Hvað er málið?

Auðvitað geta hlutir horfið en ef þetta er svona mikið vandamál afhverju bregst framleiðandinn við? Er ekki verið að flytja þessa síma á aðra staði en til Íslands?  Er þessum símum ekki dreift í gegnum dreifikerfi í vestur Evrópu? Hvaða símar eru svo framleiddir í Evrópu, ég hef ekki séð síma sem er framleiddur þar.  

Ég skil ekki að þetta sé stórt vandamál, menn tryggja sendingarnar einfaldlega og fá þetta frá tryggingunum. 

 

 


mbl.is Eftirsóttir farsímar hverfa á leið til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Viðar Skúlason

Vandamálið felst fyrst fremst í því að langur biðlisti eftir ákveðinni símategund verður ennþá lengri ef sendingum er einfaldlega stolið á leið til landsins.

Mjög margir af þeim símum sem Nokia er með í framleiðslu eru framleiddir, eða réttara sagt, settir saman í Evrópu. Má þar nefna lönd eins og Ungverjaland, Danmörk, Þýskaland og að sjálfsögðu Finnland.

Þó svo að sendingar séu tryggðar og eigandi tækjanna fær þau bætt, að þá fellur einhver kostnaður til við þetta ferli, sem lendir á tryggingafélaginu, sem veldur hækkuðu iðgjaldi og hver borgar síðan iðgjöldin?

Þetta er hvimleitt vandamál og von að menn spyrji hvernig hægt sé að bregðast við þessu.

Magnús Viðar Skúlason, 9.3.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband