Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Róttækir UVG

Árni Helga benti á þessa mynd af grísnum í gær, nú hefur Egill Helgason tekið eftir þessu einnig og segir:

Birti að gamni myndina hér að ofan sem er komin af vef Ungra vinstri grænna. Það er gott að þeir eru ekki alveg búnir að gleyma róttækninni, þótt ýmislegt bendi til að flokksforystan ætli að að vera nógu skikkanleg til að hægt sé að bjóða henni inn á skrifstofur bankastjóra.


Íslandsflokkurinn

Hinn óstofnaði Íslandsflokkur virðist strax kominn í vandræði með nafnið sitt þótt flokkurinn hafi ekki einu sinni tilkynnt um nafnið formlega. Nú velta menn fyrir sér í ljósi þessa nafns hvort þau verði með rasisma á stefnu skrá sinni. En nafnið er mjög þjóðernislegt. Andrés Magnússon bendir á að hún hafi tekið nokkuð harða afstöðu í þessum málum á flokksþingi Frjálslyndra, hins vegar er Ómar umburðalyndur.

Nú er að sjá hvaða mál verða á stefnuskrá flokksins.

Reikningshaldsfemínistar

Hef séð það hjá nokkrum reikningshaldsfemínistum að Egill hafi ekki boðið nógu mörgum konum í þáttinn sinn.

Ég held að Egill megi nú bara bjóða hverjum þeim sem honum langar í þáttinn. Þetta er jú hans þáttur.

Kynjakvótar í Gettu betur

Margrét Sverrisdóttir sem er nú komin í atkvæðaleit.

Þar gælir hún við að setja kynjakvóta á Gettu Betur. Þarna er fólk komið út á mjög hálan ís. Yfirleitt eru undankeppnir, var amk. allan tíman meðan ég var í MR. Einföld keppni, auglýst um allan skólann og hver sem er gat spreytt sig



Svo var Margrét með einhverja vitleysu um sérþjálfun stráka í grunnskólum. Hvar fer þessi þjálfun fram? Er þetta nokkuð spurningakeppni grunnskóla, þar sem gilda oftast svipaðir hlutir, það er keppendur eru valdir á grundvelli undankeppni.

Hitt var svo annað mál, að þrátt fyrir töluverða þáttöku voru stelpur frekar fáar. Áhuginn virðist einfaldlega minni. Og hvað með það?

Hvað á þá að gera? Taka upp kynjakvóta? Þvinga fleiri stelpur til að taka þátt eða neyða liðin til að vera með verri lið, vegna þess að stúlkur hafa minni áhuga á þessu?

Tækifærin geta ekki verið jafnari, en einmitt með þessu fyrirkomulagi.

Islandsflokkurinn.is

Steingrímur Sævarr benti á það áðan að flokkur Margrétar og Ómars muni heita Íslandsflokkurinn. Ég myndi ekki veðja á móti Steingrími um þetta, en Sigurlín Margrét skráði lénið Íslandsflokkurinn.is í dag.

Miðað við þá staðreynd að Sigurlín hefur verið dyggur stuðningsmaður Margrétar og sagði sig úr flokknum um leið og Margrét má telja mjög líklegt að þetta verði það nafn sem þau hafa ákveðið.

Nafnið er amk. í þeim anda þeirar áherslu sem þau hafa kynnt.

Má Helga ekki vera í Vöku?

Denni birtir færslu með aðsendu bréfi. Þar er verið að fussast fyrir því hvað bróðir, pabbi, og frænka gera. Meira að segja er gengið svo langt að velta því upp hvað móðir hennar gerði hér áður fyrr.

Maður veltir því fyrir sér hvort Helga hafi bara mátt taka upp prjónamennsku af því það séu aðrir í fjölskyldunni hennar sem hafa áhgua á pólitík?

Kosið í Hollandi

Fékk að njóta þess að verða vitni af kosningum í Hollandi í gær. Það var verið að kjósa í svæðiskosningum. Ég hafði mjög gaman af því að fylgjast með þessu. Alltaf gaman af fylgjast með kosningunum.

Áhugaverðir staksteinar

Staksteinar skrifuðu áhugaverða færslu um blogg og stjórnmál:

En nú eru nýir tímar og ný löggjöf sníður flokkunum þrengri stakk. Sumir hafa spáð því að í komandi kosningabaráttu muni það þýða að minna verði eytt í auglýsingar, en baráttan færist út á bloggið. Það væri ágæt þróun. Bloggið er málefnavettvangur, þar sem fólk kemur yfirleitt til dyra eins og það er klætt.

Ég held að þetta sé fullmikið vægi varðandi bloggið. Sumir flokkar eru reyndar farnir að nýta sér bloggið mjög mikið, dæmi er um að starfsmenn og frambjóðendur eru mikið að skrifa. Oft virðist þetta vera skipulagt.

Hins vegar eru lesendur bloggsins of þröngur hópur til þess að þetta hafi raunveruleg áhrif. Blogg með 5-800 lesenendum á dag (oftast sömu dag eftir dag).

Enn þá er það svo að það eru fyrst og fremst yngra fólk sem les blogg, hlutfallslega eru mjög fáir eldri kjósendur að lesa blogg. Jafnvel þótt viðkomandi séu að lesa síður eins og mbl.is.

Það er því spurning hvort það sé réttlætanlegt fyrir flokkana að ráða sér verkefnisstjóra, sem virðast hafa það hlutverk eitt að blogga.

Skaðar VG mest

Ég held að þetta framboð komi of seint fram, meðbyrin hefur lægt. Ég held að þetta mun skaða VG meira en Sjálfstæðisflokkinn, þótt þetta eigi að heita Hægri-Grænt.

Ég er ekki viss um að þetta framboð verði mjög hægrisinnað, þetta er einfaldlega spurning um að finna syllu sem þau telja að ekki sé nægjanlega vel uppfyllt, svona svipað og vinstri grænir gerðu þegar þau fóru upphaflega af stað með sýn áherslumál.

Nú eiga þau eftir að koma fram með önnur málefni sem framboðið mun hafa á stefnuskránni, eigum við t.d. von á því að gamla mál Margrétar um kvótan verði á dagskrá? Hvað með önnur mál? Verða mörg hefðbundu hægri mál á dagskrá?

Það veðrur mjög fróðlegt að sjá

Ég held að það sé enginn sérstakur kostur fyrir þetta framboð að hafa Jakob Frímann, hann hefur ítrekað reynt að ná framgangi í prófkjörum Samfylkingarinnar en án árángurs.


mbl.is Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýnsinsverðlaunin

Mér finnst nokkuð fyndið að Framsókn hafi gefið sjálfum sér bjartsýnisverðlaun.

Þetta er auðvitað ekki fráleit verðlaun, en það er að sjálfsögðu rétt að verðlauna þá fyrir bjartsýni, þeir búast nefnilega við góðri kosningu í vor.

Þeir fá því líka Bjartsýnisverðlaun Heita pottsins II.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband