Silvía í kynningarátaki.

Þeir mega eiga það sem standa að baki Silvíu að þeir vita hvernig á að standa að kynningarmálum. Fyrst er það þessi samningur, sem í raun engin veit hvað er eða hvort sé raunverulegur, "drotningarviðtöl" í fjölmiðlum og svo heimsóknir til bloggara.

Hvað er betra en að bögga nokkra vinsæla bloggara, sem augljóslega munu blogga um þetta. Með tugiþúsunda lesendur á viku eins og sumir eru með, er einn laugardagur á rúntinum lítil vinna fyrir mikla kynningu.

Það kom mér á óvart hvað þetta var samt lengi að berast í fjölmiðla. Ég átti von á því að svona færi inn á fyrsta degi.

Ég sé að þau hafa heimsótt nokkra framsóknarbloggara, það er spurning hvort Framsókn fái ekki þetta fólk í vinnu...

Hitt er svo annað mál, að ég á seint eftir að kaupa diskinn hennar.
mbl.is Silvía Nótt herjar á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband