Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.11.2008 | 19:19
Framsóknargrín um ESB
Valgerður fer með framsóknargrín, í nýjust bloggfærslu sinni.
<a href="http://www.valgerdur.is/index.php?pid=19&cid=833>Það er einkennilegt ef þessir ágætu forystumenn í Sjálfstæðisflokknum eru loksins búnir að gera sér grein fyrir þessum staðreyndum. Þetta eru staðreyndir sem við framsóknarmenn höfum talað um í mörg ár. Við erum búin að vinna alla þessa vinnu sem nú er að hefjast hjá þeim. </a>
Þetta er spaugilegt að skrifa þetta á sama tíma og deilur innan Framsóknarflokksins um þessi mál eru svo mikil að þingmaður verður að segja af sér þegar hann reyndi að koma nafnlausu skoti á Valgerði út af Evrópumálunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 23:40
Spá
Það er vinsælt að spá þessa dagana.
Ég ætla að spá að menn séu í auknum mæli að fara yfir brunatryggingar sumarhúsa.
Ég ætla að líka að spá því að slökkviliðið á Suðurlandi þurfi að fara að fylla á tankana sína aftur fljótlega.
Eftir spánna á húsnæðisverði í morgun, má spyrja sig hvert markaðsverð sumarbústaða eigi eftir að fara. Spurningin er eiginlega bara hversu mikið mun verðið hrapa. Um leið og Seðlabankinn er að spá því að íbúðarhúsnæði eigi eftir að hrynja um 50%, á verðmæti á bústöðum eftir að hrapa enn þá meira. Hver er annars að fara að kaupa sér sumarbústað í þessu árferði?
Um leið hafa margir skuldsett sig verulega fyrir kaupum á sumarbústöðum, annað hvort í erlendri mynt eða verðtryggð lán.
Það er því alveg ljóst að ýmsir eiga eftir að velta fyrir sér hvernig er hægt að komast úr þessari klípu, miðað við spánna borgar sig alls ekki að bíða.
Það er mjög erfitt að sanna hver kveikti í húsinu enda á einangruðu svæði, íkveikjan mun ekki valda verulegum skaða líkt og það sem er mögulegt sé kveikt í íbúðarhúsnæði eða bíl sem er ekki á opnu svæði. Það er því alveg víst að margir sem skulda háar fjárhæðir munu freistast.
Ég óttast að þegar menn verða búnir að brenna bílana verði sumarhúsin næst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 12:45
Styttist í námskeiðið
Þá er farið að styttasta í að ræðunámskeiðið mitt hefjist, ég stefni á að eyða mesta af deginum mínum í að undirbúa mig fyrir námskeiðið. Þetta verður stærsti hópur sem hefur tekið þetta námskeið hjá mér hingað til. Það er alveg ljóst að eftir fyrsta kvöldið verður hópnum skipt upp í tvo hópa og raunar eru bara örfá sæti laus.
Það verður mjög spennandi að vinna með svona stórum hóp, en yfirleitt hafa hóparnir verið í kringum 8-10. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist en þá var það ekki ég sem var aðalleiðbeinandi.
12.9.2008 | 16:03
Bull frá upphafi til enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 14:47
Vantar þig klukkustundir í sólarhringinn?
8.9.2008 | 14:34
Trúverðugleiki Opruh
Þegar Oprah lýsti yfir stuðningi við einn frambjóðanda í prófkjöri Demókrata fannst ýmsum nóg komið. Sérstaklega þar sem spjallþáttastjórnandinn ákvað að taka frekar karlmann fram yfir konu.
Nú virðist annað sambærilegt mál í uppsiglingu þegar hún ætlar ekki að bjóða kvennframbjóðanda repúblikana í þáttinn sinn.
Ég hef stundum horft á þessa þætti hjá Opruh og eiginlega fundist merkilegt hversu ofboðslega vinsæl hún er. Ég hef haft þá á tilfinningunni að ég gæti allt eins horft á auglýsingar (eða hið íslenska vörutorg).
Það hlýtur líka að vera málefni Opruh hverja hún tekur í sinn eigin þátt, en það kemur svo sem ekkert á óvart að þeir sem styðji Repúblikanaflokkinn séu ekki sáttir við ákvörðum Opruh. Annars miðað við hversu mörg viðtöl Palin hefur mætt í undanfarið, þá kæmi á óvart að hún væri á leiðinni til Opruh.
Oprah vill ekki Söruh Palin í þátt sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2008 | 19:06
Munurinn á mér og Súperman!
Samkvæmt þessari brandarasíðu þá er munurinn á mér og Súperman að ég er með nærbuxurnar undir buxunum mínum en hann yfir þeim.
Gamall og góður brandari sem manni þótti fyndin þegar maður var 5 ára.
Veit ekki hvort maður eigi að verja að rifja upp svona brandara, sumt var bara fyndið í þá daga.
5.9.2008 | 19:59
Hvað með lækna?
Bent var á að engin háskólastétt uppfylli jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt eða 6 ára háskólanám nema dýralæknar.
Merkileg frétt en ég veit ekki betur en þeir sem ég þekki og voru í læknisfræði hafa einmitt verið nokkuð lengur. Sérstakt að þetta skuli standa svona á Mogganum.
Ég held reyndar að menn ættu frekar að ræða hvernig er hægt að stytta þetta nám. Einu sinni var þetta tveggja ára nám. Í dag er þetta þannig að fyrst þurfi þær að læra læra til hjúkrunafræðings og svo bæta við sig 2 árum.
Hvernig má það vera að það sé ekki hægt að hafa þetta samhliða námi í hjúkrunarfræði? Það þarf enginn að segja mér að ljósmæður þurfi að læra allt sem hjúkrunarfræðingar læra, og það sé ekki hægt að skipuleggja námið þannig að á einhverjum tíma sé því skipt upp.
Ég velti annars fyrir mér hvort ljósmæður hafi gert mistök þegar þær ákváðu að 25% væri krafan. Nú er víst búið að bjóða þeim 18,5% og en allt í lás. Hvað ætli þurfi til þess að þær séu sáttar? 18,5% hækkun er ansi góð hækkun.
Fjölmenni á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.9.2008 | 13:01
Ekki leyft í öðrum löndum?
Ég neita því ekki að það er eftirsjá eftir húsinu og þeirri starsemi. Hins vegar var greinilega ekki næg eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem þar var í boði og því fór sem fór.
Það er þá spurning hvað á að gera í þeirri stöðu. Um leið og menn stofna rekstur í húsinu þarf að breyta því þannig að það henti slíkum rekstri.
Um leið og menn eru að tala um það gamla, þá þarf ekki að fara aftur nema 10 - 20 ára og sjá hvernig gömul hús í miðbænum hafa tekið breytingum og mörg ekki síður merkileg en Naustið.
Ég bíð nú bara eftir því að menn vilji fá aftur göngin sem voru í gegnum Kaffi Reykjavík, bara til þess að ná þessu í uppruna mynd.
Kínverjarnir farnir úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2008 | 01:30
Ræðunámskeið að hefjast
Fyrir utan ræðunámskeiðin hef ég verið að kenna nokkur önnur námskeið hjá JCI.
Ég vil benda þeim sem hafa áhuga á að bæta við sig ræðunámskeiði að skoða Heimasíðu JCI Esju og svo upplýsingar um Ræðunámskeið.