Þökkum guði fyrir að vera ekki í EU

Datt inn á kristilega útvarpsrás áðan.  Ég staldraði aðeins við þar, þar sem ég heyrði um leið og ég skipti á hana: "Við þökkum guði fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu". 

Ég veit ekki hvort það standi nokkuð í ritningunni um EU eða hvort sú starfsemi sem fer þar fram sé eitthvað andkristileg. Ég ákvað að bíða ekki eftir að heyra röksemdirnar fyrir þessu.  Það er samt greinilegt að andstæðingar EU fá þarna stuðning úr óvæntri átt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Sæll Tommi,

Það er góð skýring á þessu. ESA sem ríki í EU standa að ætla að loka fólk inni í 17 mánuði. Vegna þess að Ísland er hvorki í EU né ESA þá mega þeir ekki loka Íslendinga inni.

Þökkum guði og góðum seðlabankastjóra fyrir það

Davíð, 21.6.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég hef heldur ekki fundið neitt í henni um að allir eigi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Samt sem áður mátti heyra Gunnar í krossinum nota þætti sína á Útvarpi sögu núna fyrir kosningar til að þakka Guði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar ráðlagði hann fólki hvað væri guði þókknanlegt að kjósa. Mér fannst eins og ég hefði lent í tímavél eða vaknað í hinu undarlega lýðræði í Íran. :)

Sævar Finnbogason, 21.6.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband