16.1.2007 | 11:18
Nýr tekjustofn?
Spurning hvort þetta sé nýr tekjustofn fyrir ríkið.
Skattskylt kókaín
Annað árið í röð hefur Tennessee fylki í Bandaríkjunum grætt meira en eina og hálfa milljón dollara, eða um 106 milljónir íslenskra króna, á eiturlyfjaskatti. Eiturlyfjasalar þurfa að greiða skatt af öllum ólöglegum eiturlyfjum sem þeir eiga en upplýsingar sem verða til þegar þeir borga skattinn er ekki hægt að nota fyrir dómstólum.
Þegar þeir borga skattinn fá þeir vottorð hjá yfirvöldum sem þeir þurfa að sýna á ef lögregla tekur þá fyrir eiturlyfjasölu. Ef þeir geta ekki sýnt fram á að hafa borgað skattinn verða þeir ekki aðeins lögsóttir fyrir að selja ólögleg eiturlyf heldur einnig fyrir að svíkja undan skatti. Dómari í Tennessee hefur sagt að þessi skattur stangist á við stjórnarskrá en yfirvöld í fylkinu segja að skatturinn hjálpi þeim að berjast gegn glæpum og auka tekjur ríkisins.
Sem stendur er gjaldið fyrir gramm af kókaíni 50 dollarar, eða um 3.500 krónur, og fyrir grammið af marijúana er það 3,50 dollarar, eða um 250 krónur. Bandaríska útvarpsstöðin NPR skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.