Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.6.2007 | 09:19
Nasaháraeyðingar
Heyrði á RÚV áðan þegar ég var á leiðinni í vinnunna nokkuð effectíva leið til að eyða nasahárum. Mér skilst að Íslendngar sem hafa varið í klippingu í Tyrklandi hafi lent í þessu, það er að eyrnapinni er settur í spritt og svo kveikt upp og stungið upp í nefið.
Það er nú eitthvað við það að horfa á logandi eyrnapinna, svona rétt áður en honum er stungið inn í mann.
Ætli þeir hreynsi á sér eyrun á sama hátt?
15.6.2007 | 00:45
Dáið harkalegast
RÚV hefur verið mjög duglegir að þýða titla á myndum, seinastí kvöld heyrði ég auglýs "Fast and the Furious", sem var þýtt sem ofsaakstur. Ég mynnist þess að hafa heryt talað um hana á sínum tíma annað hvort í umfjöllun eða auglýsingum undir öðru heiti. Menn virðast vera nokkuð sér á báti í þessu og að þýða titlana á eigin vegum.
Hitt sem ég rifjaði líka upp, er að flestir titlar eru þýddir á sænsku (var þegar ég bjó þar), það gett allt saman nokkuð vel.
Ég skal alveg viðurkenna að þetta gæti verið eitthvað sem maður yrði vanur, hins vegar finnst mér þetta í raun ekki skipta stóru. Pirra mig helst yfir þessu þegar ég veit ekkert hvaða mynd menn eru að tala um, þrátt fyrir að hafa jafnvel séða hana. Svo ef menn ætla að halda áfram að þýða myndir með einföldum titilum eins og ofsaharði er hætt við að það komi fram slatti af myndum með sama heiti (Speed, Termincal velocity, Velicity. Allar þýða augljóslega aðra hluti, en hætta við að ef menn ætli einhverjar flýtileiðir verði þetta frekar mikill grautur.
15.6.2007 | 00:17
Dáið hart II
Í tilefni af umræðu um kvikmyndina dáið hart hér fyrr í kvöld var Dáið harðara sett í tækið í kvöld. Þar var meðal annars Friður Daltóni Thompson, merkilegur leikari sem hafði náð langt sem lögfræðingur þegar hann gerðist leikari. Hann er núna í framboði, mæli með heimasíðunni, við tækifæri ætla ég að skoða þetta betur:
8.6.2007 | 00:42
Næsta netbóla?
Endurvinnanleg orkar virðist vera lykilorðið í dag. Allir ætla að græða á endurvinnalegri orku. Nú upplýsir Orðið að Eyþór Arnalds hefur stofna fyrirtæki um endurvinnanlega orku. Hann er nú vanur að taka þátt í svona ævintýrum og reynslunni ríkari.
Spurning er auðvitað hvernig þessum fyrirtækjum mun ganga, Enex hefur rutt brautina og nú virðast ansi margir vilja hoppa á vagninn.
Hitt er svo spurning hvaða verkefni hafa þessi fyrirtæki unnið að? Það má vel vera að þessi fyrirtæki hafi fullt af plönum en maður hefur samt frekar lítið heyrt af árangri.
Þetta getur auðvitað orðið næsta útrás Íslendinga, þekkingin er amk. fyrir hendi hér á landi.
18.5.2007 | 14:04
Steingrímur J og framsókn
Hitt sem kom mér ekki síður á óvart var hversu fljótur hann var að gefa eftir í sínum helstu stefnumálum og það í fjölmiðlum. Stóriðjustefnan mátti svo gott sem halda áfram amk. þau verkefni sem núna eru í gangi. Það er nú ekki lítil stóriðja sem er í kortunum ef það allt nær fram að ganga.
Það er nokkuð hætt við að vinsældir Steingríms muni dala í kjölfarið.
Framsóknarmenn einnig hafa komið mér nokkuð á óvart, það var aldrei neitt leyndarmál frá degi eitt að Sjálfstæðisflokkurinn væri að ræða við aðra flokka. Þetta kom meðal annars fram í fjölmiðlum. Formaðurinn var hins vegar ekki að ræða við aðra. Svo hvernig á að kenna Baugi um hvernig er fyrir þeim komið. Var meira mark takandi á DV á þessum degi en öðrum dögum? Var meira mark tekið á DV þennan dag en öðrum snepplum sem bárust inn um lúguna á þessum degi? Ég leyfi mér að efast um að þetta hafi haft mikil áhrif.
30.4.2007 | 15:55
Siðlaus kosningabarátta
18.4.2007 | 11:01
Niðurbrjótandi auglýsing framsóknar
Fyrst byrjar Jón á synda og minna mig á hversu lélegur ég er að fara í leikfimi, ég keypti kort eins og svo margir um áramótin. Síðan hef ég mætt einu sinni. Nú heldur jón áfram að minna mig á þetta á hverjum degi.
Þegar Jón hefur minnt mig á sundið, þá tekur ekki betra við. Hann byrjar að opna Sóma samlokuna sína og minnir mig þar með á það hvernig ég borða ekki nógu hollt, heldur hoppa á næsta skyndibitastað eða í sjoppuna og kaupi mér samloku.
Eftir auglýsinguna sit ég svo eftir með verulegat samviskubit og vona að N1 auglýsingin fari að birtast, þar sem ég get hresst mig við að synjga "Don't stop me now" með Queen. Kraftmikið lag en lagar samt ekki fullkomnlega niðurbrot framsóknarauglýsingarinnar.
11.4.2007 | 01:30
Góð ábending hjá Hirti
10.4.2007 | 09:49
Ekkert að frétta á Útvarpi Sögu
10.4.2007 | 08:41