18.1.2007 | 11:28
Femínista í Formann KSÍ
Nú veit ég ekki hvað vakir fyrir Höllu, en geri ráð fyrir að hún sé að gera þetta frekar í léttum tón. Það á samt eftir að koma betur fram væntanlega.
Ég hef einmitt verið að velta fyrir mér afhverju enginn femínisti byði sig fram til formennsku í KSÍ. Eftir alla umræðu um launakjör knattspyrnumannanna, virtist enginn tilbúinn að nýta þetta tækifæri til þess að halda þessari umræðu gagnandi.
Ég hefði haldið að talningameistarinn Sóley, hefði skellt sér í málið. Nú hefur Halla vonandi tekið þetta að sér, mjög þörf og góð umræða.
Halla Gunnarsdóttir býður sig fram til formanns KSÍ
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Frá þessu var greint á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðborg Reykjavíkur í morgun.
Halla starfar nú sem þingfréttaritari Morgunblaðsins en sá til skamms tíma um þáttinn Þetta fólk á NFS. Halla, sem er 26 ára, er sú þriðja sem gefur kost á sér í embættið en áður hafa Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS , lýst yfir framboði eftir að Eggert Magnússon tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér aftur. Kosið verður í embætti á ársþingi KSÍ í febrúar.
Halla gefur kost á sér í formannskjöri KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki KSÍ ekki ÍSÍ ?
Rúnar Haukur Ingimarsson, 18.1.2007 kl. 12:29
Rúnar: Auðvitað er þetta KSÍ, þetta sýnir bara hversu lítill áhugamaður maður er á íþróttum.
Rósa: Það ber nú kannski ekki vott um mjög alvarlega baráttu að halda fundinn á Fish and Chips! Afhverju ekki bara McDonalds eða Burger King?
TómasHa, 18.1.2007 kl. 13:26
Ég skil nú ekki alveg af hverju þú gerir ráð fyrir að þetta sé í frekar léttum tón hjá Höllu. Ég er viss um að henni er grafalvara með þetta, enda myndi hún gegna þessu starfi af mun meiri sóma en núverandi og fráfarandi formaður hefur gert að mínu mati.
Flott að fá konu sem formann KSÍ - tökum það alvarlega og styðjum hana eindregið til dáða.
Áfram Halla!
Andrea J. Ólafsdóttir, 18.1.2007 kl. 13:54
Sæl Andrea,
Ég fagna þessu, eins og ég segi var ég búinn að gera ráð fyrir að femínistar myndu bjóða fram í þetta embætti. Mér fannst það bara augljóst eftir launaumræðuna.
Varðandi afhverju ég held að hún sé ekki af fullum hug, þá er hint í þessum efnum er að halda fréttamannafundinn á Fish and Chips. Það strax gerir það að verkum að menn haldi að hérna sé grín á ferðinni. Afhverju valdi hún ekki betri stað?
Svona hlutir skipta máli og greinilega tók fréttamaður vísi.is sérstaklega eftir þessu og nefnir þetta í fréttinni.
TómasHa, 18.1.2007 kl. 14:53
Sæl veriði.
Tómas, ég vil benda þér á að Fish and Chips er nýtt og upprennandi sprotafyrirtæki, virkilega huggulegt veitingahús sem býður upp á spennandi og heilsusamlega rétti. Á fundinum var t.a.m. boðið upp á Illy kaffi og nýbakaðar epla- og bananakökur án sykurs og hveitis. Skil ekki dissið.
Höllu er full alvara með framboði sínu og ég er á sama hátt og Rósa og Andrea mjög ánægð með framboðið. Halla hefur mikla reynslu af knattspyrnu og ætti því að eiga mun meira erindi í embættið en Jafet, sem hefur fengist við mun minni gerðir bolta fram að þessu.
Vertu bara memm, hún Halla á eftir að heyja alveg nógu erfiða baráttu, án þess að gert sé lítið úr metnaði hennar í bloggheimum.
Bestu,
Sóley
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 17:48
Það hefur ekki verið neitt vísvitandi diss. Ég sagði bara að ég skildi þetta ekki.
Það er annar staður sem hefur verið þekktur sem "Fish and Chips", en það er staður á horni Lækjargötu og austurstrætis. Ég sagði strax að ég vissi ekki hvað vakti fyrir henni, ég þekki hana bara ekki neitt og það hefði mjög vel getað verið grín. Maður sér nú aldrei hvar fréttamannafundurinn er haldinn nema að það sé eftirtektarvert.
TómasHa, 18.1.2007 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.