Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.3.2007 | 21:59
Góðu boði hafnað
Í gær gerði ég Hlyn gott boð en hann hefur ekki svarað boði mínu.
Ég spái því að fylgið við Djé eigi eftir að minnka
Ég skal veðja við þig 1. hlauppoka (bland got) að fylgi D listans mun minnka hlutfallslega minna en fylgi VG miðað við þessa könnun (já eða bætir hlutfallslega minna við sig ef báðir bæta við sig).
2.3.2007 | 16:29
Varist eftirlíkingar
Varist ódýrar eftirlíkingar en menn frá hægri og vinstri eru að laumast inn á miðjuna og blekkja fólk til fylgis við sig sagði Jón Sigurðsson
Það eru nokkuð stór verkefni hjá flokknum til að ná sér á fætur aftur. Ég held að bjartasta vonin hjá þeim sé Björn Ingi. Hann hefur verið að koma fram sem hörku kandidat. Nokkuð "roothless" en á samt mjög góða spretti. Hann hefur verið með hörku blogg og verið óhræddur við að gagnrýna. Margir aðrir t.d. Guðjón Ólafur koma fram sem frekar skrýtnir kvisttar.
1.3.2007 | 18:57
Nýtt kosningakerfi Framsóknar
Ég get ekki neitað því að vera spenntur að sjá nýjar hugmyndir að kosningakerfi Framsóknar. Ætli menn séu að velta fyrir sér aðlögun, til að lenga lífdagana?
1.3.2007 | 18:56
Ódýrara í strætó
Nú koma bjargvættirnir og leggja fram þessar tillögur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 16:49
Skrifstofustarf en ekki ritskoðun
Það er gaman að hlusta á hvernig Steingrímur reynir að kenna þeim um þetta, að þeir séu að mistúlka orðin hans, eða þessu hálfu setningu eins og hann kallar þetta. Ég held að meiningin hafi ekki farið fram hjá neinum sem sá þetta. Núna er hins vegar búin nað setja á fullt í bakkgírinn þegar viðbrögðin koma í ljós. Hérna er því á ferðinni það sem PR-menn myndu kalla "Damage control".
Það sem Steingrímur sagði og þessi hálfa setning sem hann skrifar í dag heila grein til að verja er nokkurnvegin svona:
Egill: Myndirðu vilja ráðstafana til að takmarka klám á netinu:
Steingrímur: Já, alveg absalút, ég vil stofna netlögreglu sem meðal annars hefur það hlutverk og ekki síst að stöðva dreifingu kláms á netinu...
Hérna er augljóslega verið að ræða um ritskoðun.
28.2.2007 | 16:23
Mannanafnanefnd víða að störfum
Fyndið! Spurning hvort einhverjir húmoristar eigi ekki eftir að reyna þetta sama hérna. Góðan daginnn ég heiti Mancester United Jónsson, Vinir mínir kalla mig manna.
Þarna er fullorðinn maður á ferðinni sem veit alveg hvaða afleiðingar þetta hefur, ég get svo sem ekki séð neina ástæðu til að banna manninum þetta.
![]() |
Vildi fá að heita Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2007 | 16:17
Góð grein hjá Hannesi
Ég hef ekki alltaf verið sammála Hannesi, en greinin sem birtist í mogganum í morgun var virkilega góð.
Þar voru nokkrir mjög góðir punktar:
- Stefán Ólafsson notaði ranga aðferð til að reikna ginistuðulinn, skýrsla evrópusambandsins sýnir að tekjudreifing er ekki eins og Stefán segir.
- Aðstæður 20% fáttækasta hópsins hefur batnað meira en meðaltal OECD
- Fólk við lágtekjumörg er næst fæst á Íslandi, á eftir Svíþjóð
- Raunverulegur fjármagstekjuskattur er 26,2%, þegar búið er að greiða tekjuskatta af fyrirtækjum og fjármagnstekjuskatt.
- Fólk með lágar tekjur t.d. 100 þúsund, greiða hærra hlutfall tekna í skatt en á Íslandi.
Að lokum bendir Hannes á hvernig íslenska ríkið hefur aukið tekjur sínar af fjármagnstekjuskatti, úr 2 milljörðum í 18 milljarða. Peningar sem hafa verið notaðir til að greiða niður skuldir og læka skatt (nú seinast vsk á matvælum). Verði þessir skattar hækkaði er augljóst að fyrirtæki muni hætta að gera upp á Íslandi og færa penigna sína eitthvað annað. Nær væri að lækka skattinn enn frekar til að laða að okkur erlend fyrirtæki.
Það er ótrúlegt hvernig vinstrimenn hafa undanfarið reynt að mála skrattann á veginn þegar staðreyndin er að við höfum það bara nokkuð gott hérna heima.
17.2.2007 | 14:08
Klámborgin Reykjavík
Ég er ekki sammála borgarstjóranum í þessum efnum.
Vísir, 17. feb. 2007 11:54Klámstarfsfólk á Gullfoss og Geysi
Borgarstjórinn í Reykjavík telur að fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda til borgarinnar, geti grafið undan öflugu markaðsstarfi undanfarinna ára, og ímynd landsins sem miðstöðvar heilbrigðs lífernis, lýðræðis og jafnréttis. Meðal þess sem hópur hyggst gera hér á landi er að fara á skíði og skoða Gullfoss og Geysi.
Óhætt er að segja að boðuð koma um 150 manns sem tengjast sölu og dreifingu á klámi á veraldarvefnum hingað til lands í byrjun næsta mánaðar hafi valdið titringi. Þannig er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka hópinn eftir hvatningu frá borgarstjóranum í Reykjavík og áskorun frá Stígamótum. Ríkisstjórnin fjallaði um málið á fundi sínum í gær og ungliðahreyfing Vinstri grænna hefur mótmælt komu þessa fólks til landsins.
Í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni borgarstjóra segir að honum þyki afar miður ef Reykjavíkurborg verði vettvangur slíkrar ráðstefnu og hugsanlega jafnframt vettvangur athæfis sem bannað sé með íslenskum lögum. Það sé yfirlýst stefna borgarinnar að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Ráðstefna sem þessi sé því í óþökk borgaryfirvalda.
En ef heimasíða þessa uppátækis er skoðuð, kemur ekkert fram um að til standi að framleiða hér klámefni eða dreifa því. Samkvæmt dagskrá hefur þessi heimsókn yfir sér meira yfirbragð hvataferða, sem mjög mikil áhersla er lögð á í ferðamannaiðnaðinum að fá hingað til lands.
Á þeim fimm dögum sem hópurinn ætlar að dvelja hér, fer hann á skíði og snjóbretti og borðar á veitingastaðnum Broadway. Þá verður farið á Gullfoss, Geysi og Þingvöll og snætt á Geysi. Um kvöldið þann dag ætlar hópurinn svo að heimsækja nektardansstað á höfuðborgarsvæðinu. Daginn eftir ætlar hópurinn í Blá lónið og snæða þar kvöldverð áður en farið verður á næturlífið í Reykjavík. Um hádegi á síðasta degi flýgur hópurinn svo heim á leið.
Á heimasíðu heimsóknarinnar er að finna myndir sem teknar voru í sams konar ferð á síðasta ári. Flestar myndirnar eru dæmigerðar ferðamannamyndir, en nokkrar þeirra verða þó að teljast all djarfar, þar sem konur sjást naktar gæla við hvor aðra, með svipuðum hætti og sjá má í tímaritum sem seld eru á blaðsölustöðum á Íslandi. Gestirnir koma hins vegar allir nálægt framleiðslu og dreifingu á klámi á netinu.
6.2.2007 | 15:43
Nammi gefið í kassavís
Ef að er ekki gott að vera háskólanemi í dag, amk. í VRII. Ég veit ekki hvort þetta hafi boðist nemendum annara bygginga.
Ef það er nokkurtíman hægt að tala að kaupa sé kaupa sér atkvæði fyrir alvöru, hlýtur það að vera þegar maður er kominn með 3 kassa að af aero bubbles.
Reyndar fylgdi það sögunni að einn af þeim sem voru komnir með 3 kassi hafi látið hafa það eftir sér að atkvæði hans fengist ekki keypt, hann hefði hvort sem er fengið leið á þessu nammi eftir 3 pokann. Hann ætti nú 2,7 kassa eftir og vissi ekkert hvað hann ætti að gera við þetta.
1.2.2007 | 18:39
Hverju laug ég?
Frændi minn hann Óli Gneisti sakar mig um lygar, þegar hann fjallar um blog sem ég skrifaði hérna fyrir nokkrum vikum, um skort á fólki á lista hjá H-listanum.
Óli hittir naglann á höfuðið þegar hann kallar mig "gömlu Vöku", ég veit reyndar ekki afhverju ég nýt þess heiðurs. Ég var aldrei á lista eða í nefnd á vegum Vöku, ég var hins vegar eitt ár í stjórn og studdi þau alltaf. Ég þekki nánast enga þar núna og fylgist ekki ýkja mikið með stúdentapólitíkinni enda í öðru.
Eins og Óli bendir á eru menn orðnir gamlir í þessari pólitík mjög fljótt og það hefur einmitt gerst í mínu tilviki. Ég hef aðeins fylgst með þessu og tók eftir því að þegar ég sá fréttatilkynningu frá þeim að það var ekki framboðslisti til Háskólafundar. Mér fannst augljóst að það væri metnaður framboða að bjóða fram í þessi sæti sem væru í boði og sagði þá skoðun mína að ég teldi að þau hefðu ekki getað mannað þetta.
Ég var krafin svara, þetta var gert bæði með því að skrifa pistil á bloggið þeirra og skrifa hálf nafnalaust komment í kommentakerfið mitt (í nafni H-listans). Ég hef svo sem ekki verið að standa í deilum við heilt framboð.
Í kjölfarið svaraði ég þessu og lýsti þeirri skoðun minni (aftur bara minni skoðun), að framboðið færi varla að lýsa yfir að opinberlega að þau væru svo mannfá að hafa ekki getað mannað framboðslista. Þetta hafi því verið afsökun. Sú afsökun sem kom fram stingur, en ef H-listinn væri samkvæmur sjálfum sér myndi hann ekki bjóða heldur til stúdentaráðs. Þau eru jú líka á móti því kerfi.
Þórir Hrafn var með önnur rök í kommentakerfinu mínu líka.
Þessu var svo aldrei svarað. Nú er ég enn krafinn svara og auk þess kallaður lygari. Ég veit ekki hvernig ég á að geta logið, þegar ég var bara að segja skoðun mína. Ég fullyrti aldrei að ég vissi þessa hluti, eða að ég hefði einhverjar sannanir fyrir þessu.