26.1.2007 | 20:27
Skellum okkur í bað
Spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma og baða sig þá í peningum.
Stöð 2, 26. jan. 2007 19:30Sturtaði evruseðlum yfir mannfjöldann
Vegfarendum í Kaiserslautern í Þýskalandi varð nokkuð hverft við í morgun þegar ský dró fyrir sólu og peningaseðlum tók að rigna. Ekki voru örlátir veðurguðir þarna á ferðinni heldur maður sem unnið hafði 100.000 evrur, jafnvirði níu milljóna króna, í útvarpshappdrætti. Hann ákvað að halda aðeins fjórðungi upphæðarinnar eftir handa sjálfum sér og hella afganginum, fimmtán þúsund fimm evruseðlum, niður úr kranabíl til fjárþurfi borgarbúa. Á fjórða þúsund manns reyndu að krækja sér í seðil þrátt fyrir að í borginni væri nístingskuldi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.