Færsluflokkur: Bloggar

Fyndið

Það mun væntanlega hafa verulega skaðleg áhrif á fluggesti British Airways að sjá Branson. Menn hætta væntanlega skyndilega við að fljúga með þeim, bara af því þeir sjá Branson í nokkrar sekúndur í einni mynd.
mbl.is Richard Branson ekki í Casino Royale um borð í vélum British Airways
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins eitthvað að gerast

Maður hefur heyrt meira af Eurovison en kosningunum. Greinilegt að flokkarnir eru að hefja baráttu sína. Það er greinilegt að samkomulagið er að virka, amk. eru flokkarnir ekki að fylla fjölmiðla af auglýsingum eins og oft áður á þessum tíma.
mbl.is Samfylkingin býður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál hans og dóttur hans

Manni finnst nú hálf skrýtið að hann þurfi að biðjast opinberlega afsökunar. Er þetta nú ekki bara mál sem á heima innan fjölskyldunnar? Hann sendir henni SMS í einhverju reiðiskasti, eitthvað sem sjálfagt ýmsir foreldrar lenda í.

Hitt er auðvitað annað mál hvaða SMS kom. Hverjum dettur í hug að nota svona í foræðisdeilu?
mbl.is Baldwin biðst afsökunar á skömmunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fýla í framsókn

Um daginn heyrði ég í Guðna, þá vildi hann meina að Framsóknarmenn séu svo feimnir að gefa upp skoðun sína. Niðurstöður kanannanna séu alltaf rangar miððað við niðurstöður. Nú kemur hann fram með þetta. Nú virðist farið að renna tvær grímur á menn þegar fylgið er ekkert að potast upp.

Staðreyndin er að þetta er verst rekna kosningabarátta framsóknar frá upphafi. Þeir hefðu betur látið strákana hans Halldórs reka þetta eins og undanfarið. Þeir hafa alla vegna verið með skemmtilegar auglýsingar.
mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju reykja Evrópubúar meira en Bandaríkjamenn?

Merkilegur pistill eftir Jón Steinsson á Deiglunni. Í honum veltir Jón fyrir sér afhverju Evrópubúar reykja meira en Bandaríkjamenn, þrátt fyrir að það eru hærri álögur á tóbak í Evrópu en Bandaríkjunum.

Mæli með pistlinum á Deiglan.com: Af hverju reykja Evrópubúar meira en Bandaríkjamenn?

Flott fyrirtæki

Lýsi er eitt flottasta fyrirtæki okkar Íslendinga og undir stjórn Katrínar hefur fyrirtækið verið að gera ótrúlega góða hluti. Það er því gaman að fyrirtækið skuli verðlaunað með þessum hætti.
mbl.is Lýsi verðlaunað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nyhedavisen heldur velli

Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir íslenska blaðið nyhedsavisen. Eftir allar þær yfirlýsingar sem menn voru með um þann fjölmiðil heldur hann velli. Strax frá upphafi var ljóst að mótbyr væri við NyhedsAvisen, og fyrsta morgunin voru nánast einu fréttirnar að dreifikerfið væri að klikka. Smátt og smátt skilst manni að þetta sé að komast í betra form.

Það er fyndið hvernig maður heldur með strákunum okkar.
mbl.is Fríblaðið Dato lagt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Teitur

Það vakti athygli mína í fjölmiðlum í gær að Ólafur Teitur er orðinn ríkisstyrktur höfundur. Hann fékk nokkra hundraðþúsundkalla til að gefa út næstu fjölmiðlabók sína. Ólafur hefur verið ötull talsmaður Frjálshyggjunnar, en þessum peningum er sjálfsagt varið á sparsaman og hófsaman hátt.

Ólafur Teitur er líka í viðtali á Deiglunni.

71. slökkviliðsmaðurinn

Það var flott að horfa á Villa í dag, búinn að skella sér í gallann og liggur við á slönguna. Geri aðrir betur.
mbl.is Borgarstjóri: „Þetta er mjög döpur stund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmislegt annað til sölu

Ég á ýmislegt af dóti af landsfundinum sem ég gæti selt. T.d. á ég spjöld sem standa á JÁ og NEI. Annars vegar blátt og hins vegar rautt.   Því miður týndi ég nafnspjaldinu mínu svo það er spurning hvort það dúkki ekki líka uppi á ebay.


mbl.is Landsfundarnafnspjald Árna Sigfússonar til sölu á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband