Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Seinasta hálmstrá pókerspilara?

Mér fannst það fyndið að í Fréttablaðinu í morgun var frétt að einhver Póker hetja vildi koma ef það væri leyft að spila póker á Íslandi.

Nú er ég alveg hlyntur því að leyfa póker hér á landi en þetta var bara fyndið.

Auðvitað er gaurinn tilbúinn að koma til landsins, bara að hafa nógu hátt verðlauna fé og þeir eru allir tilbúnir að koma.  Það væri hægt að halda opna IS Open og fá Tiger til að spila hérna ef menn væru með nógu hátt  verðlauna fé.

Það er svo annað mál að sumir myndu segja að þetta væri eins og áhugamenn um morð segðu að Manson væri tilbúinn að koma hingað ef hætt yrði að refsa fyrir morð.... eða kannski ekki :) 


Ræðunámskeið Óðins

Mér fannst nokkuð skemmtilegt að sjá í fréttablaðinu í gær að Málfundafélagið Óðinn, félag launþega í Sjálfstæðisflokknum, væri nú orðið hluti af ungliðahreyfingunni.

Félagið er eitt af elstu félögum í Sjálstæðisflokknum og hélt á dögunum upp á 70 ára afmælið sitt.

Í umfjöllun Fréttablaðsins var lögð áhersla á ræðunámskeiðið sem Óðinn er að halda um þessar mundir, en Óðinn hefur haldið slík námskeið í einu eða öðru formi í 70 ár. Það hefur verið einn af hornsteinum félagsins að halda málfundi og hjálpa mönnum að taka þátt í slíkum fundum. Þetta er því ekkert nýtt í sögunni að félagið sé að halda svona námskeið. Margir hafa stigið sín fyrstu skref í ræðumennsku hjá Óðni.

Í tilefni af afmælinu opnaði félagið nýja heimasíðu.


Ekki landsliðið í Eurovision

Nýr ritstjóri Monitor fær plús fyrir að drulla yfir Eurovision liðið án þess að blikna.  Maður saknar þess að fólk sé svona heiðarlegt í sjónvarpinu.

Ritskoðun Moggabloggsins

Ég mæli með því að menn eins og Skúli, nýti sér aðra þjónustu aðila en Moggabloggið og hætti að væla yfir því hvort þeim sé úthýst. Það er nóg til af ókeypis þjónustuaðilum, en það á við Moggann eins og annað að þeir eiga lénið, bera ábyrgð á því og geta sett bloggurum þau skilyrði sem þeir vilja.  Það er svo okkar að ákveða hvort við treystum okkur til þess að beygja okkur undir þau. 

Ef ekki getum við einfaldlega leitað annað, eins og áður segir er nóg til að ókeypis blogg kerfum. 


Eurogrín?

Sá smá hluta af myndbandinu þar sem flugþjónn varð "óvænt" frægur. Eru menn ekkert að grínast með þetta?   Við hliðina á þessu verður vindvélin og hárið hans Eyva frekar svalt!

Meira af Kína

Kjartan sem er í Shanghai fjallar um ástandið í Kína.  Þetta er nokkuð góð greining og passar mjög vel miðað við það sem ég hef verið að fá að vita frá þeim Kínverjum sem ég þekki.  Ég mæli með greininni.

Kína vs. Heimurinn

 


I love China

Það er gaman þegar svona internetkeðjur fara af stað, en greinilega er ein mjög öflug í gangi.  Ég er með nokkra Kínverja á msn og nú eru nokkrir þeirra með skilaboðin "I love China" með hjarta fyrir Love. 

Varla tilvilun að svo margir geri þetta á sama tíma.

Væntanlega ansi margir með þetta í gangi núna samtímis. 


Að spreyja á vitlaust hús

Stundum geta litilir hlutir bjargað deginu.  Það er nokkuð fyndið að byrja að sprayja á hús stór og mikil skilaboð en komast svo að því að það sé verið að sprayja á húsið við hliðina.

Þeir sem ætluðu að spreyjan "MURDERARS" á kínverska sendriáðið byrjuðu á M-inu á húsinu við hliðina.

Sjá hérna 


Góðar stundir í Kína

Þá er maður kominn heim frá Kína, tímamunurinn hefur alltaf sömu áhrifin og maður virðist ekkert venjas að fara þarna á milli.  Að þessu sinni var ég reyndar einstaklega seinheppinn í flestu, já fyrir utan að komast utan.

  • Á leiðinni út festist ég í lyftunni á launcinu í Keflavík og þurfti að dúsa þar í 15 - 20 mín, meðan ég velti fyrir mér hvort það væri úti um Kínaferðina
  • Í london var mér neitað að fara um borð, vegna þess að ég var ekki með rétt greiðslukort á mér.
  • Það var allt saman tætt í sundur hjá mér í London í leita af einhverju sem fannst ekki, en það tók samt 30 mínútur að tæta draslið í sundur.  Þetta var fyrsti dagur gaursins, sem ætlaði að standa sig.
  • DOHA kom og fór, reyndar náði ég vélinni og það var gott
  • Í Shanghai kom enginn farangur svo ég stóð þarna með bakpokann bara

Það var nokkuð skemmtilegt annars, ég lenti ekki í neinum sérstökum vandamálum fyrr en á leiðinni heim, þar sem aftur átti ekki að hleypa mér um borð í vélina þrátt fyrir að hafa verið lofað í London að þetta myndi ekki gerast í SH.  Það var ekki skemmtilegt að standa þarna einn með check in gaurnum og áhöfnin farin um borð og farnagurinn farinn um borð.  Á endanum reddaðist þetta þó og ég komst alla leið.  

Ferðin heim var ótrúlega löng, þetta voru alltof margar klukkustundir á leiðinni.

Leggurinn heim frá London var bestur, þar hitti maður fyrir marga gamla vini í vélinni og mikið hlegið á leiðinni heim. 


Sex og ofbeldi selur Tíbet

Það er gaman að vera í Kína og fylgjast með fjölmiðlum.  Í greiningu þeirra hafa vestræni fjölmiðlar brotið alla kóða um eðlilega fjölmiðla, og fylgja bara reglunni um að Kynlíf og ofbeldi selur.

Hérna er mikið fjallað um þetta, og sérstaklega hversu gróf þessi umfjöllun er og hversu röng hún er.

Jafnvel er bent á myndfalsanir, þar sem kínverskir hermenn eru sýndir meiða fólk en eru í raun að særðum einstaklingum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband