Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2007 | 00:45
Sá þetta í dag
Ég horfði upp á bílinn fjarlægðan í dag. Ég skildi ekki fyrir mitt litla líf hvaðan þessi bíll koma, þegar dráttarbíllinn virtist draga hann úr göngugötunni og úr einhverri hæði eins og sést á myndinni sem fylgir með.
Nú er sem sagt skýringin komin.
![]() |
Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2007 | 00:44
Vinnuheiti en samt búið að skrá lén
![]() |
Íslandsflokkurinn vinnuheiti á áformuðu þingframboði Margrétar Sverrisdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 14:35
Leyndardómur lífsins leystur
Fyrir fleiri stórar lífsgátur mæli ég með Why Don't Penguins' Feet Freeze?.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 12:53
Rímorðavélin
Elísa segir:
Hingað til hafa netföng allra nemenda alltaf verið aðgengileg öllum nemendum, þó reyndar hafi staðið til að breyta því á næstunni.
Þetta er væntanlega á lokuðu svæði eða hvað?
Annars kemur ekki fram á hvaða tíma þetta var, en þegar ég byrjaði í háskólanum var einfaldur listi með öllum heimasíðum á háskólasvæðinu, þar sem slóðin fyrir aftan tilduna var notendanafnið. Það hefði verið nokkuð einfalt að finna út netföngin út frá því.
Ég held samt að menn verði að fara varlega í að loka á aðgengi að netföngum, þetta hefur verið ágætt þannig að þú hefur þurft að leita, þannig hefur ekki verið of mikil hætta á söfnunum á netföngum.
Ástæðan fyrir þessari færslur var samt ekki að ræða um netföng Hí, heldur að minnast á rímorðavél Elíasar, snilldar tól og betur hefði ég haft þetta um daginn þegar ég var að reyna að koma saman vísu í tilefni af giftingu. Vísan fór aldrei saman, en aðrar lausnir fundust.
Hér er svo Rímorðavélin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 10:47
Góðir punktar strigakjaftsins
Man einhver eftir því þegar Steingrímur Hermansson setti upp netuppboðssíðu? Hann var nú líklega töluvert á undan sinni samtíð. Ég gerðist svo frægur og verslaði á síðunni. Hún dó nú samt eftir nokkrar vikur eða mánuði. Strigakjafturinn var nokkuð hress og hérna er tvennt sem hann sagði:
"Ég kalla hann skylduræknasta framsóknarmann í heimi. ... Þetta er væntsti maður sem á bara eitt takmark í lífinu og það er að gegna sínu formannsstarfi með sóma og bíða ekki afhroð í kosningum."
"Ég ber virðingu fyrir Davíð og Jóni Baldvini en ég ber ekki virðingu fyrir því hvernig þeir haga sér sem fyrrverandi stjórnmálamenn. Gamlir hershöfðingjar eiga að draga sig rólega í hlé".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 10:09
Er nemendaskráin illa varin?
Hugmyndin er engu að síður fín, ekki það að ég myndi vilja opna heimili mitt fyrir bara einhverjum. Sumir lifa fyrir spennuna.
![]() |
Fékk hugmynd að beddaleit á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2007 | 19:42
Ótrúleg ósvífni Sigurjóns
Í dag bregður svo við að Sigurjón birtir tölvupósta, sem eru samskipti á milli framkæmdarstjóra þingflokks Frjálslyndra og starfsmanns Samtaka Iðnaðrins.
Hvert er svo málið sem er svo mikilvægt að þingmaðurinn þurfi að birta á heimasíðu sinni trúnaðarsamskipti milli tveggja óskildra aðila. Málið er að frjálslyndir fá ekki að sýna myndband á iðnþingi!
Er ekki öllum bara nokkuð sama?
Hitt er svo mun alvarlegra og greinilegt að Sigurjón er að senda út þau skilaboð að honum sé ekki treystandi. Afhverju ætti ég að taka flokk trúarlegan eða eiga samskipti við flokk sem hugsanlega birtir öll samskipti mín við þá á netinu? Mætti ég búast við því að þeir taki upp samtöl við mig og birta opinberlega?
![]() |
SI segir iðnþing ekki málfund stjórnmálaflokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2007 | 13:40
763.800 krónur á haus
Þetta eru hreint ótrúlegar tölur, það er spurning hvort skattmann geti ekki gert eitthvað í þessu og reynt að dreifa þessu til okkar hinna ;)
![]() |
Björgólfur Thor hækkar um 101 sæti á lista yfir ríkustu menn heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 10:42
Lítil velta
Ég er ekki hissa að það hafi ekki verið meiri hagnaður af þessu ef veltan er ekki meiri.
Ég hefði haldið að svona fyrirtæki væri að velta mun meira, miðað við kostnaðinn sem kostar að smíða vef, kaupa kerfið og svo þjónustua og hýsingarsamningar í framhaldi.
![]() |
365 kaupir Innn og hækkar hlutafé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 09:54
Flytjum ríkið til baka!
Hvaða önnur ástæða getur verið fyrir því að flytja ríkið úr verslunarkjarnanum, 1 km í burtu í blómabúð?
![]() |
Kaupir Háspennu út úr Mjóddinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)