Færsluflokkur: Bloggar

Byssur á Íslandi

Mundi skrifaði nokkuð áhugaverða grein um byssur og byssueign. Kíkið á þetta.

Henni var lóað

Lenti einhvern tíman í svipuðum aðstæðum en samt ekki. Í staðin fyrir konu var rolla og staðin fyrir að henni hafi verið náð upp var henni lóað. Þannig að það sem eftir situr að það var gjóta og spenndýr í gjótunni.

Þetta var reyndar frekar furðulegt, ég var á gangi við almannagjá þegar ég heyrði rollu jarma. Það var nokkuð skrýtið að það virtist koma úr jörðinni en svo þegar ég tók frá gróður frá gjótunni var hún þar.

Það varð uppi fótur og fit og ég hringdi í landverðina en eftir ítrekaðar tilraunir við að ná rollunni upp úr gjótunni varð til þess að þeir báðu viðstadda vinsamlegast að fara. Þeir ætluðu að kalla til sérfræðing.

Afleiðingar er ég reyndar ekki viss um, en ég geri ekki ráð fyrir að sérfræðingurinn hafi mætt með reipi og björgunarlið. Ég reyndar veit ekkert um það. Kannski fékk sagan hollywoodendi.
mbl.is Konu kippt upp úr gjótu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getnaðarlaginu ekki tapað

Mér sýnist að menn hafi gætt þess vel og vandlega að byggingin myndi ekki tapa getnaðarlega laginu sem hefur orðið frægt svo víða um heim.

Það er ekkert smá sem á að byggja á þessu svæði, þeir búa reyndar vel að vera með tvær stórar umferðaræðar í sinhvoru megin við hverfið en umferðakerfið innan hverfisins ræður tæpast við þetta. Maður á eftir að forðast Smáralindarsvæðið þegar fram í sækir, ef það verða ekki gerðar neinar ráðstafanir. Nóg er nú teppan fyrir.
mbl.is Fyrsta skóflustungan tekin að Norðurturni við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögunum breytt

Menn hljóta núna að negla alla varnagla, þannig að það séu engar glufur í kerfinu og skip sem strandi hér þurfi að greiða fulla upphæð fyrir að skipinu sé bjargað en ekki svona lága eins og leit út fyrir að Wilson myndin sleppa með.

Loksins í því fyrsta

Það hlaut að koma að því að Jakob næði árangri í pólitík, það versta er að hann var líklega töluvert nær því að komast á þing þegar hann var á lista Samfylkingarinnar heldur en núna. Það er amk. miðað við niðurstöður könnunarinnar.

Að vera á lista með Jakobi hlýtur að vera eins og vera í fótbolta leik og vera sá sem gengur af. Hreyfinginn búinn að leita víða fangs, fær flóttamann úr samfylkingunni sem hefur aldrei náð árangri og maður beðinn um að taka sæti fyrir neðan hann.
mbl.is Jakob Frímann í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullandi stóriðja á vestfjörðum

Nú eru stóriðjulausu vestfirðingarnir farnir að velta fyrir sér að fá líka hluta af kökunni. Menn geta kallað þetta eitthvað annað, en það ku ekki vera í tísku að kalla eftir stóriðju.
mbl.is Heimamenn hafa síðasta orðið um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á landsfundi stóru flokkanna

Hlustaði á Þórunni Sveinbjarnardóttur tala trekk í trekk um landsfund stóruflokkana um helgina. Ég vissi að Vinstri Grænir hefðu haft Landsfund um helgina.

Það er greinilegt að nú á að vera gaman í Samfylkingunni eftir fýluna sem er búin að vera undanfarið vegna fylgistaps. Þetta er greinilega skipun dagsins. Verið glöð annars...

Ég var að hlusta á loforð hennar Þórunnar, það væri gaman að sjá hvaða kostnaðar áætlanir eru varðandi þetta. Loforðafylleríið alveg rosalegt.

Höfum við efni á vinstri stjórn?

 

Undanfarið hefur sú umræða verið töluvert uppi á borðinu að við höfum það svo gott að við höfum orðið efni á svo sem einni góðri vinstristjórn. Helst þurfum við að losa okkur við eitthvað af þessum bankastrákum, sem eru að kaupa sér rándýra tónlistarmenn til að skemmta sér og eiga allar þessar flugvélar. Svo þarf auvitað að byggja upp þekkingariðnaðinn, svo að við þurfum ekki öll þessi álver. Það virðast vera einvherskonar andstæður.

Ég bendi annars á snilldar grein á Deiglunni í dag eftir Þórlind Kjartansson:


Ekki saman að jafna

Mikið er ég feginn að Mona er ekki formaður Samfylkingarinnar, það er alveg ljóst að ef hún væri það væri Samfylkingin með meira fylgi. Horið á þetta myndband af henni og sjáið muninn. Ingibjörg alltaf að tala um að vera með jákvæða baraáttu og svo komin á fullt í skítkastið. Svo þessi skot út í loftið sem fáir skilja eins og yfirlýsingar um eigin þingflokk.
mbl.is Sahlin: Sænska ríkisstjórnin níðist á atvinnulausum og gerir ríka enn ríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt

Manni finnst alveg ótrúlegt að myndbönd dugi ekki til þess að sakfella fólk. Hvenær geta myndbönd fullkomlega staðfest að það sé ég, fólk er nú kannski ekki að standa frami fyrir þessum myndböndum og veifa eða kalla nafnið sitt upphátt.
mbl.is Upptökur dugðu ekki til sakfellingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband