Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.12.2007 | 01:57
Skaupið
Ég deili ekki áhyggjum með þeim sem halda að þjóðin muni rísa upp gegn auglýsingunni í skaupinni, eða þeim sem halda að auglýsingin hafi verið keypt of dýru verði.
Ef vel tekst til gæti þetta bara verið skemmtileg viðbót við Skaup, sem oft vilja verða frekar leiðinleg. Það er alveg ágætt mat á skaupinu hversu margir eru farnir út að skjóta. Stundum langar manni að kaupa varabirgðir svona ef þetta væri alveg óþolandi.
Ég er heldur ekki sammála þessum PR snillingum sem segja að þetta sé of dýru verði keypt. Umræðan um Remax hefur verið nokkuð. Hvort sem þetta skilar sér í betri sölu hjá þeim skal ósagt.
Skaupið í fyrra var alveg þolanlegt, og vonandi verður það líka svoleiðis í ár. Leikstjórinn lofar góðu.
18.12.2007 | 15:14
REI, REI ekki um jólin
Nú ríkur Rei Rei myndbandið upp vinsældarlistann hjá Youtube. Merkilegt nokk þá virðist eina ósk myndbandsins ekki ætla að takast, því það hefur einmitt ryfjað upp rei-málið og nú hafa blogg spekúlantar og stjórnmála kverúlantar skrifað um þetta og vita nú allt það sem gekk á bak við tjöldinn.
Áðan þegar ég kíkti var það að nálgast topp 50 vinsælasta myndbandið í dag á youtube. Það er greinilegt að landinn hefur tekið þessu skemmtilega myndbandi og spila það af gríð og erg. Enda húmor í þessu.
Potturinn segir bara: Rei, Rei, ekki um jólin
17.12.2007 | 22:20
Út og suður – aðalega út
Ég veit það ekki en þessi innslög hjá sveitamanninum Gísla í laugardagslögin er eitthvað misheppnaðasta sjónvarpsefni sem er boðið upp á um þessar mundir. Það fyndna við þetta er að hann virðist hafa slegið í gegn. Hjá hverjum veit ég ekki en sjónvarpið er alltaf að segja mér að þessi ófyndni sjónvarpsmaður sé það besta sem þeir geta boðið mér upp á.
Má ég þá frekar biðja um hinn mjúka Erp, sem hefur kokgleypt allan hroka og lofar nú öll lögin sama hversu léleg þau eru eins og honum sé borgað fyrir það (eins og hann væntanlega fær).
15.12.2007 | 10:42
Að fá greitt fyrir að kynna sig
Ég var að lesa grein á Vísi.is, þar sem sagt er frá því að smáband á Selfossi hafi sent Rás 2 350 þúsund króna reikning fyrir að RÚV sendi beint út frá tónleikunum þeirra.
Nú á að greiða mönnum fyrir vinnuna sína!
Hins vegar get ég ekki séð að RÚV eigi að greiða mönnum fyrir að fá kynningu á efninu sínu. Mörg bönd hafa fengið gríðarlega góða kynningu á efninu sínu og sér sem hljómsveit í gegnum Rás 2.
Það er fyndið að heyra að menn segja að þetta sé ólöglegt.
Hingað til hefur þetta nú ekki vafist fyrir mönnum. Þeir hafa val á því að mæta til RÚV og spila fyrir ekkert og fá í staðinn kynningu. Eða að sitja heima.
12.12.2007 | 21:40
Lausn á niðurhali
Mér sýnist að lausn sé komin í vandamálið með niðurhal. Nú eru höfundar búnir að vera í 5 vikur í verkfalli og allir þættir hættir að koma. Það er því til lítils að reyna að hala niður þáttum sem eru ekki framleiddir. Um daginn þegar ég var í Bandaríkjunum var nokkuð áhugavert að fylgjast með þeim endursýna eldgamla þætti í stað nýs efnis.
Það virðist alls ekki vera nein lausn í sjónmáli á þessari deilu, seinast þegar þeir fóru í verkfall varði það í 22 vikur. Spennandi tími framundan.
Annars segir á síðunni Viking Bay að einhverjir hafi reynt að setja síðuna niður með árásum á hana. Spurning hvort samtökin séu að reyna nýjar aðferðir til að stöðva niðurhalið.
Sá um daginn myndband um Pirate bay og stofnun þess, hvernig bandarísk stjórnvöld þrýstu á sænsk til þess að gera árásina sem var gerð í fyrra og hvernig ekkert hefur komið úr þeirri árás. Einnig stuðning almennings við síðuna.
9.12.2007 | 00:26
Og hvað?
Varð á vegi þessarar lestar, þar sem umferð var stöðvuð af lögreglu á meðan þeir keyrðu á 30. Verð bara að viðurkenna að ég sá bara ekkert merkilegt við þessa "lest". Nokkrir flutningabílar sem spiluðu jólalög. Foreldra fylgjast skella sér með börnin sín til að skoða Coke auglýsingu.
Það hlýtur að vera eitthvað uppbyggilegra í boði á laugardegi fyrir börnin en coke auglýsing?
![]() |
Jólalest fór um höfuðborgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2007 | 00:45
Vopnaleit á leið inn í landið
Getur einhver bent á skynsamleg rök fyrir því að það sé leitað að vopnum á manni eftir að hafa setið 8 tíma í flugvél.
Ég efast um að það séu búnar til tímasprengjur með svona löngum þræði.
Ég skil svo sem að Schengen skuli vilja kanna menn sem eru á leiðinni í flug áfram. Ég skil líka að Schengen skuli vilja vita hver ég er.
En að reyna að útskýra fyrir gömlu fólki að það þurfi að taka af þeim brennivínsflöskuna en þau fái hana afhenta síðar af því Schengen segi það, skil ég ekki.
En kannski eru alveg fullkomlega eðlileg rök fyrir þessu, sem mér hefur aldrei grunað og pirringurinn að þurfa að hanga í röð og taka draslið mitt enn eina ferðina upp úr poka hafi orðið til þess að ég hafi blindast.
Þetta er þó ekki meira pirrandi en þegar tollararnir, standa fyrir manni og krefjast þess að maður beri nótur með sér um einhverja eldgamla hluti sem maður er að bera inn í landið. Ég virðist alltaf lenda í þeirri umræðu, vegna þess að ég voga mér að fara með myndavélina mína, Ipoddinn minn, fartölvuna mína og einstaka sinnum GPSinn hans pabba. Allt í sömu ferðinni.
Ég skil stórfellt smygl, ferðatöskur í tugatali og jafnvel eitt og eitt svínslæri. En að þurfa að ferðast með skjalsafnið til að sanna að allir skattar og skyldur hafi verið greiddir mörgum árum eftir að hluturinn var keyptur er út í hött.
Mér líður að labba í gegnum þetta hlið eins og að vera í tíma hjá Halldóri Þýskukennara. Eitt upplit og þú tekur út þína lexíu. Bara að blandast inn í hópinn.
Ég held að ég hafi sloppið að þessu sinni vegna þess að úlpan mín var samlit ferðtöskunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2007 | 14:05
Kemur lítið á óvart
Það kemur lítið á óvart hversu miklu dýrara þetta er á Íslandi en annarsstaðar. Manni finnst ótrúlegt hvað það er hægt að rukka Íslendinga um, og hvernig það stendur á því að það sé margfalt dýrara að hringja í síma en að hringja úr honum. Hvaða ástæða ætli sé fyrir þessu?
Án þess að hafa kynnt mér það ítarllega þá sé ég að hér í Bandaríkjunum er verið að auglýsa ótakmarkaða notkun erlendis fyrir mest um 3000 kall per mánuði!
Ég myndi fagna því, jafnvel þótt sú tala væri töluvert hærri.
![]() |
Reikisímtöl mun dýrari á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2007 | 14:44
En hér heima?
Það kæmi ekkert á óvart að svipað væri uppi á teningunum hérna heima. Ég hef sem betur fer að mestu verið laus við að eiga við þá en í það skipti sem ég lenti í því var nokkuð gróft innheimt. Ég hafði svo sem engar forsendur til þess að efast um það.
Samt þegar þessir seðlar berast til manns, hvað getur maður gert? Ef ég versla við fyrirtæki, er því heimilt að framselja greiðsluseðlinum til fyrirtækis eins og Intrum, sem rukkar auk eðlilegra dráttavaxta, háar innheimtuþókknanir (fastar upphæðir)?
![]() |
Svipt innheimtuleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2007 | 20:44
Umræða um jafnréttismál
Las áhugaverða grein í Lesbók Moggans í gær. Snilldar útúrsnúningur. Höfundur féll í umþb. allar gildrur sem hann var að gagnrýna í grein Bjarna Más. Höfundur greinarinnar sagði Bjarni rökþrota en hann var ekki síður rökþröta þrátt fyrir fínar umbúðir. Það sem hann aðallega upp á þennan hóp að klaga var að þar væru menn sem uppnefndi þær stöllur öfgafemínista. Þetta var endurspeglað í allri greininni. Síðan var sama úlfúð, útúrsnúningi, háði, svívirðingum og einelti notað þegar kafla úr grein Bjarna var klipptur út og notaður gegn honum, líkt og það sem hann gerði í sinni grein.
Ég hef skrifað aðeins um þetta og veit ekki hvort það sé í hópi eineltis eða svívirðingar, eins og höfundur kallar það. Hér er athugasemdakerfið opið og ég hef ekki enn útlokað neinn, ólíkt sumum bloggurum, sem vilja bara að réttar skoðanir birtast á blogginu sínu.
Ég veit hins vegar að Deiglan.com, hefur birt fjölmargar mjög góðar greinar í umræðunni um jafnrétti frá upphafi vefritsins. Á vefritinu eru um 100 pennar og greinar þessu tengdar tugir eða hundruð.
Ólíkt sumum hefur ekki bara verið barist fyrir jafnrétti kvenna.
Hins vegar er alveg ljóst að ákveðinn hópur er ekki sammála þeim leiðum sem Deiglan hefur haldið á lofti.
Það þýðir ekki að þeirra leiðir séu réttar, eða að sú barátta sem sá hópur hafi lagt í séu líklegri til að skila árangri.
Þvert á móti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)