Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bandarískt heilbrigðiskerfi

Bendi á fína grein á Deiglunni í dag um bandaríska heilbrigðiskerfið. Þar segir meðal annars:

og að lokum:


Ræðunámskeið JCI

Ég ætla enn að misnota bloggið mitt og auglýsa ræðunámskeið sem við erum að fara af stað með.

Námskeiðið er sex kvölda grunn námskeið í ræðumennsku.  Þar verður farið í alla helstu þætti hvernig á að smíða og flytja góðar ræður.

Endilega kíkið á heimasíðuna og kynnið ykkur þetta: Ræðunámskeið

 


Símaat

Það rifjaðist upp fyrir mér áðan að það var alltaf sími frammi í Landsbankanum í gamla daga. Það var svo sem ekki af góðu, en ég gleymdi heima mesta nauðsynjatæki nútímans, eða gsm símanum mínum.

Þetta kom upp í hugan um leið, að þarna væri síma að finn

Ég átti svo sem ekki von á öðru en að það væri búið að loka fyrir þetta fyrir lifandi löngu enda allir komnir með gsm og vandséð að Landsbankinn sé að skaffa þessa þjónustu.

Það fyndna var að þarna ryfjuðust upp þau fáu símaöt sem ég hef átt um ævina og fóru væntanlea öll fram í þessum síma.

Bölvaðir símanúmerabirtarnir búnir að eyðileggja þessu iðju fyrir æsku landins. Enda er langt síðan að maður fékk almennilegt símaat.


Fyrirtækjum bannað að rukka

Megin niðurstaða starfshóps sem viðskiptaráðherra skipaði um heimildir fjármálafyrirtækja er sú að bankar og sparisjóðir heimili ekki fyrirtækjum eða öðrum kröfuhöfum að bæta fylgikröfum, svo sem seðilgjöldum, við aðalkröfu gagnvart neytendum.

Þetta er nokkuð merkilegt, hérna er fyrirtækjum bannað að rukka en bankar mega áfram rukka fyrirtæki.  Það er því ekki verið að taka spón úr aski bankana heldur eingöngu fyrirtækja sem nota greiðsluseðla til innheimtu.

Auðvitað mun þetta ekki skipta neytendur neinu máli!  Þetta þýðir bara að fyrirtæki munu setja þetta á reikninga í staðin fyrir að innheimta þetta í gegnum greiðsluseðlana.  Fyrirtæki ætla sér augljóslega ekki að sitja uppi með þann kostnað sem bankarnir innheimta þá.

Fyrir fyrirtæki sem verða fyrir þessum kostnaði mun þetta bara vera 1 auka lína á reikninginni í staðin fyrir að hægt var að setja þetta með greiðsluseðlinum og þetta birtist þar.


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að stela kaffihúsi

Jón Garðar, framkvæmdarstjóri Eyjunnar er með nokkuð áhugaverðar pælingar. Þar bendir hann á að penninn hafi sagt upp samningi við Súfistann sem gilti til 2013, sem hafi valdið því að staðurinn varð að pakka saman og fara.

Álíka dæmi kom upp fyrir nokkrum árum þegar Sólon varð að gera slíkt hið sama. Gott ef sambærilegur staður var ekki opnaður í Hafnarfirði, með litlum árangri.

Eins og Jón Garðar bendir á þá er það staðsetningin sem skiptir öllu máli í þessum kaffihúsabransa.

Ég mæli með bókinn The Undercover Economist . Bókin byrjar á umfjöllun, afhverju við erum tilbúin að kaupa kaffibolla á lestarstöð fyrir 200 kall, þegar við getum fengið hann annarsstaðar fyrir 100 kall. Sú umfjöllun fittar mjög vel við það sem Jón Garðar er að segja um Súfistann.

Menn hljóta annars að gera leigusamninga þannig úr garði að það sé eitthvað penalty ef honum er sagt upp. Það eru fjölmörg dæmi um að menn hafi orðið að kaupa leigutaka út fyrir stórar fjárhæðir. Erlendis ganga leigusamningar á góðum stöðum kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir. En þá er líka gríðarlega hátt penalty fyrir leigusalan að segja upp slíkum samningi.

Ameríkuvika Deiglunnar

Mæli með Ameríku viku Deiglunnar.

 

Spennan magnast nú, maður hefur varla undan að fylgjast með þessu. Ég án efa etir að benda á áhugaverðar greinar um leið og þær birtast.


Kosniningasmölun í mann ársins

Maður ársins á Rás 2, eru jafnan hetjur fólksins.  Fjöldinn allur af einstaklingum sem hefur gert hinum vinnandi stéttut gott hafa notið orðið þessa heiðurs.

Nú bendir orðið á að Svandís Svavarsdóttir, hafi náð að vinna inn þennan titil með hjálp góðra stuðningsmanna VG.  Auðvitað er gott fyrir stjórnmálamann af hafa slíkt í vasanum.


Félagi Össur og ráðningarnar

Mæli með góðri grein Andrésar Magnússonar um seinustu ráðningar Össurar.

Össur ræður félaga sinn

Orðið á götunni bendir á að nýráðinn Orkumálastjóri sé gamall félagi Össurar eða gamlir vopnabræður eins og orðið kallar það. 

Það var gaman að heyra Össur fullyrða það í dag að hann væri bara að brjóta lög ef hann hefði ekki ráðið gamla félaga sinn.


Má Margrét bjóða sig fram aftur?

Margrét Sverrisdóttir skrifar færslu á blogginu sínu og segir:

Ástþór Magnússon ætlar víst að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn, þrátt fyrir hraksmánarlega útkomu í fyrri skiptin.  Er ekki hægt að stöðva þessa vitleysu?  Ég hef talið mig lýðræðissinna, en þetta er ekkert grín.  Kosningar eru fokdýrar og skattborgararnir borga brúsann, þeir sömu og hafa þegar hafnað Ástþóri tvisvar!

Þetta eru nokkuð merkileg skrif frá konu sem býður sig fram fyrir lítið jaðarframboð, nægjanlega lítið til þess að ná ekki að manni í seinustu þingkosningum. Margir myndu telja að ýmsir sem voru á þeirra listum hafi ekki verið minna "spes" en Ástþór Magnússon.

Það sem hefur átt að koma í veg fyrir jók framboð hefur verið stuðningsmannasöfnun, en í stjórnarskránni segir:

Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.

Þetta ákvæði hefur töluvert verið gagnrýnt undanfarin ár, þar sem Íslendingum hefur fjölgað verulega undanfarin ár. Nú veit ég ekki hvenær þessi tala var seinast uppfærð en hafi það veirð árið 1944, þurfti 1,2% þjóðarinnar að skrifa undir, árið 1960 þá 0,8%, 1980 0,65% og 0,53 árið 2000. Árið 2oo7 er þetta hlutfall svo komið í 0,48% þjóðarinnar.

Þetta sýnir hvað þetta er meingallað ákvæði, mun eðlilegra væri að hengja þetta við fjölda kosningabærramanna. Það segir sig sjálft um leið og fólki fjölgar verður þetta auðveldara. Ástþór hefur lengi verið grunaður um að misnota þetta með því að skella sér í verslunarkringlur og með því að gera út verktaka í að safna þessu.

Það er hins vegar ekkert gefið í þessum efnum og óvíst að þótt Ástþór vilji bjóða sig fram að hann fái þær undirskriftir sem þarf. Fjölmörg framboð hafa ekki náð að safna þessum undirskriftum.

Ég vona hins vegar að Margrét eða aðrir fái ekki að ákveða fyrir okkur hver fái að bjóða sig fram. Við getum ekki verið að horfa í kostnað bara af því Margrét telur Ástþór rugludall. Mun eðlilegra væri að lagfæra reglurnar og láta minnst 3000 manns ákveða það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband