31.1.2007 | 15:05
Reyktu lyfin þín
Hressandi aðferð til að taka lyfin sín. Spurning hvað íslensku reykingarmógúluna finnst um þetta. Þetta hlýtur að leiða til reykinga á tóbaki.
Vísir, 31. jan. 2007 14:13
Reyktu lyfin þín
Bandarískt lyfjafyrirtæki er að þróa lyf sem hægt er að reykja, og hafa því áhrif þegar í stað, rétt eins og nikótín. Öll lyfjafyrirtæki leggja áherslu á að lyf þeirra hafi skjót áhrif, sérstaklega ef um er að ræða lyf við mígreni, verkjum eða ofsahræðslu. Staðreyndin er hinsvegar sú að lyfin taka frá fimmtán mínútum og upp í klukkustund, að virka. Alexza lyfjafyrirtækið er nú að þróa lyf sem hægt er að reykja. Eins og nikótín fer það í gegnum lungun og út í blóðrásina, og virkar því samstundis. Fjárfestum virðist lítast vel á þetta, því gengi hlutabréfa í Alexza hafa hækkað um hérumbil sextíu prósent á síðustu fimm mánuðum.
Stofnandi Alexza er Alejandro Zaffaroni, sem einnig stofnaði fyrirtækið Alza, sem þróaði nikótín-plásturinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.