Færsluflokkur: Bloggar

Cantat enn einu sinn bilaður

Þá hafa rotturnar náð að naga strengin í sundur enn einu sinni.   Það hlýtur að koma að því að menn fari að finna varanlegri lausnir á þessu.  
mbl.is Bilun í Cantat sæstrengnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúbbað á Fréttablaðinu

Björgvin Guðmundsson notaði tækifærið í dag um leið og hann skúbbar því að Erla Ósk formaður heimdallar sé í framboði hjá XD að skennsa gamla formaninn og saka um að hafa ekki verið baráttumaður fyrir hugsjónum.

Það kemur lítið á óvart að Björgvin geri þetta,  enda var Björgvin verðandi formaður þegar fyrstu deilurnar í þeirri rimmu sem enduðu með því að Bolli var formaður byrjuðu.  Á þessum tíma starfaði ég með Heimdalli og Björgvin, en starfið var vindlaust og eina sem eftir stóð voru aðalfundirnir.

Ég bauðst til að vera með þeim og taka þátt í þeim verkefnum sem voru í boði, enda vissi ég svo sem ekkert um deilur. Eina verkefnið sem ég var boðaður til að taka þátt í var að líma límmiða á blöð þegar þau voru send til allra félagsmanna Heimdallar.


Gamalt vín á nýjum belgjum

Ég held að þessi orð lýsi ágætlega þessa nýja merki.   Þetta er enn einn kattarþvotturinn á andliti flokksins, væntanlega ætlar flokkurinn ekki að koma fram með EXBÉ hugmyndina frá því í vor.

Þar með eru seinustu teningar við bændurnar horfnar, flokkurinn ekki lengur gamaldags bændaflokkurinn heldur nútíma flokkur, ekki lengur traktor heldur Hummer. 

Reyndar kæmi ekki á óvart að kosningabílinn hjá þeim í næstu kosningum yrði Hybrid bíll.  Í anda nýs tíma. Nútímalegur umhverfisflokkur.

Það verður fróðlegt hvaða útspil þeir koma með næst, seinast byrjuðu þeir að auglýsa mjög snemma í sjónvarpi 90% lánin.   Eitthvað eru kosningasmalar flokksins að velta fyrir sér. 

Í seinustu borgarstjórnarkosningum kom samt fram ný hlið sem ég held að framármenn í flokknum hafi nokkar áhyggjur af.  Þrátt fyrir að hafa eytt meira en nokkru sinni var fylgisaukningin með auglýsingunum mjög lítil. Rétt nóg til að koma að einum manni, en ekkert í samanburði við t.d. fylgisaukninguna fyrir seinustu alþingiskosningarnar.  

Hluti skýringinarinnar liggur i því að "framsóknaróþolið" hefur vaxið mjög.  Framsókn hefur sýnt sig að vera frekar atvinnumiðlun frekar en stjórnmálaflokkur og þeir atburðir sem voru í gangi nýverið í Reykjavík sýna þetta.  Meira að segja Kaffiuppáhellurunum er launað með bitlungm, eitthvað sem hinir flokkarnir leyfa sér ekki í sama mæli.  Fólk veit þetta.

Stóra spurningin fyrir vorið er því hvort Framsókn nær að vinna á óþolinu.  Ólíklegt en ekki ómögulegt verkefni.


Baráttan gegn lögbanni

Það verður skemmtilegt að fylgjast með lögbannsmálinu, það virðist vera á hvers mannsvörum hvar Sigurjón sé komin með skrifstofu.  Það þýðir því varla að neita því fyrir hann. 

Ég renndi í gegnum þetta bréf en það sem stóð eftir var tvímælalaust skaðabótakrafan og krafan um að greiða henni ekki laun.

Einhver penni benti á hversu lélegur hann er að skrifa íslensku, svona óyfirlesið.  Ég hafði einmitt tekið eftir þessu og þetta hafði komið upp.  Hvernig maður sem hefði atvinnu sína af því að skrifa, gæti skrifað svona lélega texta.  Nú er það svo að hann hefur gert ótrúlega hluti fyrir blaðið og breytt því, hins vegar hefði maður haldið að hann væri svona gaur sem væri "do-it-right-the-first-time".  Annað en amatörarnir sem skrifa í mestalagi nokkur orð á bloggið og svo einhverjar setningar á msn. 

Ætli sambúðin við næstu stjórnendur verði ekki lituð af þessum flóttum frá SME?  Þetta er svona svipað að vera í sambúð með konu sem hefur haldið tvisvar framhjá (og skipt um maka) og var enn í sambúð með seinasta eiginmanni þegar þú byrjaðir með henni.  Erlendur í bókum Arnaldar myndi amk. ekki treysta honum.


mbl.is Mun berjast gegn lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítþvottur og orðheningilsháttur

Það var gaman að sjá hvernig Pétur er að reyna að forðast teningar við kosningabaráttu Framsóknarflokksins í Reykjavík.  

Tengingin er of augljóst til þess að nokkur taki mark á því, enda Pétur í innsta kjarna i flokknum og einn af "drengjunum" sem voru í kringum Halldór.


Guðni vs. Hjálmar

Það er væntanlega meira sem menn velta fyrir sér í dag heldur en lélegt fylgi flokksins, væntanlega eru menn að velta fyrir sér baráttunni sem er framundan á Suðurlandi.  Stakesteinar spáðu því að þetta væri runnið undan ótta Hjálmars við að fá ekki sæti. Það er nú ekki óðeðlilegur ótti hjá Hjálmari miðað við þær kannanir sem eru nú uppi.  Hitt er rétt að þetta mun á endanum líklega veikja flokkinn enn frekar þar sem menn munu ekki fara sameinaðir í kosningar.

 Framsóknarmenn hafa verið asni frumlegar tilraunir til þess að sækja í sig veðrið, dæmi um þetta eru framsóknarbloggararnir, sem segjast vera að blogga í hádeginu, á morgnana og í kaffitímum en þiggja svo  greidd laun fyrir  að  uppfæra vef  opinberar stofnunnar.   Hitt er að þeir eru sagðir vera að sækja á fólk í frítímum sínum með því að angra fólk á sólbaðsströndum.

Sjálfsagt hefur þetta áfram og sjálfsagt verður stórum upphæðum eytt í vor til að viðhalda fylginu.  

Þeir mega eiga að þeir hafa nóg aðgengi að peningum og vita hvernig á að eyða því.


mbl.is Framsóknarflokkurinn 90 ára í dag; fylgið sjaldan minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

WII ekki að gera góða hluti

Gaman af þessu, sá einmitt mynd af gellu með glóðurauga, þar sem hún hafði í hita leiksins náð að dúndra í augun á sér.  Sá aðra þar sem gaurinn hafði dúndrað í augað á kærustinni sinni þegar þau voru að spila Dúó. 


mbl.is Nintendo innkallar úlnliðsólar fyrir Wii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vodka.com fyrir 3 milljónir dala

Í dag seldist lénið vodka.com fyrir litlar 3 milljónir dala, það var lénasölu fyrirtækið þýska SEDO.com sem sá um söluna.

Það var rúsneskur Vodkaframleiðandi sem keypti lénið, en þeir ætla sér stórahluti á Bandaríkjamarkaði.

Þessi lénabuisness hefur verið alveg ótrúlegur, ótrúlegt hvað menn hafa verið tilbúnir að greiða fyrir lén, en í fyrra þegar eu lénin fóru á markað átti að gera allt sem hægt var til þess að koma í veg fyrir að braskað væri með þau lén en svo fór sem fór, margir greiddu formúgu fyrir þessi lén.

Öll sniðug .com lén eru auðvitað fyrir löngu komin í hendur bröskurum og nánast vonlaust að finna góð lén á lausu.  Hins vegar er auðvitað hægt að kaupa af fyrirtækjum eins og sedo góð lén oft fyrir lítinn pening. 

Íslendingar hafa fengið smá nasasjón af þessu, einhver ætlaði að græða vel á að skrá lén eins og sedlabanki.com.  Kannast ekki við að þessir graurar hafi grætt krónu, en hins vegar þurft að greiða helling í hýsing á þessum lénum og skráningu. 


prufa prufa

Prufa Prufa

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband