Vopnaleit á leið inn í landið

Getur einhver bent á skynsamleg rök fyrir því að það sé leitað að vopnum á manni eftir að hafa setið 8 tíma í flugvél. 

Ég efast um að það séu búnar til tímasprengjur með svona löngum þræði. 

Ég skil svo sem að Schengen skuli vilja kanna menn sem eru á leiðinni í flug áfram.  Ég skil líka að Schengen skuli vilja vita hver ég er.

En að reyna að útskýra fyrir gömlu fólki að það þurfi að taka af þeim brennivínsflöskuna en þau fái hana afhenta síðar af því Schengen segi það, skil ég ekki. 

En kannski eru alveg fullkomlega eðlileg rök fyrir þessu, sem mér hefur aldrei grunað og pirringurinn að þurfa að hanga í röð og taka draslið mitt enn eina ferðina upp úr poka hafi orðið til þess að ég hafi blindast.

Þetta er þó ekki meira pirrandi en þegar tollararnir, standa fyrir manni og krefjast þess að maður beri nótur með sér um einhverja eldgamla hluti sem maður er að bera inn í landið.  Ég virðist alltaf lenda í þeirri umræðu, vegna þess að ég voga mér að fara með myndavélina mína, Ipoddinn minn, fartölvuna mína og einstaka sinnum GPSinn hans pabba.  Allt í sömu ferðinni.

Ég skil stórfellt smygl, ferðatöskur í tugatali og jafnvel eitt og eitt svínslæri. En að þurfa að ferðast með skjalsafnið til að sanna að allir skattar og skyldur hafi verið greiddir mörgum árum eftir að hluturinn var keyptur er út í hött. 

Mér líður að labba í gegnum þetta hlið eins og að vera í tíma hjá Halldóri Þýskukennara.  Eitt upplit og þú tekur út þína lexíu. Bara að blandast inn í hópinn. 

Ég held að ég hafi sloppið að þessu sinni vegna þess að úlpan mín var samlit ferðtöskunum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sammála þessu.

Annars tek ég alltaf með mér sprengju í handfarangrinum þegar ég ferðast. Ég meina.. hverjar eru líkurnar á að tveir óskyldir farþegar séu með sprengju á sér í sömu ferðinni..?  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.12.2007 kl. 02:08

2 identicon

Var að kvarta undan því sama á mínu bloggi. Veit ekki hvar við eigum að fá efni í sprengjugerðina, hvort það er á flugvellinum sem við förum frá, eða í flugvélinni.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:25

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Coca Cola er tifandi tímasprengja.

Björn Heiðdal, 9.12.2007 kl. 12:24

4 identicon

Vandamálið er það að Kaninn samþykkir ekki vinnubrögð í Evrópu og öfugt.

Hvar ætti t.d. aðili sem kemur inn í transit að nálgast vopn í Leifsstöð? Hittir hann einhvern sem hefur ekki farið í gegnum vopnaleit, nema þá vopnaða lögregluþjóna ;)

karl (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband