörg blakti augnhárum, setji upp eyrnalokka eða bjóði góðan daginn.  Tek fram að ég er ekki Samfylkingarkona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband