Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.5.2008 | 11:18
Kaldastríðs samanburður
HR stærir sig af því að vera með eina af 50 bestu viðskiptadeildum í Vestur-Evrópu. Ég veit það ekki en þetta er voðalega kaldastríðslegur samanburður, eða kannski þurfti að búa til hóp sem var þannig að hægt að hægt væri að auglýsa þetta.
Þeir eru amk. duglegir að auglýsa þetta og koma þessu í fjölmiðla, í dag birtist grein á vísi og þetta var auglýst í öllum blöðum.
Það er amk. betra að auglýsa upp markmið sem eru bara fjarlægur draumur. Það vill nú svo skemmtilega til að höfundur þessarar greinar á Deiglunni, er nú orðinn starfsmaður HR.
10.5.2008 | 20:44
Umhverfisráðherra og hjólamennskan
Í einhverju blaðinu í gær var sagt að umhverfisfráðherra hefði látið skutla hjólinu sínu í Laugardalinn til að taka þátt í hjólað í vinnuna, og náð svo að hjóla alla leið á bílastæði ÍSÍ þar sem einkabílstjórinn hafi beðið hennar.
Til hvers var hún að hjóla nokkurn skapaðan hlut? Var þetta allt hluti af sýndarmennskunni?
Hann er nú ekki mikill trúverðugleikinn hjá svona ráðherra sem predikkar umhverfisvernd en lætur svo skutla hjólinu og láta einkabílstjóran bíða á meðan ljósmyndarara smella af nokkrum myndum.
8.5.2008 | 09:52
Góður Guðjón Bergmann
Fór á fyrirlestur hjá Guðjóni Bergmann. Fyrirfram átti ég ekki von á miklu enda ekki áhugamaður um svona andlegt dót og hefur fundist flest af því humbúk.
Það kom því verulega á óvart að það sem Guðjón var að segja var mjög skynsamlegt. Ég vissi ekki mikið um hann fyrir og var sjálfsagt uppfullur fordóma.
Sem fyrirlesari fékk hann 10, með áhugavert efni og hélt athygli minni í þessar 40 - 50 mínútur sem hann hélt kynninguna.
Ég hugsa nú samt að ég skelli mér ekki á seinasta námskeiðið hans, þú ert það sem þú hugsar, en sjálfsagt hefði ég farið á öðrum tíma. Eins og Guðjón sagðist sjálfur ekki gera, þá hef ég alveg tíma ég hef bara ákveðið að verja honum í annað og í lok maí verður það loftkæling sem mun eiga huga minn allan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2008 | 15:21
Húmor í símakerfi
Ég veit ekki hvort einhver húmoristi var á ferð en í allan dag hefur verið hringt í mig (út í bæ) þegar einhver innan Reykjalundar ætlar að hringja í þvottahúsið.
Ekki veit ég hvernig þetta er hægt eða hvað á að gera, en húmorinn fer að hætta að vera fyndinn. NEI, Ég er ekki með þvottinn ykkar :)
5.5.2008 | 10:38
Mikil eftirspurn?
Húsin á Hæðinni til sölu með öllu
Húsin á Hæðinni eru föl fyrir sjötíu til áttatíu milljónir. Þetta segir Sigrún Þorgrímsdóttir hjá fasteignaþróunarfélaginu Hanza sem hefur umsjón með sölunni á sjónvarpseignunum.
Upphaflega stóð til að selja húsin eingöngu með innréttingum en þó nokkrir hafa sýnt því áhuga að kaupa húseignirnar á Arnarneshæðinni með húsgögnum og öllu því sem pörin þrjú hafa valið. Ekki hafa þó borist nein formleg tilboð. Sigrún segir það greinilegt að einhverjum þyki það þægileg tilhugsun að geta flutt inn með bara tannburstann og eftirlætisbækurnar. Hún tekur þó fram að einnig verði hægt að kaupa húsin án húsgagnanna en með innréttingum.
Þátttakendur fá ekki neinn hluta af kaupverðinu heldur fær eingöngu sigurvegarinn, sem verður krýndur 8. maí í beinni útsendingu á Stöð 2, tvær milljónir í reiðufé. Aðrir þátttakendur verða síðan leystir út með glæsilegum gjöfum.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur innbú þeirra Guðbergs Garðarssonar og unnusta hans, Pacas, fengið mestu athyglina. Þar af hefur ein kona sýnt þeim alveg sérstakan áhuga og fengið að skoða nokkrum sinnum. Það er víst, við áttum svo sem alveg von á því að þetta myndi slá í gegn enda höfum við vandað vel til verksins," segir Guðbergur í samtali við Fréttablaðið. Að sögn Sigrúnar verður opnað fyrir tilboð í húseignirnar og þær sýndar strax eftir úrslitaþáttinn. - fgg
30.4.2008 | 20:09
Ýtt undir athyglissýki
Vill einhver taka athyglissjúkasta barn Íslands og berja það í hausinn. Fyndið hvað ríkissjónvarpinu hefur tekist að hæpa upp þetta barn. Ég get ekki gert af því að mér hefur ekki fundist neitt sérstaklega merkilegt að heyra að barn hefur áhuga á að taka upp kvikmyndir. Nú þegar tæknin er í boði er þetta ekki mikið mál. Þetta eru ekki beint mjög frumlegt og virðist helst til þess falli að ala enn frekar athyglissýki hans.
29.4.2008 | 22:53
Hinir fúlu bloggarar
Ingó Idol er ekkert súr þótt fúlir bloggar fíli ekki lagið hans. Gott mál að vera með 10.000 fjórtán ára gellur sem aðdáendur og fremja tónlistahryðjuverk.
Mér hefur alltaf fundist fyndið að gaurinn sé kendur við Idol. Datt hann ekki út í fyrstu eða annari umferð?
Hins vegar er það ekkert miðað við gaurinn sem verður kenndur við Bubba, alla sína ævi. Hvernig er að vera Eyvi úr bandinu hans Bubba (eða hvað hann heitir sem vann)?
29.4.2008 | 09:45
Barnabörn Evrópusambandsins
28.4.2008 | 20:26
Áhugavert viðtal
26.4.2008 | 13:38
Sára lítill möguleiki á sprengingu
Það eru svo sem engin stór undur í að þessi skápur hafi sprungið. Um leið og það er mjög litlar líkur á að það gerist eru líkur.
Eftir að menn hættu að nota gömlu kælimiðlana og fóru að vera umhverfisvænir. Annars vegar eru miðlar eins og R134a sem er ekki með sprengihættu og svo eru aðrir miðlar eins og isobutan og fleiri jarðgös (R600 og R290). Helsti kostur jarðgasmiðlana er að þeir eru náttúrulegir (ekki framleiddir miðlar), kælipressur eru hljóðlátari og nýta rafmagn betur (var þannig alla vegna).
Hins vegar er það sprengihættan, hún er hins vegar ákaflega lítil og eingöngu eins og það sem gerðist í þessu tilfelli. Leki kemur væntanlega á kælilögnina inni í ísskápnum og lekin er nægjanlega hraður til þess að gasið nær ekki að leka út í andrúmsloftið.
Hinn hlutinn er að það þarf vera til staða er það þarf myndast blossi inn í rýminu en það gerist annað hvort með ljósinu eða í þessu tilfelli væntanlega er það thermóstat sem fer í gang.
Magnið á svona skáp er í kringum 150 g af gasi, en hins vegar hefðu þurft að vera amk. 20-30 gr inn í ísskápnum sjálfum til þess að duga til að sprengja. Þannig að hlutfallslega hátt magn af gasinu þarf að hafa lekið inn í ísskápinn til þess að það sé nokkur möguleiki á að einhver sprenging myndist.
Yfirleitt eru helstu ástæður fyrir leka í þessum skápum mannlegir, sérstaklega eftir svona langan tíma. Þar sem menn stinga einhverju í leiðslu, slá einhverju í tengingar eða á annan hátt eyðileggja rásina. Einnig er möguleg tæring, en það er samt óvíst þar sem hann er ekki nægjanlega gamall (6 ára) til þess að það sé raunverulega komin hætta á tæringu.
Sjálfur vel ég mér nú ísskápa með R134a og hef alltaf gert. Ég er enginn sérfræðingur í þessu, en hef stundum spurt sérfræðingana út í þetta og þeir segja mér að það séu meiri líkur á að ég verði fyrir bíl eða hrapi í flugvél en að minn ísskápur springi. Einnig hafa þeir spurt mig hvort ég eigi útilegugastæki (og svarið við því er já) og að líkurnar á að sá búnaður gefi sé ekki minni.
Samt hef ég nú valið mér skápa sem eru með óbrennanlegum miðlum.
Ísskápurinn sprakk í tætlur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |