Hvað er bráðun?

Hefði haldið að þetta ætti að vera bráðnun, en bráðun kemur tvisvar fyrir. Ætli þetta sé dregið af bráð og ísinn sé að verða bráð sólarinnar?

Bráðun hafíss hraðar hlýnun andrúmsloftsins

Hæg bráðun hafíss kann að hraða hlýnun andrúmsloftsins mun meira en hingað til hefur verið talið, að því er vísindamenn við Náttúrustofnunina á Grænlandi segjast hafa uppgötvað. Ástæðan er sú, að ísinn bindur koltvísýring úr andrúmsloftinu í hafinu.

 


mbl.is Bráðnun hafíss hraðar hlýnun andrúmsloftsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Já og að skrifa þetta á báðum stöðum!

TómasHa, 16.1.2007 kl. 14:11

2 identicon

En hvernig var þetta á landnámsöld? Miklu hlýrra, Vatnajökull í tveimur hlutum - allir jöklar minni - Grænlandsjökull líka - hverju var það "að kenna". Voru víkingarnir alltaf að svíða svið og eyðileggja ósonlagið -  Er eitthvað að marka mælingar á koltvísýringi í ískjönum úr Grænlandsjökli. Eyðist ekki koltvísýringur að hluta til í ís - við svo langa "geymslu" Veit einhver svarið? Er þetta ekki 75% náttúrusveifla - Ég bara spyr svona? Er ekki málið að svo mörgum "tískuvísindamönnum" finnst svo voðalega gaman í sviðsljósabaði fjölmiðlana að rétt og rangt skipti ekki lengur máli. Er ekki aðalatriðið að vera "inn" og skítt með rétt og rangt?

Kristinn Pétursson (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 14:56

3 identicon

Við stafavillustjórar setjum bara poka á hausinn og felum okkur en svo að frétt. Bráðnun og aukning koltvísýrings myndi þýða að vatn/sjór sleppti úr sér bundnum tvísýringi en það skeður nær einungis ef vatn/sjór breytir um form. þ.e.a.s. verður að gufu og finnst mér að rökfærslan hér sé all verulega aðfinnanleg svo ekki meira sé sagt.
Nóg eru vandamálin þó ekki sé bætt um betur með hugsanlegu þvaðri utanvið eðlisfræði grunnsteina lífsins. Svo er að sjá sem prófessorinn hafi eitthvað brugðist bogafimin að þessu sinni. Rétti mig þeir sem betur vita annars.

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband