Hvar er Björn Ingi?

Það er nokkuð merkilegt að Björn Ingi sagðist hafa slitið út af REI málinu. Hann hefði ekki verið sammála sölunni.

Nú hefur hann farið í hendurnar á nýjum meirihluta, sem er ekkert að tala um græða peninga, en hafa hætt við samrunan sem Björn barðist svo mikið.

Ég geri ráð fyrir að hann sitji heima og felli tár.  Hann hefur amk. látið mjög lítið fyrir sér fara í þessari umræðu eftir að nýr meirihluti tók við.


mbl.is Eigendafundur staðfestir ákvarðanir um REI og GGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Nú eiga þau eftir að ákveða næstu skref.  Þau verða vonandi að gera nýja samninga um sameiningu REI og GGE og loks nýjan þjónustusamning milli sameinaðs REI og OR.  Vonandi er Björn Ingi að vinna í þeim málum. 

Hinn möguleikinn er að hann slíti þessum meirihluta líka.  Sem væri kannski ekki vitlaust. 

Það versta sem gæti gerst væri mjólkurkúnni Orkuveitu Reykjavíkur og kálfinum hennar yrði slátrað vegna klaufaskapar hjá pólitíkusum sem á upphafið að rekja til samskiptavandamála innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 17.11.2007 kl. 00:39

2 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Hefur þú hagsmuna að gæta með þessum samruna Sigurður Viktor?

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 17.11.2007 kl. 03:08

3 identicon

Alltaf má kenna sjálfstæðidflokknum um og hans unga og góða fólki um. Bingi er alltaf að sýna sig betur og betur sem sannur framsóknarmaður sóðaskapurinn upp fyrir haus. Hvað stendur eftir í þessu Rei máli. Ekkert nema valdabrölt. Af öllum. þá er Svandís búinn að lúffa bara til að vera við völd. Sannast hið fornkveðna allt fyrir völdin skítt  með málstaðinn 

Þorsteinn Hauksson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband